fimmtudagur, júní 26, 2008

Til hamingju Elísabet Ásta!

Þetta er konan sem kenndi mér að vera manneskja. Þetta er konan með þolinmóða eyrað, hvella hláturinn og hlýja faðminn. Þetta er konan sem alltaf sér skondnar hliðar á málunum, líka þessum erfiðu og leiðinlegu. Þessi kona fer aldrei úr mínu liði.

Þar að auki er þessi eldklára og skemmtilega kona mamma mín og hún á afmæli í dag.

Engin ummæli: