þriðjudagur, apríl 17, 2007

Að "skapa" störf, hvað sem það kostar

Ástand atvinnumála hlýtur að vera hrein hörmung þar sem hugmyndum eins og strútseldi, krókódílarækt og endalausum álverum er tekið fagnandi. En olíuhreinsistöð - á Vestfjörðum? Er einhver hugmynd of fjarstæðukennd (eða ógeðfelld)? Hvað verður landsbyggðinni boðið næst? Setja upp útrýmingarbúðir fyrir fanga á dauðadeild í BNA?

Vafalaust opinberar þetta fávísi mína, en er virkilega ekkert gáfulegra sem við Íslendingar getum gert í atvinnumálum?

Engin ummæli: