sunnudagur, apríl 22, 2007

Geðfelldni

Það ætti að banna, segi og skrifa banna, myndir eins og The Holiday. Hún er skemmtileg, o sei sei, en það er ekki til svona fólk.


Kjáni get ég verið , auðvitað er endalaust verið að gera myndir um eitthvað sem ekki er til; Batman, geimskip, talandi svín, fólk sem vaknar fallegt, jólasveininn, ofurnjósnara, marsbúa og konur sem eru óaðfinnanlega snyrtar hvað sem á dynur (og verða ekki einu sinni rjóðar í framan eftir villt ástaratlot).

Engin ummæli: