Aldrei hef ég barrotta verið. Reyndar má heita að ég hafi alla tíð verið hálf skemmtanaskert, vegna þess að ég hef lítið sóst eftir því að fara á "skemmtistaði". Að sitja í hræðilegum hávaða, heyra varla mannsins mál, vera að kafna úr reyk, sturta í sig áfengi - sá bara ekki pojntið. Sé það ekki enn.
Var svo heppin þegar ég hóf búskap (vart af barnsaldri) með mínum ágæta fyrrverandi og pínuponsu Ástu, að með okkur bjuggu vinkona mín og mágur, þetta var hálfgerð kommúna. Þau tóku að sér að fara með mínum fyrrverandi út á lífið, að skemmta sér, og ég gat setið heima með Ástu mína og gert eitthvað sem mér fannst skemmtilegt. T.d. að leika við hana, lesa eða sofa. Reyndar olli þetta ýmsum misskilningi. Eitt sinn vorum við Pétur að spjalla við kunningja hans sem leit á mig, síðan á Pétur og spurði: Hvar er konan þín? Ég stóð við hliðina á eiginmanninum, en kunninginn hélt auðvitað að vinkona mín væri konan hans Péturs, því þau höfðu svo oft verið saman á tjúttinu. Þetta fannst okkur fyndið.
Pöbbablaður, kokteilmas, barhjal, bjórröfl - jú, býst við að það hafi sinn sjarma. En þá verður maður að vera gefinn fyrir fyllerí.
Ég er fjarri því einhver félagsfæla eða gútemplari. Kann bara betur að meta samræður í litlum hópi skemmtilegs fólks, yfir góðum mat og víni. Mér þykir vænt um fólk, en leiðist að vera sauðdrukkin innan um fullt af fullu fólki (verra er þó vissulega að vera edrú í slíkum kringumstæðum).
Hugsanlega eyðilagði fyrsta fylleríið mitt drykkjuferilinn fyrir lífstíð. Flaska af Martini Bianco og fjórar 14 ára stelpur. Legg ekki meira á ykkur.
mánudagur, júní 30, 2008
sunnudagur, júní 29, 2008
Sænsk skólamenning, íslensk hjólamenning
Nóg að gera hjá sænskum þingmönnum, sér maður.
Merkilegt að það varði við landslög að bjóða ekki öllum bekknum í afmæli. Hvað ef barnið manns brúkar munn í skólanum, stelur yddara, mætir með tyggjó í tíma eða svindlar á prófi, eiga slík mál þá ekki líka fullt erindi til landsstjórnarinnar?
Hendi hér inn tveimur myndum sem ég tók í gærkvöld, ég hreifst af því hve margir komu hjólandi í dalinn. Megi hjólamenning landsmanna blómstra og dafna.
Merkilegt að það varði við landslög að bjóða ekki öllum bekknum í afmæli. Hvað ef barnið manns brúkar munn í skólanum, stelur yddara, mætir með tyggjó í tíma eða svindlar á prófi, eiga slík mál þá ekki líka fullt erindi til landsstjórnarinnar?
Hendi hér inn tveimur myndum sem ég tók í gærkvöld, ég hreifst af því hve margir komu hjólandi í dalinn. Megi hjólamenning landsmanna blómstra og dafna.
laugardagur, júní 28, 2008
Tennurnar glömruðu í takti vel
föstudagur, júní 27, 2008
Hniprandi asparlókona, fljúgandi mjólk
Það gerist svo margt þegar maður er einn heima að dóla sér og má ekki vinna heimilisstörf þyngri en sem nemur því að hella múslí útá súrmjólkina. Í dag er ég búin að afreka ýmislegt:
*Setjið um hálfan desilítra af mjólk í glas sem er víðara að ofan en neðan (uppbreitt?). Stingið í örbylgjuofn og stillið á allt of mikinn kraft. Gleymið í ofni þar til kröftug sprenging heyrist. Þrífið.
- Sitja úti á litlu svölunum mínum og sleikja sólina, mikil dásemdarblíða er þetta
- Fá mér juicyfruit tyggigúmmí (tvær plötur í einu)
- Finna upp nýja tegund af sprengju*
- Verða reið yfir helvítis skítamálum
- Borða Lu kex, svona kanilkex og hálfskammast mín fyrir það af því að Lu auglýsingin er ein af þeim leiðinlegustu í heimi
- Fela mig fyrir blikkmanni
- Láta snjóa yfir mig asparló
- Hlusta á Rás 1, finnst það notalegt
- Taka á móti sendli með svitafýlu sem gerði gat í ósonlagið yfir Kirkjuteignum
- Hlusta á sárin gróa
*Setjið um hálfan desilítra af mjólk í glas sem er víðara að ofan en neðan (uppbreitt?). Stingið í örbylgjuofn og stillið á allt of mikinn kraft. Gleymið í ofni þar til kröftug sprenging heyrist. Þrífið.
fimmtudagur, júní 26, 2008
Til hamingju Elísabet Ásta!
Þetta er konan sem kenndi mér að vera manneskja. Þetta er konan með þolinmóða eyrað, hvella hláturinn og hlýja faðminn. Þetta er konan sem alltaf sér skondnar hliðar á málunum, líka þessum erfiðu og leiðinlegu. Þessi kona fer aldrei úr mínu liði.
Þar að auki er þessi eldklára og skemmtilega kona mamma mín og hún á afmæli í dag.
Þar að auki er þessi eldklára og skemmtilega kona mamma mín og hún á afmæli í dag.
miðvikudagur, júní 25, 2008
Þrír ungir menn með sverð, einn í súpermannbúningi*
Næst þegar samstarfsmenn mínir af loðnara kyninu missa sig á kaffistofunni yfir fótboltanum, verða rauðir í framan og blása sig út (ógurlega), ætla ég að segja: obbobbobb, við skulum nú ekki vera með nein tilfinningarök hér!
Fótboltaleikir eru gjarnan býsna tilfinningaþrungnir atburðir og sjaldan hef ég séð karlmenn æsa sig (já, æsingur er tilfinning) jafn mikið og yfir þessu sparkveseni.
Svo fær fólk framan í sig, með kaldri fyrirlitningu, ef það hækkar róminn örlítið, tja, t.d. yfir náttúruvernd, að það þýði nú ekkert að koma með svona "tilfinningarök".
Náttúran og það hvernig heimi við skilum í hendur barna okkar er vitaskuld smámunir miðað við leik þar sem sveittir menn hlaupa á eftir leðurtuðru. Blasir við.
Auðvitað er ekkert hægt að bera þetta saman með nokkurri sanngirni. Og fólk má alveg æsa sig yfir boltanum, finnst það í góðu lagi á meðan það meiðir ekki hvert annað eða myrðir yfir honum. Það sem ég er að segja er að tilfinningarök eiga fullan rétt á sér og skilin þarna á milli eru langt í frá greinileg. Og af hverju ættum við að tala um það sem tengist tilfinningum sem eitthvað ómerkilegt og réttlægra en annað? Höfum við ekki öll tilfinningar? Er það eitthvað til að skammast sín fyrir? Og segið mér fávísri konunni, hver er andstæðan við tilfinningarök?
Á morgun ætla ég að:
*bönkuðu upp á áðan og vildu sjá "húsið mitt". Ég bauð þeim að ganga í bæinn og er nú margs vísari. Einn sagðist hafa eignast "typpanærbuxur" í útlöndum nýverið. Kannast lesendur við slíkar brækur?
Fótboltaleikir eru gjarnan býsna tilfinningaþrungnir atburðir og sjaldan hef ég séð karlmenn æsa sig (já, æsingur er tilfinning) jafn mikið og yfir þessu sparkveseni.
Svo fær fólk framan í sig, með kaldri fyrirlitningu, ef það hækkar róminn örlítið, tja, t.d. yfir náttúruvernd, að það þýði nú ekkert að koma með svona "tilfinningarök".
Náttúran og það hvernig heimi við skilum í hendur barna okkar er vitaskuld smámunir miðað við leik þar sem sveittir menn hlaupa á eftir leðurtuðru. Blasir við.
Auðvitað er ekkert hægt að bera þetta saman með nokkurri sanngirni. Og fólk má alveg æsa sig yfir boltanum, finnst það í góðu lagi á meðan það meiðir ekki hvert annað eða myrðir yfir honum. Það sem ég er að segja er að tilfinningarök eiga fullan rétt á sér og skilin þarna á milli eru langt í frá greinileg. Og af hverju ættum við að tala um það sem tengist tilfinningum sem eitthvað ómerkilegt og réttlægra en annað? Höfum við ekki öll tilfinningar? Er það eitthvað til að skammast sín fyrir? Og segið mér fávísri konunni, hver er andstæðan við tilfinningarök?
Á morgun ætla ég að:
- Fara í sturtu (hlakka til).
- Hvíla mig.
- Horfa á seinni hluta þáttaraðarinnar Pressa (ferlega skemmtileg hingað til).
- Leggja mig.
- Drekka kaffi.
- Fá mér kríu.
- Hugsa um heimsins rök (af tilfinningu fyrir skynsamlegri rökvísi).
*bönkuðu upp á áðan og vildu sjá "húsið mitt". Ég bauð þeim að ganga í bæinn og er nú margs vísari. Einn sagðist hafa eignast "typpanærbuxur" í útlöndum nýverið. Kannast lesendur við slíkar brækur?
Af örlögum gallblaðra og lítilla lamba
Orð Saxa læknis, "þú er lélegur sjúklingur" óma í höfði mér. Ég er lélegur sjúklingur. Og mér finnst þetta dýrt spaug, maður þarf að borga stórfé fyrir allar þessar rannsóknir, svo fyrir að leggjast inn á spítala (það kom mér á óvart), og þar að auki þarf maður að borga fyrir að hitta skurðlækninn á stofu fyrir og eftir aðgerð. Ætli við endum með glæpsamlega dýrt (og óréttlátt) heilbrigðiskerfi eins og Kaninn?
Best að hugsa um aðra hluti, ferðina góðu um sl. helgi. Við veiddum engan fisk handa gallblöðrunni sálugu, enda hafði hún beðið um steik og safaríka nautasteik fékk hún. Blaðran mín heitin var alveg til friðs eftir síðustu máltíðina, ekkert vesen, kúrði sig bara undir lifrinni litla greyið, með steininn sinn í fanginu.
Hér koma nokkrar myndir úr ferðinni.
Best að hugsa um aðra hluti, ferðina góðu um sl. helgi. Við veiddum engan fisk handa gallblöðrunni sálugu, enda hafði hún beðið um steik og safaríka nautasteik fékk hún. Blaðran mín heitin var alveg til friðs eftir síðustu máltíðina, ekkert vesen, kúrði sig bara undir lifrinni litla greyið, með steininn sinn í fanginu.
Hér koma nokkrar myndir úr ferðinni.
Þetta fallega blóm heitir klettafrú.
Það var eins og þessi hefði dottið úr handbremsu og runnið niður hlíðina á meðan bóndi og búalið sátu í slægjunni, kjömsuðu á kleinu og drógu ullarsokkinn af kaffiflöskunni.Múmían liggur á bakinu og starir til himins.Við gengum fram á þetta litla lamb, drukknað í djúpum hyl. Það fékk ekki einu sinni að bíta gras og sjúga mömmu sína eitt örstutt sumar.
þriðjudagur, júní 24, 2008
Ekkert mál
Fyrir mörgum árum fór ég í fjallgöngu, það var fyrsta fjallganga mín á ævinni og ég með þol á við sílspikaðan kontórista sem reykir 3 pakka á dag. Ég varð móð af því að kveikja á útvarpinu, ef ég þurfti að leita að stöð. Stóri bróðir sagði mér að koma að labba með sér á Esjuna, það væri "ekkert mál". Að ég skyldi komast upp á topp þennan dag, má eingöngu þakka þverhandarþykkri þrjósku minni. Að Gunnar bróðir skuli enn vera á lífi eftir að hafa logið því að mér að þetta væri "ekkert mál", má þakka djúpstæðri andstyggð minni á ofbeldi (og líka því að hann er vænsti piltur).
Í gær fór ég í aðgerð sem allnokkrir voru búnir að segja mér að væri "ekkert mál". "Iss, gallblaðran, annar hver maður búinn að láta rífa þetta úr sér, pfft, þú kemur dansandi út úr aðgerðastofunni". Einmitt. Gærdagurinn fór í, látum okkur sjá, aðgerðina sem ég man svo sem lítið eftir, og já, ég ÆLDI allan daginn. Dökkgrænu galli í lítravís. Svo var ég ekki með neinn blóðþrýsting sem heitið getur og gat vart lyft höfði frá kodda. Þar að auki er ég öll helaum og götótt með sauma hér og þar og bjánalega verki sem eru eins og ósýnileg, fáránlega þröng stálaxlabönd. Mér var boðið morfín trekk í trekk á spítalanum, en hætti að þiggja það þegar ein hjúkkan glopraði því út úr sér að það gæti aukið ógleði. Skil ekkert í þessu bara (kannski verið að vinna á morfínfjallinu í heilbrigðiskerfinu).
Efast stundum um fílósófíuna sem býr á bak við "ekkert mál". Ég fór í aðgerðina með þær væntingar að verða dagsjúklingur, sem sagt fara heim að kvöldi aðgerðardags, hélt ég væri svo hraust og spræk. Þurfti svo að vera á spítalanum lengur. Það er allt í fína lagi en væntingastýringin var skökk. Og mér er sannarlega engin vorkunn, er mun hressari í dag en í gær og komin heim í bólið mitt yndislega. Iss, þetta var ekkert mál.
Nú er þusi dagsins lokið af minni hálfu. Í næstu færslu langar mig að sýna ykkur voðalegar myndir úr helgarferðalaginu, en vil vara viðkvæma við þeim. Við erum að tala um múmíur og dauð lömb.
Í gær fór ég í aðgerð sem allnokkrir voru búnir að segja mér að væri "ekkert mál". "Iss, gallblaðran, annar hver maður búinn að láta rífa þetta úr sér, pfft, þú kemur dansandi út úr aðgerðastofunni". Einmitt. Gærdagurinn fór í, látum okkur sjá, aðgerðina sem ég man svo sem lítið eftir, og já, ég ÆLDI allan daginn. Dökkgrænu galli í lítravís. Svo var ég ekki með neinn blóðþrýsting sem heitið getur og gat vart lyft höfði frá kodda. Þar að auki er ég öll helaum og götótt með sauma hér og þar og bjánalega verki sem eru eins og ósýnileg, fáránlega þröng stálaxlabönd. Mér var boðið morfín trekk í trekk á spítalanum, en hætti að þiggja það þegar ein hjúkkan glopraði því út úr sér að það gæti aukið ógleði. Skil ekkert í þessu bara (kannski verið að vinna á morfínfjallinu í heilbrigðiskerfinu).
Efast stundum um fílósófíuna sem býr á bak við "ekkert mál". Ég fór í aðgerðina með þær væntingar að verða dagsjúklingur, sem sagt fara heim að kvöldi aðgerðardags, hélt ég væri svo hraust og spræk. Þurfti svo að vera á spítalanum lengur. Það er allt í fína lagi en væntingastýringin var skökk. Og mér er sannarlega engin vorkunn, er mun hressari í dag en í gær og komin heim í bólið mitt yndislega. Iss, þetta var ekkert mál.
Nú er þusi dagsins lokið af minni hálfu. Í næstu færslu langar mig að sýna ykkur voðalegar myndir úr helgarferðalaginu, en vil vara viðkvæma við þeim. Við erum að tala um múmíur og dauð lömb.
föstudagur, júní 20, 2008
Síðustu dagar dygga líffærisins
Ég ákvað að fara með gallblöðruna mína út á land, svo hún mætti lifa sína síðustu daga í óspilltri náttúru. Það á nefnilega að lóga henni á mánudaginn, eins og hverjum öðrum hvítabirni eða karakúlfé. Ætlum að veiða handa henni silung, sjóða fiskinn og kartöflur með og borða með sméri. Ó, já, í sveitinni.
Á leiðinni hingað missti ég af fjörugu dýrakynlífi við þjóðveginn, það er svona að vera bílstjóri. Ergilegt.
Hjálmar, ég og gallblaðran erum annars stödd í Halldórskaffi, sem eins og allir vita er í Brydebúð. Salat fyrir mig og blöðruna, Gýmsaloka fyrir kallinn. Þetta líka fína latte í eftirmat. *dæs*
Það held ég nú. Þetta er Elísabet baun sem talar frá Vík.
Á leiðinni hingað missti ég af fjörugu dýrakynlífi við þjóðveginn, það er svona að vera bílstjóri. Ergilegt.
Hjálmar, ég og gallblaðran erum annars stödd í Halldórskaffi, sem eins og allir vita er í Brydebúð. Salat fyrir mig og blöðruna, Gýmsaloka fyrir kallinn. Þetta líka fína latte í eftirmat. *dæs*
Það held ég nú. Þetta er Elísabet baun sem talar frá Vík.
miðvikudagur, júní 18, 2008
Útilykt
Nýbúin að taka inn fangfylli af handklæðum með útilykt, hengja út meiri þvott, sól og rok, Hjálmar að tala um þakrennur (við iðnaðarmann í símanum), sit í lata í ljótu en yndislega mjúku angórusokkunum mínum, södd og sæl og hlýtt á tánum.
Grasið er ilmandi grænt og flóðhestar eru víst rosalega hættuleg dýr.
Grasið er ilmandi grænt og flóðhestar eru víst rosalega hættuleg dýr.
sunnudagur, júní 15, 2008
Þrammandi baun með bláa tá
Gekk Fimmvörðuháls í gær. Í dag er ég sólbrunnin, skrámuð, helaum í hné og með fagurbláa stórutá - tók mynd af henni en ákvað að birta ekki, af tillitsemi við lesendur (segið svo að ég geri aldrei neitt fyrir ykkur).
Á Skógum varð ég vör við bann við rauðum hundum. "Sjúkdómafordómar?", spurði ég sjálfa mig.
Í þúsund metra hæð þeytir Hjálmar flóaða mjólk út í espressóið. Algjör óþarfi að lækka standardinn þótt maður sé hátt uppi.
Þetta var stórskemmtileg ferð en eitt langar mig að vita, verandi nýkomin úr útilegu í Þórsmörk. Af hverju öskra fullir karlar svona mikið?
föstudagur, júní 13, 2008
Spakkorn helgarinnar
Loksins er ég búin að ná þessu, og ekki vonum fyrr. Ef þú ert í sambandi þar sem félaginn er vondur við þig og þér líður oftar illa en vel, þá skaltu fara. Hann breytist ekkert.
Ef þú ert í sambandi þar sem félaginn er góður, natinn, nærgætinn, blíður, fyndinn, uppátækjasamur og hugmyndaríkur, þá skaltu vera. Og vera góð við hann.
Hrikalega einfalt.
Ef þú ert í sambandi þar sem félaginn er góður, natinn, nærgætinn, blíður, fyndinn, uppátækjasamur og hugmyndaríkur, þá skaltu vera. Og vera góð við hann.
Hrikalega einfalt.
miðvikudagur, júní 11, 2008
Gallblöðrunámserfiðleikar
Þið munið að mér er illt í maganum? Auðvitað munið þið það. Magaspeglunin um daginn leiddi í ljós magabólgur sem láta sér ekki segjast við magalyfjum, en mér var tjáð að svona þrálátar magabólgur væru oft "álagstengdar" (best að hætta að vera undir álagi þá). Því næst var ég send í ómskoðun, sem var öldungis ágæt rannsókn. Meltingarlæknirinn, sem renndi tóli sínu fimlega eftir skriplandi sleipum kviðnum á mér, sagði glottandi að ég væri með "rolling stone". Í gallblöðrunni. Hann sagði að ég þyrfti að fara í aðgerð. Mér leist ekkert sérlega vel á það, svo ég ráðfærði mig við heimilislækninn, sem útskýrði í löngu máli, með skýringamyndum, að ég þyrfti að fara í aðgerð. Æ, ég vil ekki fara í aðgerð, sagði ég við heimilislækninn, sem sendi mig til skurðlæknis. Skurðlæknirinn sagði glaðbeittur að ég þyrfti að fara í aðgerð.
Það er sumsé samdóma álit nokkurra lækna að ég þurfi að fara í aðgerð sem heitir gallblöðrunám. Gallblaðran mín er svo agalega treg að hún þarf að fara í nám sem felst í því að hún verður toguð út um kviðinn á mér, líkt og eilíen forðum úr Siggúrní Víver.
Í gær innritaðist ég á spítala með því að verja heilum morgni í bið, blóðtöku, bið, bið, viðtöl við hjúkkur og lækna, bið. Heillandi stöff. Svaraði óskaplega mörgum spurningum og fyllti út eyðublöð af ýmsu tagi. Aðgerðardagur var ákveðinn fimmtudagurinn 12.júní. Ég var kona reiðubúin, undirbúin, albúin, viðbúin, tilbúin og einbeitt, á leið í gallblöðrunám.
Haldiði að ég fái svo ekki hringingu í dag og mér sagt að aðgerðinni hafi verið frestað, engar skýringar gefnar. Gæti best trúað að dúkkað hafi upp smartari kúnni með svalari vandamál og mér ýtt til hliðar. Gallsteinar eru greinilega ekki nógu sexí.
Það er sumsé samdóma álit nokkurra lækna að ég þurfi að fara í aðgerð sem heitir gallblöðrunám. Gallblaðran mín er svo agalega treg að hún þarf að fara í nám sem felst í því að hún verður toguð út um kviðinn á mér, líkt og eilíen forðum úr Siggúrní Víver.
Í gær innritaðist ég á spítala með því að verja heilum morgni í bið, blóðtöku, bið, bið, viðtöl við hjúkkur og lækna, bið. Heillandi stöff. Svaraði óskaplega mörgum spurningum og fyllti út eyðublöð af ýmsu tagi. Aðgerðardagur var ákveðinn fimmtudagurinn 12.júní. Ég var kona reiðubúin, undirbúin, albúin, viðbúin, tilbúin og einbeitt, á leið í gallblöðrunám.
Haldiði að ég fái svo ekki hringingu í dag og mér sagt að aðgerðinni hafi verið frestað, engar skýringar gefnar. Gæti best trúað að dúkkað hafi upp smartari kúnni með svalari vandamál og mér ýtt til hliðar. Gallsteinar eru greinilega ekki nógu sexí.
mánudagur, júní 09, 2008
laugardagur, júní 07, 2008
Mangó og dularfulla tannkremstúban
Má ég kynna þann nýjasta í fjölskyldunni. Mangó. Það er þessi með gáfulega prófílinn til vinstri. Þessi með gáfulega prófílinn til hægri er hann Hjalti minn.
Finn mig líka knúna til að deila með ykkur lífsreynslu sem ég varð fyrir í morgun þegar ég burstaði tennurnar. Greip þessa útlifuðu túbu í tannburstaglasinu, hef ekki hugmynd hvað hún er búin að vera lengi undir mínu þaki. En þegar ég burstaði helltist yfir mig óþægileg bragðtilfinning. Closanflush.
Og ef þið eruð að velta fyrir ykkur hvernig ég þekki bragðið af klósetthreinsi þá vil ég ekki ræða það. Erfitt tímabil í lífi mínu.
Finn mig líka knúna til að deila með ykkur lífsreynslu sem ég varð fyrir í morgun þegar ég burstaði tennurnar. Greip þessa útlifuðu túbu í tannburstaglasinu, hef ekki hugmynd hvað hún er búin að vera lengi undir mínu þaki. En þegar ég burstaði helltist yfir mig óþægileg bragðtilfinning. Closanflush.
Og ef þið eruð að velta fyrir ykkur hvernig ég þekki bragðið af klósetthreinsi þá vil ég ekki ræða það. Erfitt tímabil í lífi mínu.
föstudagur, júní 06, 2008
Út með ruslið
Sat á fundi í vinnunni, nema vinnan mín var á Landspítalanum. Fann hvernig ég átti smátt og smátt erfiðara með andardrátt, vinstri nösin á mér fylltist af hörðu hori. Langaði mikið að fjarlægja stífluna með því að bora í nefið, en kunni ekki við það svona innan um fólk. Ákvað að bregða mér aðeins frá, stóð upp og gekk út. Togaði út úr nösinni stóran klump og svo meira og meira, fann að mér létti við þetta, en magnið virtist óendanlegt. Stóð loks á einhverjum sjúkrahúsgangi, haldandi á risastórum rauðum horhnykli, og leitaði örvæntingarfull að ruslafötu, fannst brýnt að losa mig við þennan vonda massa sem verið hafði í hausnum á mér og valdið mér andþrengslum og vanlíðan.Róa sig. Mig dreymdi þetta í nótt. En það er ekki séns að ráða þennan draum eftir bókum, því táknin í honum eru tabú eða þykja of ómerkileg til að komast í draumráðningabækur.
Hjálmar segir að þegar mann dreymi svona sé undirmeðvitundin að fara út með ruslið. Kannski eitthvað til í því. En hvað gerir maður við sálarrusl?
fimmtudagur, júní 05, 2008
Munúð skal höfð í nærveru matar
Mér brá nú ponku þegar ég sá Nigellu í kvöld, hef ekki séð þættina hennar síðan um árið. Kannski satt að hún gúffi í sig afgöngum á nóttunni.
Annars finnst mér hún fitna svo fallega, skil ekki hvernig hún fer að því að safna öllu spekinu á brjóst og mjaðmir, en litlu á magann og engu á andlitið. Duló.
En, mmmmm, Nigella. Jeminneini, hvað allt verður munúðarlegt á vörum hennar. Og meira að segja hamarinn* sem hún barði í sykurklumpinn varð kynferðislegur.
*þartilgerður eldhúshamar til að brjóta storknaða sykurbráð úr ljósum sykri
Annars finnst mér hún fitna svo fallega, skil ekki hvernig hún fer að því að safna öllu spekinu á brjóst og mjaðmir, en litlu á magann og engu á andlitið. Duló.
En, mmmmm, Nigella. Jeminneini, hvað allt verður munúðarlegt á vörum hennar. Og meira að segja hamarinn* sem hún barði í sykurklumpinn varð kynferðislegur.
*þartilgerður eldhúshamar til að brjóta storknaða sykurbráð úr ljósum sykri
Veðrið
Í dag lamdi rigningin bílinn minn svo fast að það þeyttust af honum gusurnar. Beið róleg eftir bónlaginu að ofan. Nú þarf ég ekki að þvo skrjóðinn fyrr en í haust.
Ákvað að tala um veðrið af því að ég er búin að skrifa svo marga pistla sem ég ákvað að birta ekki, enda margt að gerast þessa dagana (sumt gott, annað slæmt).
Get samt sagt ykkur hversu ljúft það er að:
Ákvað að tala um veðrið af því að ég er búin að skrifa svo marga pistla sem ég ákvað að birta ekki, enda margt að gerast þessa dagana (sumt gott, annað slæmt).
Get samt sagt ykkur hversu ljúft það er að:
- þurfa ekki að fara ein í bónus og burðast með níðþunga poka upp tröppurnar
- heyra að ég sé falleg
- horfa á verk unnin á allt annan hátt en ég vinn þau
- sjá karlmann taka svívirðilega þungan pottofn og kasta honum eins og hverju öðru fisi í gám
- geta deilt viðburðum dagsins með manni sem kann að hlusta
- verða vitni að pönnukökubakstri með tilþrifum og uppílofthendingum
- finna að ég er elskuð eins og ég er, af því að ég er eins og ég er
- þurfa ekki alltaf að elda sjálf og ganga frá
- hafa karlmannsbelg að kúra hjá
- sjá mann tækla snúrur, tæknidót og erfiðar umbúðir með þolinmæði og yfirvegun
- fá kaffi í rúmið
- sameina búslóðir, rugla saman reytum
- sjá karlmann munda hamar, sleif, borvél, sög, hvítlaukspressu og sláttuvél með fádæma lagni
- hafa snilldarkokk á heimilinu
mánudagur, júní 02, 2008
Tíminn starir stafrænn og hljóður á mig
Gamlar klukkur eru háværar. Þegar amma var ung minnti tíminn á sig með tikki, takki og dingdongi, rrringrrringi eða jafnvel gauki sem skreið út úr holu sinni og galaði sem óður væri. Í klukkum voru úrverk, tannhjól, skífur og skrúfur og maður þurfti að trekkja upp, eða toga í keðju til að halda áfram að heyra tímann líða. Og hann leið, lokaður inni í húsi, líkt og fugl í búri.
Nú til dags er tíminn þöglar blikkandi tölur sem hvarvetna blasa við, á símanum og ofninum, í tölvunni, bílnum og gvuðmávitahvar. Tíminn er sloppinn úr verkinu og gengur laus.
Hvert er ég að fara með þessu? Hef ekki grænan grun, finnst bara gamla fallega klukkan sem nýkomin er í stofuna mína óþarflega hávær og hún fékk mig til að hugsa um tímann, en ég vil ekki hugsa um tímann. Tíminn er geisp og klukkan er núið.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)