þriðjudagur, október 16, 2007

Ég drekk úr dal táranna og dansa á þyrnum gula hellustígsins

Vinnan mín. Líf mitt.

Sjúklingur1: Ertu hreif Elísabet?
Elísabet: Meinarðu full?
Sjúklingur1: Já.
Sjúklingur2: Nei, henni finnst bara svona gaman í vinnunni.
Elísabet: Í dag er ég edrú, aldrei þessu vant.

Vinnufélagi1: Er hann alki?
Vinnufélagi2: Nei, bíddu, er hann ekki óvirkur alki?
Baun: Nei, nei, hann er virkur óalki.

Svo vil ég deila því með ykkur að ég á glænýjan bleikan samlokusíma. Hann er mjög fallegur en ég kann ekki að slökkva á vekjaranum í honum og byrja því hvern dag á tæknilegum erfiðleikum. Svo sturta. Svo morgunmatur. Svo vinnan. Mörg svo í lífi mínu. Vonandi verður svo lengi enn.

Engin ummæli: