föstudagur, júní 27, 2008

Hniprandi asparlókona, fljúgandi mjólk

Það gerist svo margt þegar maður er einn heima að dóla sér og má ekki vinna heimilisstörf þyngri en sem nemur því að hella múslí útá súrmjólkina. Í dag er ég búin að afreka ýmislegt:
  • Sitja úti á litlu svölunum mínum og sleikja sólina, mikil dásemdarblíða er þetta
  • Fá mér juicyfruit tyggigúmmí (tvær plötur í einu)
  • Finna upp nýja tegund af sprengju*
  • Verða reið yfir helvítis skítamálum
  • Borða Lu kex, svona kanilkex og hálfskammast mín fyrir það af því að Lu auglýsingin er ein af þeim leiðinlegustu í heimi
  • Fela mig fyrir blikkmanni
  • Láta snjóa yfir mig asparló
  • Hlusta á Rás 1, finnst það notalegt
  • Taka á móti sendli með svitafýlu sem gerði gat í ósonlagið yfir Kirkjuteignum
  • Hlusta á sárin gróa
Já, já. Ég er alltaf að, lúsiðna baunin.

*Setjið um hálfan desilítra af mjólk í glas sem er víðara að ofan en neðan (uppbreitt?). Stingið í örbylgjuofn og stillið á allt of mikinn kraft. Gleymið í ofni þar til kröftug sprenging heyrist. Þrífið
.

Engin ummæli: