laugardagur, júní 07, 2008

Mangó og dularfulla tannkremstúban

Má ég kynna þann nýjasta í fjölskyldunni. Mangó. Það er þessi með gáfulega prófílinn til vinstri. Þessi með gáfulega prófílinn til hægri er hann Hjalti minn.

Finn mig líka knúna til að deila með ykkur lífsreynslu sem ég varð fyrir í morgun þegar ég burstaði tennurnar. Greip þessa útlifuðu túbu í tannburstaglasinu, hef ekki hugmynd hvað hún er búin að vera lengi undir mínu þaki. En þegar ég burstaði helltist yfir mig óþægileg bragðtilfinning. Closanflush.

Og ef þið eruð að velta fyrir ykkur hvernig ég þekki bragðið af klósetthreinsi þá vil ég ekki ræða það. Erfitt tímabil í lífi mínu.

Engin ummæli: