föstudagur, apríl 20, 2007

Máttarkennd og ungæðisleg þæging

Kannast lesendur við þessi orð?

heyrð
freðflautir
fregnmiði
eiraldin
trölleðla
starffæri
húsneyti
raufarbulla
kinrok
ofsjálfgun

Var að gramsa í gömlubókunum mínum og fann eina frá 1953 um nýyrði (Dr. Sveinn Bergsveinsson tók saman). Í formála bókarinnar segir m.a. "Margs konar vélar, er áður voru ókunnar, eru nú notaðar til iðnaðar og vinnuléttis, notkun rafmagns, flugvéla og nýrra farartækja hefur farið mjög í vöxt og margt annað mætti nefna."

Í þessu ágæta riti er urmull orða sem við öll þekkjum og teljast vart til nýyrða lengur, t.d. strokkur, vísitala, þroskabraut, jákvæður, áætlun og fallhlíf. En þið eruð ansi nösk ef þið getið sagt mér hvað breiðletruðu orðin hér að ofan þýða. Viljið þið reyna?

Engin ummæli: