miðvikudagur, mars 14, 2007

Reykjavík kallar Kína

Stundum kvarta og kveina bloggarar yfir kvittleysi meintra lesenda. Ekki hún ég. Dettur það ekki í hug, en ein spurning hefur þó brunnið á vörum mínum lengi. Hver les mig í Kína?

Auk þess legg ég til að aðiljum verði útrýmt úr íslensku máli. Heyrði um daginn í útvarpinu talað um "spáaðila". Múhameð spáaðili. Enginn er spáaðili í sínu heimalandi. Spáið í það, aðiljarnir ykkar.

Legg ekki meira á lesaðilja mína.

Engin ummæli: