miðvikudagur, október 31, 2007

Ertu kúla í klikkuðum haus?

Í dag er ég í slitróttu skapi, einhver í kúluspili í hausnum á mér. Hugsanir þjóta um á harðaspani, PING, KRASS, BONG. Verið nú kúlur um stund:
  1. Bændur fá síður krabbamein en við hin. Gott, þeir eru víst á agalega lélegu kaupi. PING
  2. Tunglið var svo stórt og fallegt á sunnudaginn - ég horfði lengi á það og langaði að klappa því. PONG
  3. Ótrúlega er mikill munur á því hvernig manni líður með fólki. Sumir dilla manni og umvefja góðri orku, aðrir eru gaddaskötur og stinga mann með eiturbroddum. Sumir eru fiskar úr fimmtu vídd og þeir synda bara gegnum mann. DONG
  4. Skoðaði þessa umdeildu bók um 10 litla negrastráka í gær og verð að segja að mér finnst hún ljót. Á ekki annað orð betra til að lýsa henni. DING
  5. Frétt á forsíðu 24 stunda í gær. Maður dæmdur fyrir kynmök við reiðhjól. Á hótelherbergi. Í Danmörku. Og lásinn er.... BONG
  6. Nafnleysi ýtir undir aumingjaskap og bleyðuhátt hjá fólki. Leiðist þegar menn geta ekki gengist við verkum sínum (og þá meina ég skítverkum). KRASS
  7. Alltaf er ég jafn fegin þegar ég uppgötva að húð er ekki vatnsuppleysanleg. BÆNG
Og nú ætla ég að elda löngu.

Engin ummæli: