mánudagur, júní 13, 2005

Sat á kaffihúsi...

áðan, alein með fartölvuna og var að skrifa grein út af rannsókninni minni. Fannst ég últra kosmópólítan, saup á mínu kappútsjínói en skrifaði lítið af viti. Sem er aukaatriði.

Kallinn stynur mikið þessa dagana af því að hann er að undirbúa byggingu 9 fermetra skúrs útí garði. Þetta er mikið verk og það þarf að spekúlera í því óskaplega djúpt. Ekki ana að neinu. Guði sé lof fyrir hvað kallinn minn á gott með að hugsa.

Engin ummæli: