þriðjudagur, mars 27, 2007

Grænn grunur

Þegar ég var lítil átti ég til að hlaupa hraðar en fæturnir á mér. Fannst svo gaman að hlaupa, sérstaklega að spana niður grónar brekkur, hraðar hraðar og missa svo fótanna. Detta, hlæja, fara í kollhnís í ilmandi grænu grasinu.

Í dag hlaupa fætur mínir jafnhratt og ég, stundum hraðar. En þeir vita ekkert hvert þeir eru að fara.

Engin ummæli: