þriðjudagur, júní 14, 2005

Hann á afmæli í dag...

hann á afmæli í dag, hann á afmæli hann Matti, hann á afmæli í dag. 14 ára og kominn í unglingavinnuna að reyta arfa. Það finnst honum leiðinlegt (og arfanum ábyggilega enn leiðinlegra).

Ef ég væri atvinnulaus væri ég 230 kíló. Lágmark. Geri varla annað en að þjóna munni og maga í fríinu. Það er svo gaman að elda, baka og borða. Kjams kjams. Og drekka. Glogg glogg.

Þessu tengt: fór til Inga tannlæknis í dag. Var í ævintýralegu skapi og ákvað að þiggja ekki deyfingu, en tannlæknirinn þurfti að bora út gamla fyllingu. Hef alltaf látið deyfa mig áður, alveg undantekningalaust í boriboristandi. En, þetta var bara eins og þreytandi húsasmiðjuauglýsing - EKKERT MÁL. Var ég ekki dugleg?

Engin ummæli: