Ástand atvinnumála hlýtur að vera hrein hörmung þar sem hugmyndum eins og strútseldi, krókódílarækt og endalausum álverum er tekið fagnandi. En olíuhreinsistöð - á Vestfjörðum? Er einhver hugmynd of fjarstæðukennd (eða ógeðfelld)? Hvað verður landsbyggðinni boðið næst? Setja upp útrýmingarbúðir fyrir fanga á dauðadeild í BNA?
Vafalaust opinberar þetta fávísi mína, en er virkilega ekkert gáfulegra sem við Íslendingar getum gert í atvinnumálum?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli