fimmtudagur, júní 05, 2008

Munúð skal höfð í nærveru matar

Mér brá nú ponku þegar ég sá Nigellu í kvöld, hef ekki séð þættina hennar síðan um árið. Kannski satt að hún gúffi í sig afgöngum á nóttunni.

Annars finnst mér hún fitna svo fallega, skil ekki hvernig hún fer að því að safna öllu spekinu á brjóst og mjaðmir, en litlu á magann og engu á andlitið. Duló.

En, mmmmm, Nigella. Jeminneini, hvað allt verður munúðarlegt á vörum hennar. Og meira að segja hamarinn* sem hún barði í sykurklumpinn varð kynferðislegur.


*þartilgerður eldhúshamar til að brjóta storknaða sykurbráð úr ljósum sykri

Engin ummæli: