sunnudagur, júní 29, 2008

Sænsk skólamenning, íslensk hjólamenning

Nóg að gera hjá sænskum þingmönnum, sér maður.

Merkilegt að það varði við landslög að bjóða ekki öllum bekknum í afmæli. Hvað ef barnið manns brúkar munn í skólanum, stelur yddara, mætir með tyggjó í tíma eða svindlar á prófi, eiga slík mál þá ekki líka fullt erindi til landsstjórnarinnar?

Hendi hér inn tveimur myndum sem ég tók í gærkvöld, ég hreifst af því hve margir komu hjólandi í dalinn. Megi hjólamenning landsmanna blómstra og dafna.

Engin ummæli: