þriðjudagur, apríl 24, 2007

Hróabaun

Reifaði það við yfirmann minn í dag hvort við ættum að taka upp Hjallastefnuna á vinnustaðnum. Hún (yfirmaðurinn) tók ekkert illa í það.
Hugsanlega yrðum við konurnar nokkrum hrífandi golf- og veiðisögum fátækari...en, oh well. Eggin og ommelettan og allt það.
Annars er það helst að frétta að ég legg brátt í langferð. Hef mælt mér mót við bogfiman þjóf í Nottinghamskíri. Hann ætlar að sýna mér hvernig maður heldur kúlinu í grænum sokkabuxum.

Engin ummæli: