laugardagur, mars 31, 2007
Svolítið heimsfrægt fólk
Mér finnst grunsamlega margt heimsfrægt fólk til sem maður veit hvorki haus né sporð á. Og hvað er þetta lið að skálkast um á Íslandi? Hver í fjáranum er þessi Josh Groban? Er hann virkilega heimsfrægur og það með þessa klippingu?
Og 100 þúsundasti flettarinn er...
31 Mar 08:12:32194-144-76-29.du.xdsl.is (194.144.76.29) [Label IP Address]betabaun.blogspot.com/No referring link
VISITOR ANALYSIS
Referring Link No referring link
Host Name 194-144-76-29.du.xdsl.is
IP Address 194.144.76.29 [Label IP Address]
Country Iceland
Region Reykjavik
City Reykjavík
ISP Og Vodafone (islandssimi)
Ég skoðaði hallóskuna mína og veit því hugsanlega deili á þessum árrisula flettaðilja. Vill hann gefa sig fram? Eru ip tölur leyndarmál? Má ég birta ip tölu annarra? Fer ég í fangelsi fyrir þetta uppátæki?
Héðinn minn, þú varst númer 99999 (eða alla vega einhver í Danmörku sem kom frá síðunni þinni):o)
VISITOR ANALYSIS
Referring Link No referring link
Host Name 194-144-76-29.du.xdsl.is
IP Address 194.144.76.29 [Label IP Address]
Country Iceland
Region Reykjavik
City Reykjavík
ISP Og Vodafone (islandssimi)
Ég skoðaði hallóskuna mína og veit því hugsanlega deili á þessum árrisula flettaðilja. Vill hann gefa sig fram? Eru ip tölur leyndarmál? Má ég birta ip tölu annarra? Fer ég í fangelsi fyrir þetta uppátæki?
Héðinn minn, þú varst númer 99999 (eða alla vega einhver í Danmörku sem kom frá síðunni þinni):o)
fimmtudagur, mars 29, 2007
Flettur á flettur ofan
Minni á að 100 þúsundasta fletting á síðunni minni er rétt handan við hornið...sem ég skrifa þessi orð er talan 99670...
Annað hvort verður þessi flettari (flettaðili?) þekktur, t.d. einhver sem kommenterar hjá mér endrum og sinnum (og um hann yrki ég ljóð) eða hann verður númer svífandi um í algeiminum. Þá hyggst ég yrkja óðinn um óþekktu ip töluna, tregablandna drápu með hrollköldu ívafi. Er eiginlega í stuði fyrir svoleiðis kveðskap þessa dagana, púkar að narta og djöflar að djöflast í mér. Og þá ég dreg. Treg.
Heyrði annars í útvarpinu í morgun að búið væri að koma á legg hér á landi stefnumótaþjónustu eða makaleitarfyrirtæki eða hvað þið viljið kalla það. Heitir Förunauturinn. Þetta gæti nú veitt Útivist harða samkeppni.
Legg aldeilis ekki meira á ykkur að sinni.
Annað hvort verður þessi flettari (flettaðili?) þekktur, t.d. einhver sem kommenterar hjá mér endrum og sinnum (og um hann yrki ég ljóð) eða hann verður númer svífandi um í algeiminum. Þá hyggst ég yrkja óðinn um óþekktu ip töluna, tregablandna drápu með hrollköldu ívafi. Er eiginlega í stuði fyrir svoleiðis kveðskap þessa dagana, púkar að narta og djöflar að djöflast í mér. Og þá ég dreg. Treg.
Heyrði annars í útvarpinu í morgun að búið væri að koma á legg hér á landi stefnumótaþjónustu eða makaleitarfyrirtæki eða hvað þið viljið kalla það. Heitir Förunauturinn. Þetta gæti nú veitt Útivist harða samkeppni.
Legg aldeilis ekki meira á ykkur að sinni.
Það vex ekki mosi á veltandi baun*
Í gær fann ég lykt af vorinu.
Í gær fór ég á tónleika á Borginni og fylltist fortíðarþrá.
Í fyrradag fannst mér ég vera gömul og sá fullt af hrukkum kringum augun.
Í dag er ég í flottu pilsi og svörtum leðurstígvélum. Í dag er ég pæja sem sveiflar hárinu og hlær.
*takk HT húeverjúar
Í gær fór ég á tónleika á Borginni og fylltist fortíðarþrá.
Í fyrradag fannst mér ég vera gömul og sá fullt af hrukkum kringum augun.
Í dag er ég í flottu pilsi og svörtum leðurstígvélum. Í dag er ég pæja sem sveiflar hárinu og hlær.
*takk HT húeverjúar
þriðjudagur, mars 27, 2007
Grænn grunur
Þegar ég var lítil átti ég til að hlaupa hraðar en fæturnir á mér. Fannst svo gaman að hlaupa, sérstaklega að spana niður grónar brekkur, hraðar hraðar og missa svo fótanna. Detta, hlæja, fara í kollhnís í ilmandi grænu grasinu.
Í dag hlaupa fætur mínir jafnhratt og ég, stundum hraðar. En þeir vita ekkert hvert þeir eru að fara.
Í dag hlaupa fætur mínir jafnhratt og ég, stundum hraðar. En þeir vita ekkert hvert þeir eru að fara.
mánudagur, mars 26, 2007
Lopi og band, þel og tog
sunnudagur, mars 25, 2007
Þrír punktar og nokkrir staðfastir stafir
- Ó, já. Nú er ég búin með skattskýrsluna. Gvuðisélof fyrir það.
- Ekki missa af Epli og eikum hjá Hugleik, sprækasta leikfélagi landsins.
- Styttist í 100 þúsundasta gestinn síðan ég setti upp teljarann...hef ákveðið að veita þeim hinum sama veglega viðurkenningu. Í bundnu máli, ef andinn skyldi koma yfir mig frekar en að vera yfir vötnunum.
laugardagur, mars 24, 2007
fimmtudagur, mars 22, 2007
Víst er þessi vetur æði harður og lítið um óseld bros*
Gamalt hús
Í arni brunnu orð til kaldra kola
og rigningin dansaði útaf þekjunni
Nú sitjum við hjá glugganum og horfum útí kófið
en vonumst ekki framar eftir gesti
Jafnvel vindar sneiða hjá dyrunum
En einstöku sinnum og óvænt
smýgur sársaukinn milli rifjanna
einstöku sinnum verður okkur litið
á kóngulærnar leggja vefi sína
yfir fölleit andlit fyrri stunda
Ari Jósefsson. 1961. Nei. Reykjavík, Helgafell.
Mæli með ljóðabókinni Nei. Þetta er einn af dýrgripunum í ljóðasafninu mínu, enda á ég frumútgáfuna. Ari lést liðlega tvítugur að aldri og er því einn af þeim sem fólk minnist ævinlega sem ungra og efnilegra. Eins og James Dean og Kennedy sem dóu "með allt lífið framundan". Við sem skrimtum eitthvað framyfir fertugt eigum víst ekki kost á að vera efnileg um aldur og ævi.
Og þó. Ég stefni hraðbyri að því að verða efnilegt gamalmenni. Enda samt kannski bara sem ellilegt gamalmenni.
*úr ljóðinu Orðsending eftir Ara Jósefsson.
Í arni brunnu orð til kaldra kola
og rigningin dansaði útaf þekjunni
Nú sitjum við hjá glugganum og horfum útí kófið
en vonumst ekki framar eftir gesti
Jafnvel vindar sneiða hjá dyrunum
En einstöku sinnum og óvænt
smýgur sársaukinn milli rifjanna
einstöku sinnum verður okkur litið
á kóngulærnar leggja vefi sína
yfir fölleit andlit fyrri stunda
Ari Jósefsson. 1961. Nei. Reykjavík, Helgafell.
Mæli með ljóðabókinni Nei. Þetta er einn af dýrgripunum í ljóðasafninu mínu, enda á ég frumútgáfuna. Ari lést liðlega tvítugur að aldri og er því einn af þeim sem fólk minnist ævinlega sem ungra og efnilegra. Eins og James Dean og Kennedy sem dóu "með allt lífið framundan". Við sem skrimtum eitthvað framyfir fertugt eigum víst ekki kost á að vera efnileg um aldur og ævi.
Og þó. Ég stefni hraðbyri að því að verða efnilegt gamalmenni. Enda samt kannski bara sem ellilegt gamalmenni.
*úr ljóðinu Orðsending eftir Ara Jósefsson.
miðvikudagur, mars 21, 2007
Svart er smart
Í kvöld lakkaði ég neglurnar svartar. Það er steitment. Breytt stefna í lífinu.
Ný stefna baunar er í tíu liðum og í henni eru vísanir í köngulær, nýrnahettur, ryðgaða nagla, slý, mannseistu, lifur úr maríuhænu, títuprjóna, tár úr graðfola, bringuhár, trúðsbros, fíflamjólk og ýmislegt fleira sem þið hafið ekki gott af að vita.
Ný stefna baunar er í tíu liðum og í henni eru vísanir í köngulær, nýrnahettur, ryðgaða nagla, slý, mannseistu, lifur úr maríuhænu, títuprjóna, tár úr graðfola, bringuhár, trúðsbros, fíflamjólk og ýmislegt fleira sem þið hafið ekki gott af að vita.
Nothing is certain but death and...
Nú ætla ég að fá að vera rækallans eymingi og gera kyni mínu og háralit skömm til.
Ég kvíði svo fyrir að gera skattskýrsluna að mig klæjar frá hvirfli til ilja. Hef aldrei, endurtek ALDREI gert þetta sjálf. Áhugi minn á fjármálum rúmast í atómi, fjármálavitið í kvarka. Nei, það er öfugt.
Sótti um frest. Gott að geta kviðið aðeins lengur fyrir þessum andskota.
Ég kvíði svo fyrir að gera skattskýrsluna að mig klæjar frá hvirfli til ilja. Hef aldrei, endurtek ALDREI gert þetta sjálf. Áhugi minn á fjármálum rúmast í atómi, fjármálavitið í kvarka. Nei, það er öfugt.
Sótti um frest. Gott að geta kviðið aðeins lengur fyrir þessum andskota.
þriðjudagur, mars 20, 2007
Sturtað niður á Alþingi
Vændishverfi mega rísa, las ég í Blaðinu í dag. Þar segir m.a.: "Alþingi samþykkti um helgina breytingar á lögum sem gera það að verkum að sala á vændi er ekki lengur refsiverð, svo lengi sem hún er ekki til framfærslu."
Má sem sagt ekki fara í Bónus og kaupa mat fyrir peninginn?
Má sem sagt ekki fara í Bónus og kaupa mat fyrir peninginn?
mánudagur, mars 19, 2007
Oft leynist speki í málshætti í páskaeggi
Fékk páskaegg í gær. Í því var málshátturinn: Elskan dregur elsku að sér. Rúna eðalvinkona fékk líka einn góðan: Ekki er skynsamlegt að setja kommu, þar sem á að vera punktur. Málshættir geta verið mögnuð viskukorn.
Blogger er annars að gera mig nett brjálaða, get ekki póstað færslum heima, kemur alltaf villumelding. Veit einhver ráð við þessu?
Blogger er annars að gera mig nett brjálaða, get ekki póstað færslum heima, kemur alltaf villumelding. Veit einhver ráð við þessu?
sunnudagur, mars 18, 2007
Vínrauði boltinn hittir í mark
Í gærkvöld komu til mín afskaplega góðir gestir. Ég er kona sem tekur áskorun af festu og einurð og var því ekki í vafa um meðsmakkara í vínkeðjunni. Hér þurfti að kalla til fagmenn; hjúkrunarfræðing, lyfjafræðing og Einar T., bókmenntaspekúlant og grunnskólanema úr Garðabæ. Allt toppfólk með rómaða, víðförla og gróskumikla bragðlauka.
Húsfreyjubaun var með (kon)fjúsjón þema í matargerð þetta kvöld. Forrétturinn var japanskur, heimagert sushi með ferskum túnfiski á grænu laufi. Með þessu var borið fram vatn og eingöngu töluð japanska.
Aðalrétturinn var ítalskur, osso bucco með risotto og gremolata, uppskrift sem ég fékk hjá gormunum Jóni Lárusi og Hildigunni. Svo kom vínið, já, þetta vín sem heitir nafni sem minnir alla sanna antisportista óþægilega mikið á knattspyrnu. The Footbolt. Og hér á eftir fara athugasemdir gesta minna, fyrst um ilm vínsins og lit:
"Vínber, nei sólber, kannski plómur." "Mjög dökkt." Einar T. (7 ára) stakk nefi sínu ofan í glas og kvað upp þennan úrskurð "þetta minnir mig á epli".
Síðan var hafist tungu við að smakka, þ.e. allir nema ET sem kaus að láta staðar numið í vínsmökkuninni á þessu stigi og einhenti sér í matinn sem honum fannst afar ljúffengur (eins og glögglega má sjá á myndinni).
Tunga lyfjafræðingsins sagði "sterkt, finn alkóhólið", "þungt". Áleit vínið geta passað með ítölskum sveitamat eða kengúrukjöti. Tunga hjúkrunarfræðingsins sagði "finn enga eik" og taldi vínið geta átt þokkalega samleið með ostum. Enn fremur sagði hún, "mjög spennandi vín, ekki súrt en hefur sting". Svo komu athugasemdir um að vínið minnti svolítið á púrtvín, svona sterkt og dökkt.
Vínið batnaði með hverju glasi (og vafalaust hverri flösku). Þegar lyfjafræðingurinn var farinn að tauta um aldehýð og ketóna ákvað ég að gefa honum gott sterkt kaffi.
Í eftirmat voru bökuð epli með marsípani, núggat og hlynsírópi, borið fram með vanilluís. Og meira rauðvín...
Kvöldið flaug hjá eins og vængjaður flókaskór.
Ég skora á G.Pétur fréttamann og formúlutröll að taka við fótbolta(ka)leiknum.
Húsfreyjubaun var með (kon)fjúsjón þema í matargerð þetta kvöld. Forrétturinn var japanskur, heimagert sushi með ferskum túnfiski á grænu laufi. Með þessu var borið fram vatn og eingöngu töluð japanska.
Aðalrétturinn var ítalskur, osso bucco með risotto og gremolata, uppskrift sem ég fékk hjá gormunum Jóni Lárusi og Hildigunni. Svo kom vínið, já, þetta vín sem heitir nafni sem minnir alla sanna antisportista óþægilega mikið á knattspyrnu. The Footbolt. Og hér á eftir fara athugasemdir gesta minna, fyrst um ilm vínsins og lit:
"Vínber, nei sólber, kannski plómur." "Mjög dökkt." Einar T. (7 ára) stakk nefi sínu ofan í glas og kvað upp þennan úrskurð "þetta minnir mig á epli".
Síðan var hafist tungu við að smakka, þ.e. allir nema ET sem kaus að láta staðar numið í vínsmökkuninni á þessu stigi og einhenti sér í matinn sem honum fannst afar ljúffengur (eins og glögglega má sjá á myndinni).
Tunga lyfjafræðingsins sagði "sterkt, finn alkóhólið", "þungt". Áleit vínið geta passað með ítölskum sveitamat eða kengúrukjöti. Tunga hjúkrunarfræðingsins sagði "finn enga eik" og taldi vínið geta átt þokkalega samleið með ostum. Enn fremur sagði hún, "mjög spennandi vín, ekki súrt en hefur sting". Svo komu athugasemdir um að vínið minnti svolítið á púrtvín, svona sterkt og dökkt.
Vínið batnaði með hverju glasi (og vafalaust hverri flösku). Þegar lyfjafræðingurinn var farinn að tauta um aldehýð og ketóna ákvað ég að gefa honum gott sterkt kaffi.
Í eftirmat voru bökuð epli með marsípani, núggat og hlynsírópi, borið fram með vanilluís. Og meira rauðvín...
Kvöldið flaug hjá eins og vængjaður flókaskór.
Ég skora á G.Pétur fréttamann og formúlutröll að taka við fótbolta(ka)leiknum.
föstudagur, mars 16, 2007
Undir frakkanum
Fyrir stuttu birtist á tröppunum heima hjá mér ungur maður í frakka, það snjóaði og mér sýndist ég sjá grilla í ílanga fyrirferð um manninn miðjan. Formálalaust svipti hann upp frakkanum og rétti mér flösku af rauðvíni. Sagði, að nú skyldi ég drekka vín og skrifa um þann fágæta atburð. Besta tilboð sem ég hef fengið. Lengi.
Ætlar einhver á Spaðaball í kvöld?
Ætlar einhver á Spaðaball í kvöld?
miðvikudagur, mars 14, 2007
Reykjavík kallar Kína
Stundum kvarta og kveina bloggarar yfir kvittleysi meintra lesenda. Ekki hún ég. Dettur það ekki í hug, en ein spurning hefur þó brunnið á vörum mínum lengi. Hver les mig í Kína?
Auk þess legg ég til að aðiljum verði útrýmt úr íslensku máli. Heyrði um daginn í útvarpinu talað um "spáaðila". Múhameð spáaðili. Enginn er spáaðili í sínu heimalandi. Spáið í það, aðiljarnir ykkar.
Legg ekki meira á lesaðilja mína.
Auk þess legg ég til að aðiljum verði útrýmt úr íslensku máli. Heyrði um daginn í útvarpinu talað um "spáaðila". Múhameð spáaðili. Enginn er spáaðili í sínu heimalandi. Spáið í það, aðiljarnir ykkar.
Legg ekki meira á lesaðilja mína.
þriðjudagur, mars 13, 2007
Þankamatur...
í boði erlendra gestakokka...
Forréttur:
Assumptions are the termites of relationships.
Henry Winkler, US television actor (1945 - )
Aðalréttur:
Men are confused. They're conflicted. They want a woman who's their intellectual equal, but they're afraid of women like that. They want a woman they can dominate, but then they hate her for being weak. It's an ambivalence that goes back to a man's relationship with his mother. Source of his life, center of his universe, object of both his fear and his love.
Diane Frolov and Andrew Schneider, Northern Exposure, Cicely, 1992
Eftirréttur:
The ultimate test of a relationship is to disagree but hold hands.
Alexander Penney
Forréttur:
Assumptions are the termites of relationships.
Henry Winkler, US television actor (1945 - )
Aðalréttur:
Men are confused. They're conflicted. They want a woman who's their intellectual equal, but they're afraid of women like that. They want a woman they can dominate, but then they hate her for being weak. It's an ambivalence that goes back to a man's relationship with his mother. Source of his life, center of his universe, object of both his fear and his love.
Diane Frolov and Andrew Schneider, Northern Exposure, Cicely, 1992
Eftirréttur:
The ultimate test of a relationship is to disagree but hold hands.
Alexander Penney
Hreint hundakyn....líf
Í dag notaði ég hádegishlé mitt til að horfa á tvo hreinræktaða labradorhunda eðla sig.
We were not impressed.
We were not impressed.
mánudagur, mars 12, 2007
Örlítill hjólbarði, mold og vottur af holræsi
Með tilkomu drullusokks á heimilið jukust vandræði baunar til muna. Eftir að hann hafði hamast á stíflunni (með mig ofaná), minnkaði rennsli í sturtubotni frá því að vera næstum ekkert niður í það að vera öfugt, þ.e. nú rennur brúnt skólp upp þegar maður lætur renna í vaskinn. Og megn holræsafnykur fyllir heimilið.
Þeir sem sáu tengingu við tvo liði síðustu færslu, þ.e. drullusokksleysi mitt og það að ég skuli sofa í miðju rúminu, vaða í villu og svíma.
Annað sem kemur málinu ekkert við - það er búið að skora á mig í vínsmökkun. Reyni því að gyrða upp um mig bragðlaukana og hunsa holræsalyktina.
Þeir sem sáu tengingu við tvo liði síðustu færslu, þ.e. drullusokksleysi mitt og það að ég skuli sofa í miðju rúminu, vaða í villu og svíma.
Annað sem kemur málinu ekkert við - það er búið að skora á mig í vínsmökkun. Reyni því að gyrða upp um mig bragðlaukana og hunsa holræsalyktina.
sunnudagur, mars 11, 2007
Blóm, bakverkur, kúbein og ættartré
Helgin flaug hjá. Gerði svo margt, t.d.
- fór í keilu. Fékk aum 72 stig og grúttapaði auðvitað fyrir sonum mínum. Aldrei verið jafn léleg. Örvhenti snillingurinn minn, hann Hjalti, rúllaði okkur Matta upp.
- umpottaði. Blómunum mínum líður miklu betur núna. Pottþétt betur en mér alla vega, því ég er að drepast í bakinu eftir að burðast með stóra burknann um alla íbúð. Og svo stíflaði ég sturtuna endanlega með mold og laufi. Á engan drullusokk. Hvaða stíflueyðir er bestur?
- uppgötvaði að ég er farin að sofa í miðjunni á rúminu mínu. Skil ekki af hverju ég hef hangið "på sængekanten" þetta 1 1/2 ár síðan ég skildi. Miklu betra að liggja í miðju rúminu og teygja úr sér í allar áttir.
- fór á frábæra tónleika í Neskirkju þar sem Ásta dóttir mín lék einleik á klarinett, verk eftir John Speight, með sinfóníuhljómsveit Tónskóla Sigursveins, undir stjórn Arnar Magnússonar. Ásta stóð sig einstaklega vel og ég var að rifna úr stolti yfir frammistöðu litlu stelpunnar minnar, sem er nú reyndar orðin stór.
- keypti mér stofustáss fyrir 500 krónur. Á Skólavörðustígnum sem er uppáhalds gatan mín.
- fór í Europris, stóð þar innan um eintóma karlmenn og horfði löngunaraugum á öll verkfærin. Eins og þeir. Langar svo í vélsög, þvingu og vinnubekk. Og sporjárn. Og vinkil. Og bílskúr. Og kúbein.
- teiknaði upp fjölskyldutré fyrir syni mína, því þeir eru alltaf að ruglast á ættingjum sínum.
- fór í keilu. Fékk aum 72 stig og grúttapaði auðvitað fyrir sonum mínum. Aldrei verið jafn léleg. Örvhenti snillingurinn minn, hann Hjalti, rúllaði okkur Matta upp.
- umpottaði. Blómunum mínum líður miklu betur núna. Pottþétt betur en mér alla vega, því ég er að drepast í bakinu eftir að burðast með stóra burknann um alla íbúð. Og svo stíflaði ég sturtuna endanlega með mold og laufi. Á engan drullusokk. Hvaða stíflueyðir er bestur?
- uppgötvaði að ég er farin að sofa í miðjunni á rúminu mínu. Skil ekki af hverju ég hef hangið "på sængekanten" þetta 1 1/2 ár síðan ég skildi. Miklu betra að liggja í miðju rúminu og teygja úr sér í allar áttir.
- fór á frábæra tónleika í Neskirkju þar sem Ásta dóttir mín lék einleik á klarinett, verk eftir John Speight, með sinfóníuhljómsveit Tónskóla Sigursveins, undir stjórn Arnar Magnússonar. Ásta stóð sig einstaklega vel og ég var að rifna úr stolti yfir frammistöðu litlu stelpunnar minnar, sem er nú reyndar orðin stór.
- keypti mér stofustáss fyrir 500 krónur. Á Skólavörðustígnum sem er uppáhalds gatan mín.
- fór í Europris, stóð þar innan um eintóma karlmenn og horfði löngunaraugum á öll verkfærin. Eins og þeir. Langar svo í vélsög, þvingu og vinnubekk. Og sporjárn. Og vinkil. Og bílskúr. Og kúbein.
- teiknaði upp fjölskyldutré fyrir syni mína, því þeir eru alltaf að ruglast á ættingjum sínum.
laugardagur, mars 10, 2007
föstudagur, mars 09, 2007
Hættu nú alveg, enn eitt montbloggið!
miðvikudagur, mars 07, 2007
Hver man lyktina af plástrinum og gulbrúna jukkinu sem notað var í berklaprófum?
Sótti nokkra kassa á gamla heimilið. Rótaði í gulnuðum sendibréfum og alls kyns dóti úr grárri forneskju. Tökum örfá dæmi um fortíðarbita baunarinnar...
- Tugir bréfa frá pennavinkonu í Singapore, en við byrjuðum að skrifast á 11 ára gamlar. Í dag sendum við bara jólakort. Á nokkur manneskja pennavini lengur?
- Heilsufarsbókin mín. Þar stendur að ég hafi vegið 3500 g og verið 50 sm löng við fæðingu. Síminn hjá hjúkrunarkonunni sem mamma mátti hafa samband við var 19127.
-Efnisskrá tónleika að Reykjalundi, frá árinu 1973, þar sem ég og nokkrir aðrir nemendur í Tónlistarskóla Kópavogs tróðum upp. Ég spilaði Menúett eftir Pleyel. Hef ekki hugmynd um hvernig sá menúett hljómar, hvað þá að ég kunni að spila hann.
- Fermingarslæðan mín ásamt fermingarmynd. Ljósmyndarinn sendi mig heim eftir að hafa smellt af mér mynd þrisvar sinnum. Sagði að hárið á mér væri "ómögulegt". Ég á því bara þrjár ómögulegar fermingarmyndir af mér. Ósköp sem ég var mjó. Og enn þann dag í dag er ég með "ómögulegt" hár, en þó ekki sama hárið. Fermingarhárið er löngu vaxið upp og út og suður og nýtt komið í staðinn. Hár sprettur (og af sumum dettur).
- Vorpróf frá árinu 1970. Fékk 8,0 í lestri, 5,6 í skrift (blessuð séu ritvinnslukerfi tölvualdar) og 9,9 í kvæðum. Fjarvistardagar 16.
- Tugir bréfa frá pennavinkonu í Singapore, en við byrjuðum að skrifast á 11 ára gamlar. Í dag sendum við bara jólakort. Á nokkur manneskja pennavini lengur?
- Heilsufarsbókin mín. Þar stendur að ég hafi vegið 3500 g og verið 50 sm löng við fæðingu. Síminn hjá hjúkrunarkonunni sem mamma mátti hafa samband við var 19127.
-Efnisskrá tónleika að Reykjalundi, frá árinu 1973, þar sem ég og nokkrir aðrir nemendur í Tónlistarskóla Kópavogs tróðum upp. Ég spilaði Menúett eftir Pleyel. Hef ekki hugmynd um hvernig sá menúett hljómar, hvað þá að ég kunni að spila hann.
- Fermingarslæðan mín ásamt fermingarmynd. Ljósmyndarinn sendi mig heim eftir að hafa smellt af mér mynd þrisvar sinnum. Sagði að hárið á mér væri "ómögulegt". Ég á því bara þrjár ómögulegar fermingarmyndir af mér. Ósköp sem ég var mjó. Og enn þann dag í dag er ég með "ómögulegt" hár, en þó ekki sama hárið. Fermingarhárið er löngu vaxið upp og út og suður og nýtt komið í staðinn. Hár sprettur (og af sumum dettur).
- Vorpróf frá árinu 1970. Fékk 8,0 í lestri, 5,6 í skrift (blessuð séu ritvinnslukerfi tölvualdar) og 9,9 í kvæðum. Fjarvistardagar 16.
mánudagur, mars 05, 2007
Gíslataka, forsaga og uppskrift
Á leiðinni í vinnuna á föstudaginn kom ég við í ESSO. Fyllti tankinn og fór í röð. Þegar kom að því að borga rótaði ég í töskunni eftir veskinu og ágerðist örvænting mín þegar það fannst ekki. Hvolfdi loks úr töskunni á borðið, afgreiðslukonunni og öllum fyrir aftan mig í biðröðinni til ómældrar gleði. "Ég er víst ekki með veskið", sagði ég vesældarlega. Við þetta upphófst nokkurt þóf, en í stuttu máli þá var ég tekin gísl þarna á staðnum, látin bíða við kassann. Eftir björgun.
Forsaga málsins er nauðsynleg til að ná baunarlegu samhengi alheimsins.
Hafði verið í mikilli tímaþröng daginn áður og þurfti að gefa á garðann, allt of sein og miðbarnið að fara á skákæfingu og því enginn tími til að elda. Brá á það ráð að koma við á ónefndum kjúklingabitastað, köllum hann TFK (Trans Fitu Kjúkling). Fór í bílaröðina og hringdi heim. Kom þá í ljós að sá yngsti vildi alls ekki svona kjúkling (smekkmaður sem hann er), en þá var ég pikkföst í þessari röð sem enginn kemst úr nema fuglinn fljúgandi (eða maður verði fyrir þeirri hundaheppni að vera numinn á brott af geimverum). Röðin gekk svo hægt að dauður kjúklingur hefði getað prjónað þrjár lopapeysur á meðan ég beið. Þegar loksins kom að mér að ná í "matinn", er lúguskömmin svo langt fyrir ofan bílinn að illmögulegt er að teygja sig upp nema maður geti tjakkað út á sér vinstri handlegg um 3 metra. Þar sem ég er svo óheppin að vera ekki með akkúrat þann fæðingargalla missti ég pokann í götuna, sópaði í flýti öllu draslinu upp og greip um leið veskið mitt og tróð ofaní plastskjóðuótætið (í staðinn fyrir að setja veskið í TÖSKUNA).
Maturinn sem kostaði mánaðarlaun verkamanns var....æ, hvað skal segja. Ætla að deila með ykkur uppskrift:
TFK salat
1 frottesokkur, hvítur
1 tsk edik
1 gulrót
3 msk majones
1 borðtuska
1 dl nýmjólk
Látið 15 ára pilt fara á tvöfalda knattspyrnuæfingu í sokknum, setjið sokkinn í plastpoka með gulrótinni. Lokið vel. Snýtið ykkur hressilega í borðtuskuna, hellið mjólkinni yfir og setjið í plastpoka. Lokið vel. Geymið pokana á volgum stað í viku. Hellið því næst sokknum, gulrótinni og tuskunni í matvinnsluvél, hakkið gróft. Bætið við majónesi (sem komið er vel fram yfir síðasta söludag), einnig ediki og dassi af því sem þið finnið í niðurfallinu í eldhúsvaskinum. Berið fram með æluskál.
Þetta er forsaga málsins með hliðaruppskrift. En ég stóð sumsé gísltekin á bensínstöð, með fullan tank af óborguðu bensíni. Veskið mitt var a) heima í eldhúsi, b) í öskutunnunni, c) í öskubílnum (tunnurnar eru tæmdar á föstudögum og ég hafði gripið ruslið -í TFK poka - með mér á leiðinni út).
Hvernig fór? Jú, fyrir þetta eina símtal sem ég fékk hringdi ég í góðan vin sem beilaði mig út af bensínstöðinni (blessaður sé hann og allt hans kyn). Veskið fannst síðan heima í eldhúsglugga.
Aldrei kaupi ég aftur TFK.
Forsaga málsins er nauðsynleg til að ná baunarlegu samhengi alheimsins.
Hafði verið í mikilli tímaþröng daginn áður og þurfti að gefa á garðann, allt of sein og miðbarnið að fara á skákæfingu og því enginn tími til að elda. Brá á það ráð að koma við á ónefndum kjúklingabitastað, köllum hann TFK (Trans Fitu Kjúkling). Fór í bílaröðina og hringdi heim. Kom þá í ljós að sá yngsti vildi alls ekki svona kjúkling (smekkmaður sem hann er), en þá var ég pikkföst í þessari röð sem enginn kemst úr nema fuglinn fljúgandi (eða maður verði fyrir þeirri hundaheppni að vera numinn á brott af geimverum). Röðin gekk svo hægt að dauður kjúklingur hefði getað prjónað þrjár lopapeysur á meðan ég beið. Þegar loksins kom að mér að ná í "matinn", er lúguskömmin svo langt fyrir ofan bílinn að illmögulegt er að teygja sig upp nema maður geti tjakkað út á sér vinstri handlegg um 3 metra. Þar sem ég er svo óheppin að vera ekki með akkúrat þann fæðingargalla missti ég pokann í götuna, sópaði í flýti öllu draslinu upp og greip um leið veskið mitt og tróð ofaní plastskjóðuótætið (í staðinn fyrir að setja veskið í TÖSKUNA).
Maturinn sem kostaði mánaðarlaun verkamanns var....æ, hvað skal segja. Ætla að deila með ykkur uppskrift:
TFK salat
1 frottesokkur, hvítur
1 tsk edik
1 gulrót
3 msk majones
1 borðtuska
1 dl nýmjólk
Látið 15 ára pilt fara á tvöfalda knattspyrnuæfingu í sokknum, setjið sokkinn í plastpoka með gulrótinni. Lokið vel. Snýtið ykkur hressilega í borðtuskuna, hellið mjólkinni yfir og setjið í plastpoka. Lokið vel. Geymið pokana á volgum stað í viku. Hellið því næst sokknum, gulrótinni og tuskunni í matvinnsluvél, hakkið gróft. Bætið við majónesi (sem komið er vel fram yfir síðasta söludag), einnig ediki og dassi af því sem þið finnið í niðurfallinu í eldhúsvaskinum. Berið fram með æluskál.
Þetta er forsaga málsins með hliðaruppskrift. En ég stóð sumsé gísltekin á bensínstöð, með fullan tank af óborguðu bensíni. Veskið mitt var a) heima í eldhúsi, b) í öskutunnunni, c) í öskubílnum (tunnurnar eru tæmdar á föstudögum og ég hafði gripið ruslið -í TFK poka - með mér á leiðinni út).
Hvernig fór? Jú, fyrir þetta eina símtal sem ég fékk hringdi ég í góðan vin sem beilaði mig út af bensínstöðinni (blessaður sé hann og allt hans kyn). Veskið fannst síðan heima í eldhúsglugga.
Aldrei kaupi ég aftur TFK.
laugardagur, mars 03, 2007
Vel þroskuð framkvæmdatá
Jamm. Þetta er mikið púl. Keypti mér sverfi-græju til að setja í borvélina, en úff hvað þetta gengur hægt. Er komin með undarlega kippi í handlegginn og "foreign-arm-syndrome" að auki. En þetta potast.
Ásta gaf mér bók áðan sem kætti mig ógurlega. Hún heitir Tærnar, spegill persónuleikans. Í henni má lesa grunnleiðbeiningar um táalestur. Vissuð þið t.d. að þeir sem hafa stórar stóru tær eru mjög málsnjallir og tala mikið og lengi? Bókina skrifar hollenskt par, ábyggilega ágætisfólk. "Í 15 ár rannsökuðu þau tær hvenær sem tækifæri gafst, í sundlaugum, á ströndinni, í gufuböðum...með tímanum gátu þau sýnt fram á að persónuleika og hegðun fólks mætti lesa úr tám þess." Ómetanlegan fróðleik má finna í þessu riti sem ætti að vera til á hverju heimili. Lýsingar á borð við "vel þroskuð framkvæmdatá", "snúin tengslatá", "tilfinningatá með mikilli óþolinmæði og flýti" og "hlutfallslega lítil, aðeins falin ótta-tá, horfir til baka", auðga og dýpka skilning okkar á mannlegu eðli.
Farið úr sokkunum og ég les ykkur eins og opna bók.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)