miðvikudagur, júní 18, 2008

Útilykt

Nýbúin að taka inn fangfylli af handklæðum með útilykt, hengja út meiri þvott, sól og rok, Hjálmar að tala um þakrennur (við iðnaðarmann í símanum), sit í lata í ljótu en yndislega mjúku angórusokkunum mínum, södd og sæl og hlýtt á tánum.

Grasið er ilmandi grænt og flóðhestar eru víst rosalega hættuleg dýr.

Engin ummæli: