mánudagur, apríl 23, 2007

Fennir í spor

Hann var búttaður, glaðvær og kotroskinn. Lélegur dansari en dansaði þó. Jeltsín er dauður.

Og á leiðinni heim úr vinnunni sá ég að það er verið að rífa gamla Sigtún, en þaðan á ég margar minningar. Flestar slæmar, brennivínslegnar og misglöggar. Svindlaði mér inn á fölsuðum passa í denn. Var svo stressuð eitt sinn að ég gat ekki sagt fituhlunkinum dyraverðinum hvaða ár ég væri fædd (get ekki hugsað undir álagi, er ömurlegur lygari). Var hent harkalega út í snjóinn. Bölvaður kjáni sem ég var.
Já, sumt er rifið, annað brennur.
Það er allt svo fokking hverfult.

Engin ummæli: