mánudagur, október 08, 2007

Edinborg slær við Eden (í Hveragerði)

Edinborg, Edinborg, Edinborg. Elsk´ana. Ferð okkar húsmæðra af kópvískum ættum lukkaðist fádæma vel, mannlíf blómstraði og menning efldist hvar sem við drápum niður fæti. Dúfur flissuðu, löggur slógu sér á lær og götuvitar glottu í kampinn.

Fátt er skemmtilegra en að sitja uppi í rúmi á nærbuxunum, með rauðvín í vatnsglasi og horfa á vinkonurnar máta nýkeypt föt (næstum orðrétt tilvitnun í Regínu). Ó, já.

Engin ummæli: