Er a lifi. Buin ad lenda i morgum aevintyrum, segi betur fra thvi seinna. Get tho sagt ykkur thetta skuldlaust:
Marmite er mesti vidbjodur sem jeg hef smakkad.
Black pudding er i odru saeti.
Bakadar baunir i morgunmat eru slaem byrjun a deginum.
Thad eina sem vakti mig a fyrirlestri i fyrradag var ad jeg ropadi upp ansjosum.
Er i yndislegum felagsskap i London og elska lifid. Legg ekki meira a ykkur ad sinni.
laugardagur, apríl 28, 2007
miðvikudagur, apríl 25, 2007
Nýjustu fréttir frá Nottingham
- Tölva baunar tók frekjukast í Leifsstöð, það birtist óskiljanlegt bull á skjánum og svo var eins og hún ætlaði að ræsast eðlilega og svo kom aftur bullið (stafir og tölustafir á bláum grunni) og svona gekk þetta á víxl þar til ég lokaði tölvunni og bældi vondar tilfinningar með kvíðahnút í maga. Illt að vera tölvulaus á ráðstefnu í úglöndum og eiga eftir að vinna í erindi sem flytja á fyrir alls kyns fræðingaspírur.
- Næst þegar ég reyndi að kveikja á tölvunni kom ekkert. Núll. Nada. Svart.
- Á Heathrow keypti ég aðlagara (adaptor - hvað í fj. kallast slíkur gripur?) að bresku rafurmagni.
- Leigari, langferðabifreið, flugvél, langferðabifreið, leigari - ferðalagið til Nottingham tók 14 tíma með töfum, bið og þrammi.
- Hótelið er ljómandi fínt, það gladdi baun sérstaklega að brett var í oddalag upp á klósettpappírinn til að hlífa gestum við örvæntingarfullri leit að byrjun rúllunnar.
- Aðlagarinn kom, sá og sigraði. Um leið og tölvan komst í breska sambandið læknaðist hún eins og fyrir kraftaverk.
- Ég er netfíkill. Borgaði 15 pund fyrir að hafa netsamband í sólarhring, en það er reyndar afar hentugt að geta hangið í tölvunni uppi á hótelherbergi.
- Hrói biður að heilsa. Ég er algjörlega sammála Siggu kviku um að karlmannsleggir séu vanmetnir, ef ekki bara vannýtt auðlind.
- Clint er í sjónvarpinu mínu. Ætla að horfa á hann sottla stund og ímynda mér hann í grænum sokkabuxum, hei, á morgun ætla ég að ímynda mér þannig alla karlmenn sem ég hitti. Í grænum sokkabuxum.
þriðjudagur, apríl 24, 2007
Hróabaun
Reifaði það við yfirmann minn í dag hvort við ættum að taka upp Hjallastefnuna á vinnustaðnum. Hún (yfirmaðurinn) tók ekkert illa í það.
Hugsanlega yrðum við konurnar nokkrum hrífandi golf- og veiðisögum fátækari...en, oh well. Eggin og ommelettan og allt það.
Annars er það helst að frétta að ég legg brátt í langferð. Hef mælt mér mót við bogfiman þjóf í Nottinghamskíri. Hann ætlar að sýna mér hvernig maður heldur kúlinu í grænum sokkabuxum.
mánudagur, apríl 23, 2007
Fennir í spor
Hann var búttaður, glaðvær og kotroskinn. Lélegur dansari en dansaði þó. Jeltsín er dauður.
Og á leiðinni heim úr vinnunni sá ég að það er verið að rífa gamla Sigtún, en þaðan á ég margar minningar. Flestar slæmar, brennivínslegnar og misglöggar. Svindlaði mér inn á fölsuðum passa í denn. Var svo stressuð eitt sinn að ég gat ekki sagt fituhlunkinum dyraverðinum hvaða ár ég væri fædd (get ekki hugsað undir álagi, er ömurlegur lygari). Var hent harkalega út í snjóinn. Bölvaður kjáni sem ég var.
Já, sumt er rifið, annað brennur.
Það er allt svo fokking hverfult.
sunnudagur, apríl 22, 2007
Geðfelldni
Það ætti að banna, segi og skrifa banna, myndir eins og The Holiday. Hún er skemmtileg, o sei sei, en það er ekki til svona fólk.
Kjáni get ég verið , auðvitað er endalaust verið að gera myndir um eitthvað sem ekki er til; Batman, geimskip, talandi svín, fólk sem vaknar fallegt, jólasveininn, ofurnjósnara, marsbúa og konur sem eru óaðfinnanlega snyrtar hvað sem á dynur (og verða ekki einu sinni rjóðar í framan eftir villt ástaratlot).
Kjáni get ég verið , auðvitað er endalaust verið að gera myndir um eitthvað sem ekki er til; Batman, geimskip, talandi svín, fólk sem vaknar fallegt, jólasveininn, ofurnjósnara, marsbúa og konur sem eru óaðfinnanlega snyrtar hvað sem á dynur (og verða ekki einu sinni rjóðar í framan eftir villt ástaratlot).
laugardagur, apríl 21, 2007
Freðflautir í brauðformi...með dýfu
heyrð = hljómburður
freðflautir = rjómaís
fregnmiði = dreifimiði
eiraldin = apríkósa
trölleðla = risaeðla
starffæri = líffæri
húsneyti = stórfjölskylda
raufarbulla = stimpill (í vél)
kinrok = reykjarsalli
ofsjálfgun = mikilmennskuæði
máttarkennd = sjálfskennd
ungæðisleg þæging = "infantile regression"
Þar hafið þið það. Afskaplega mörg skemmtileg orð í þessu nýyrðariti. Ekki er alltaf svo í bókum.
Af þeim sem komu með tilgátur um merkingu orðanna, stóð Hildigunnur sig best, hún fékk þrjú stig og Hugskot tvö. Ungfrú G og Guðrún komu með afar áhugaverðar vangaveltur og má segja að Ungfrú G hafi verið hársbreidd frá stigi fyrir að segja "ofsjálfgun" vera "sjálfshrifningu". Gunnar Hrafn fær gula spjaldið fyrir að fletta upp í orðabók.
Þakka þeim sem hlýddu. Góðar stundir.
freðflautir = rjómaís
fregnmiði = dreifimiði
eiraldin = apríkósa
trölleðla = risaeðla
starffæri = líffæri
húsneyti = stórfjölskylda
raufarbulla = stimpill (í vél)
kinrok = reykjarsalli
ofsjálfgun = mikilmennskuæði
máttarkennd = sjálfskennd
ungæðisleg þæging = "infantile regression"
Þar hafið þið það. Afskaplega mörg skemmtileg orð í þessu nýyrðariti. Ekki er alltaf svo í bókum.
Af þeim sem komu með tilgátur um merkingu orðanna, stóð Hildigunnur sig best, hún fékk þrjú stig og Hugskot tvö. Ungfrú G og Guðrún komu með afar áhugaverðar vangaveltur og má segja að Ungfrú G hafi verið hársbreidd frá stigi fyrir að segja "ofsjálfgun" vera "sjálfshrifningu". Gunnar Hrafn fær gula spjaldið fyrir að fletta upp í orðabók.
Þakka þeim sem hlýddu. Góðar stundir.
föstudagur, apríl 20, 2007
Máttarkennd og ungæðisleg þæging
Kannast lesendur við þessi orð?
heyrð
freðflautir
fregnmiði
eiraldin
trölleðla
starffæri
húsneyti
raufarbulla
kinrok
ofsjálfgun
Var að gramsa í gömlubókunum mínum og fann eina frá 1953 um nýyrði (Dr. Sveinn Bergsveinsson tók saman). Í formála bókarinnar segir m.a. "Margs konar vélar, er áður voru ókunnar, eru nú notaðar til iðnaðar og vinnuléttis, notkun rafmagns, flugvéla og nýrra farartækja hefur farið mjög í vöxt og margt annað mætti nefna."
Í þessu ágæta riti er urmull orða sem við öll þekkjum og teljast vart til nýyrða lengur, t.d. strokkur, vísitala, þroskabraut, jákvæður, áætlun og fallhlíf. En þið eruð ansi nösk ef þið getið sagt mér hvað breiðletruðu orðin hér að ofan þýða. Viljið þið reyna?
heyrð
freðflautir
fregnmiði
eiraldin
trölleðla
starffæri
húsneyti
raufarbulla
kinrok
ofsjálfgun
Var að gramsa í gömlubókunum mínum og fann eina frá 1953 um nýyrði (Dr. Sveinn Bergsveinsson tók saman). Í formála bókarinnar segir m.a. "Margs konar vélar, er áður voru ókunnar, eru nú notaðar til iðnaðar og vinnuléttis, notkun rafmagns, flugvéla og nýrra farartækja hefur farið mjög í vöxt og margt annað mætti nefna."
Í þessu ágæta riti er urmull orða sem við öll þekkjum og teljast vart til nýyrða lengur, t.d. strokkur, vísitala, þroskabraut, jákvæður, áætlun og fallhlíf. En þið eruð ansi nösk ef þið getið sagt mér hvað breiðletruðu orðin hér að ofan þýða. Viljið þið reyna?
fimmtudagur, apríl 19, 2007
Sumar í hjartanu, sálinni og nösunum
þriðjudagur, apríl 17, 2007
Að "skapa" störf, hvað sem það kostar
Ástand atvinnumála hlýtur að vera hrein hörmung þar sem hugmyndum eins og strútseldi, krókódílarækt og endalausum álverum er tekið fagnandi. En olíuhreinsistöð - á Vestfjörðum? Er einhver hugmynd of fjarstæðukennd (eða ógeðfelld)? Hvað verður landsbyggðinni boðið næst? Setja upp útrýmingarbúðir fyrir fanga á dauðadeild í BNA?
Vafalaust opinberar þetta fávísi mína, en er virkilega ekkert gáfulegra sem við Íslendingar getum gert í atvinnumálum?
Vafalaust opinberar þetta fávísi mína, en er virkilega ekkert gáfulegra sem við Íslendingar getum gert í atvinnumálum?
mánudagur, apríl 16, 2007
Þessi speki kemst fyrir í einni baun
Prinsessan mælir með:
- trönuberjasafa
- því að kinka kolli framan í leiðinlegt fólk, brosa og dúmpa létt með vísifingri á nefið (þitt eigið)
- tónlistinni úr söngleiknum Jesus Christ Superstar (ensku útgáfunni)
- jákvæðni
- fölu og intressant fólki
- því að drekka gott kaffi eða sleppa því ella
- ipod í eyrun við tiltekt og gönguferðir
- munninum
- því að horfa út fyrir túngarðinn af og til
- góðsemi, umburðarlyndi, ást og friði
Baunaprinsessan mælir líka með myndinni hans Gvendarbrunns, Tímamót, búin að sjá úr henni snilldarbrot og stefnan tekin á myndina í heild í vikunni. Elskurnar mínar, munum að gleðjast yfir hinu smáa og ekki taka öllu sem fyrir ber sem sjálfsögðum hlut. Brosum framan í lífið.
laugardagur, apríl 14, 2007
Ekki N1?
Hvað eru menn að pæla þegar þeir skíra litlu sætu samsteypuna sína N1?
Olíufurstarnir og bílakallarnir útskýra það svona: Nafnið N1 vísar til þess að við stefnum sífellt lengra og setjum viðskiptavininn og þarfir hans ávallt í fyrsta sæti.
Já, margt geta þeir lesið út úr einum bókstaf og einum tölustaf. Ég les bara "n-einn" eða "n-eitt". Þá get ég sagt "ekki N1 (neitt)" eða "ætla ekki að kaupa bensín hjá N1 (neinum)".
Sá annars þessa ágætu fyrirsögn í Fréttablaðinu í dag "Abbas segir að hann sé á lífi." Hugsanlega flokkast það undir vandaða blaðamennsku að spyrja þessarar hárbeittu spurningar, "ertu á lífi?" og síðan væntanlega "má ég hafa það eftir þér?".
Olíufurstarnir og bílakallarnir útskýra það svona: Nafnið N1 vísar til þess að við stefnum sífellt lengra og setjum viðskiptavininn og þarfir hans ávallt í fyrsta sæti.
Já, margt geta þeir lesið út úr einum bókstaf og einum tölustaf. Ég les bara "n-einn" eða "n-eitt". Þá get ég sagt "ekki N1 (neitt)" eða "ætla ekki að kaupa bensín hjá N1 (neinum)".
Sá annars þessa ágætu fyrirsögn í Fréttablaðinu í dag "Abbas segir að hann sé á lífi." Hugsanlega flokkast það undir vandaða blaðamennsku að spyrja þessarar hárbeittu spurningar, "ertu á lífi?" og síðan væntanlega "má ég hafa það eftir þér?".
miðvikudagur, apríl 11, 2007
Gjörið svo vel, eitt atkvæði hér
Er alvöruþrungin yfir þegnskyldu minni þessa dagana og horfi því á stjórnmálamenn sitja fyrir svörum. Hef þjáðst með þeim í þessum óþægilegu stólum - það fer fáum vel að sitja berskjaldaðir fyrir miskunnarlausum sjónvarpskamerum í beinni útsendingu. Af hverju fá menn ekki borð, púlt eða nautgrip til að skýla sér bakvið? Þetta er hreint grimmdarlegt, maður fer að spá í hvað sumir eru lappalangir, aðrir búkstuttir (stundum sama fólkið), aðrir svo kubbslegir, með lítinn haus, þóttalegt (eða flóttalegt) yfirbragð, bjánalega kippi í kroppnum og einn og einn virðist hreint eins og óvelkominn gestur í sínu úthlutaða hylki.
Ég reyni að hlusta á hvað þeir eru að segja blessaðir stjórnmálamennirnir. Alveg satt. Og mun taka afstöðu á málefnalegum grunni, óháð kyni, aldri, nefstærð, þjóðerni maka, háralit, trúarskoðun, tannstatus, útliti og holdafari leiðtoga og leiðtogaefna þjóðarinnar.
Geng óbundin til kosninga.
Ég reyni að hlusta á hvað þeir eru að segja blessaðir stjórnmálamennirnir. Alveg satt. Og mun taka afstöðu á málefnalegum grunni, óháð kyni, aldri, nefstærð, þjóðerni maka, háralit, trúarskoðun, tannstatus, útliti og holdafari leiðtoga og leiðtogaefna þjóðarinnar.
Geng óbundin til kosninga.
þriðjudagur, apríl 10, 2007
Af liprum kúm og lúnum tígrisdýrum
Að gúggla getur verið góð skemmtun. Stundum athuga ég hvaða leitarorð urðu til þess að fólk lenti á síðunni minni, oftast fyrir misgáning. Minnisstæðust eru mér leitarorðin leiðbeiningarstöð húsmæðra, buffuð, lipra olof, kýr og hjálpartæki ástarlífsins.
Ýmsar leiðir liggja til baunar.
Held annars að andi minn sé tígrisdýr en skrokkurinn dverghamstur. Var að koma úr badminton. Gæti ég hamið keppnisskapið, væri ég ekki svona kúguppgefin. Get varla hreyft hendurnar, pikka þessa færslu með nefinu.
Legg ekki meira á ykkur.
Ýmsar leiðir liggja til baunar.
Held annars að andi minn sé tígrisdýr en skrokkurinn dverghamstur. Var að koma úr badminton. Gæti ég hamið keppnisskapið, væri ég ekki svona kúguppgefin. Get varla hreyft hendurnar, pikka þessa færslu með nefinu.
Legg ekki meira á ykkur.
mánudagur, apríl 09, 2007
Sjúkdómsgreiningar eftir helgina.
Súkkulaðisvimi.
Kjötóeirð.
Kaffiröskun.
Gotterís von Hellingur heilkenni.
Barflæði.
Skjábólga, tv stofn.
Ætla að fá mér kálblað og svo út að labba í skóginum. Vona að úlfurinn finni mig. Skal hlæja upp í opið (ó)geðið á honum.
Kjötóeirð.
Kaffiröskun.
Gotterís von Hellingur heilkenni.
Barflæði.
Skjábólga, tv stofn.
Ætla að fá mér kálblað og svo út að labba í skóginum. Vona að úlfurinn finni mig. Skal hlæja upp í opið (ó)geðið á honum.
laugardagur, apríl 07, 2007
Fugl dagsins er hvítskúraður engill
Fugl gærdagsins var þuslóa.
Fugl dagsins er samviskutittlingur.
Fugl morgundagsins er misfeitur gulur pípuhreinsari með svört lítil augu, gogg og appelsínugula samfasta fætur. Þið vitið hvað ég meina, made in Taiwan.
Er að lesa fína bók, hún heitir Krosstré, eftir Jón Hall Stefánsson. Einnig hef ég verið að horfa (fram á rauða nótt) á býsna skemmtilega þætti sem heita ROME.
Hallast að því að tilfinningaróf mannskepnunnar sé markað minni fjölbreytni en ýmsir aðrir eiginleikar hennar, t.d. útlit og vitræn færni, og hafi lítt breyst frá því við duttum niður úr trjánum.
Fugl dagsins er samviskutittlingur.
Fugl morgundagsins er misfeitur gulur pípuhreinsari með svört lítil augu, gogg og appelsínugula samfasta fætur. Þið vitið hvað ég meina, made in Taiwan.
Er að lesa fína bók, hún heitir Krosstré, eftir Jón Hall Stefánsson. Einnig hef ég verið að horfa (fram á rauða nótt) á býsna skemmtilega þætti sem heita ROME.
Hallast að því að tilfinningaróf mannskepnunnar sé markað minni fjölbreytni en ýmsir aðrir eiginleikar hennar, t.d. útlit og vitræn færni, og hafi lítt breyst frá því við duttum niður úr trjánum.
föstudagur, apríl 06, 2007
Varðveisla saurs
Getur einhver sagt mér af hverju (sumir) hundaeigendur á höfuðborgarsvæðinu setja skít samviskusamlega í plastpoka en skilja svo eftir á víðavangi? Hví eru þeir að verja kúkinn fyrir náttúruöflunum? Makalaust að rekast á alla þessa blaktandi saurpoka við göngustíga.
Hvað gera hestamenn? Pakka þeir hrossaskítnum í stóra svarta ruslapoka?
Þetta eru trúlega ekki hugleiðingar við hæfi á föstudaginn langa. Lífið er fleira en úrgangur.
Gleðilega páska:-)
Hvað gera hestamenn? Pakka þeir hrossaskítnum í stóra svarta ruslapoka?
Þetta eru trúlega ekki hugleiðingar við hæfi á föstudaginn langa. Lífið er fleira en úrgangur.
Gleðilega páska:-)
miðvikudagur, apríl 04, 2007
Selvklebende konvolutter með vindu*
Eins og mér finnst nú gaman að fara inn í Europris og þaðan út með fulla körfu af óþarfa þá sárnar mér þegar óþarfinn reynist gagnslaus. Lenti í þessu um daginn, vantaði umslög og keypti hótelpakkningu af GLUGGAUMSLÖGUM. Fyrir vangá. Hvað gerir venjuleg kona eins og ég við gluggaumslög?
Tillögur óskast. Dettur ekkert í hug nema kannski....
a. stofna innheimtuþjónustu
b. senda mömmu reikning fyrir að hafa borðað appelsínubörk með mig í móðurkviði, gömlum kærasta reikning fyrir að hlaupa á eftir brennivínsflösku í staðinn fyrir að grípa mig, systur minni fyrir að hafa verið sætari en ég, stóra bróður fyrir að stríða mér, IKEA fyrir að hafa flutt út í rassgat, Framsóknarflokknum fyrir að vera eins og hann er.....
c. búa til skúlptúr úr gluggaumslögunum, gæti kallast "þetta listaverk er án endurgjalds"
d. setja myndir af exótískum stöðum bak við hvern glugga og veggfóðra herbergið mitt með umslögunum...hlýtur að vera næsti bær við að ferðast að geta séð hvítar strandlengjur eða þykkan regnskóg út um gluggann.
*þetta þýðir "gluggaumslög" á útlensku
Tillögur óskast. Dettur ekkert í hug nema kannski....
a. stofna innheimtuþjónustu
b. senda mömmu reikning fyrir að hafa borðað appelsínubörk með mig í móðurkviði, gömlum kærasta reikning fyrir að hlaupa á eftir brennivínsflösku í staðinn fyrir að grípa mig, systur minni fyrir að hafa verið sætari en ég, stóra bróður fyrir að stríða mér, IKEA fyrir að hafa flutt út í rassgat, Framsóknarflokknum fyrir að vera eins og hann er.....
c. búa til skúlptúr úr gluggaumslögunum, gæti kallast "þetta listaverk er án endurgjalds"
d. setja myndir af exótískum stöðum bak við hvern glugga og veggfóðra herbergið mitt með umslögunum...hlýtur að vera næsti bær við að ferðast að geta séð hvítar strandlengjur eða þykkan regnskóg út um gluggann.
*þetta þýðir "gluggaumslög" á útlensku
þriðjudagur, apríl 03, 2007
Bíddu róleg, vertu seig, þetta kemur
"Ég vil ekki eldast svona hratt", sagði konan og stundi þungan.
"Get lækkað í ofninum", sagði maðurinn, "óþarfi að vera með stillt á grillið".
"Þú ert svo góður við mig, elskan, hversu heppin getur ein konukind verið?"
"Get lækkað í ofninum", sagði maðurinn, "óþarfi að vera með stillt á grillið".
"Þú ert svo góður við mig, elskan, hversu heppin getur ein konukind verið?"
sunnudagur, apríl 01, 2007
Álfpappír og aprílgöbb
Allir ljúga en það skiptir ekki máli, því enginn hlustar. Las þetta einhvers staðar og læt það flakka í tilefni dagsins.
Ánægjulegt annars að það var ekki aprílgabb að Gaflarar kusu greindarlega í gær. Risastór álver eiga ekki heima í næsta húsi við lítil börn með skólatöskur á bakinu.
Legg til að Hafnfirðingar stofni álfver, enda bærinn rómaður fyrir blómlega álfabyggð. Kannski þeir geti framleitt álfpappír?
Ánægjulegt annars að það var ekki aprílgabb að Gaflarar kusu greindarlega í gær. Risastór álver eiga ekki heima í næsta húsi við lítil börn með skólatöskur á bakinu.
Legg til að Hafnfirðingar stofni álfver, enda bærinn rómaður fyrir blómlega álfabyggð. Kannski þeir geti framleitt álfpappír?
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)