heyrð = hljómburður
freðflautir = rjómaís
fregnmiði = dreifimiði
eiraldin = apríkósa
trölleðla = risaeðla
starffæri = líffæri
húsneyti = stórfjölskylda
raufarbulla = stimpill (í vél)
kinrok = reykjarsalli
ofsjálfgun = mikilmennskuæði
máttarkennd = sjálfskennd
ungæðisleg þæging = "infantile regression"
Þar hafið þið það. Afskaplega mörg skemmtileg orð í þessu nýyrðariti. Ekki er alltaf svo í bókum.
Af þeim sem komu með tilgátur um merkingu orðanna, stóð Hildigunnur sig best, hún fékk þrjú stig og Hugskot tvö. Ungfrú G og Guðrún komu með afar áhugaverðar vangaveltur og má segja að Ungfrú G hafi verið hársbreidd frá stigi fyrir að segja "ofsjálfgun" vera "sjálfshrifningu". Gunnar Hrafn fær gula spjaldið fyrir að fletta upp í orðabók.
Þakka þeim sem hlýddu. Góðar stundir.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli