Getur einhver sagt mér af hverju (sumir) hundaeigendur á höfuðborgarsvæðinu setja skít samviskusamlega í plastpoka en skilja svo eftir á víðavangi? Hví eru þeir að verja kúkinn fyrir náttúruöflunum? Makalaust að rekast á alla þessa blaktandi saurpoka við göngustíga.
Hvað gera hestamenn? Pakka þeir hrossaskítnum í stóra svarta ruslapoka?
Þetta eru trúlega ekki hugleiðingar við hæfi á föstudaginn langa. Lífið er fleira en úrgangur.
Gleðilega páska:-)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli