mánudagur, október 01, 2007

Greiði lík

Var að ræða við vin minn sem missti aldraðan föður sinn fyrir nokkrum vikum. Gamli maðurinn varð bráðkvaddur heima hjá sér. Skömmu eftir andlátið barst reikningur þangað frá heilsugæslunni.

Þar var rukkað fyrir dánarvottorði. Reikningurinn stílaður á pabba hans. Sem var dáinn. Samkvæmt dánarvottorðinu.

Engin ummæli: