þriðjudagur, apríl 10, 2007

Af liprum kúm og lúnum tígrisdýrum

Að gúggla getur verið góð skemmtun. Stundum athuga ég hvaða leitarorð urðu til þess að fólk lenti á síðunni minni, oftast fyrir misgáning. Minnisstæðust eru mér leitarorðin leiðbeiningarstöð húsmæðra, buffuð, lipra olof, kýr og hjálpartæki ástarlífsins.

Ýmsar leiðir liggja til baunar.

Held annars að andi minn sé tígrisdýr en skrokkurinn dverghamstur. Var að koma úr badminton. Gæti ég hamið keppnisskapið, væri ég ekki svona kúguppgefin. Get varla hreyft hendurnar, pikka þessa færslu með nefinu.

Legg ekki meira á ykkur.

Engin ummæli: