fimmtudagur, júní 02, 2005

Fórum ...

á fermingaræfingu í gær í kirkjunni. Sýndist ekki veita af, börnin þurfa að raðast rétt þegar þau ganga inn, setjast, standa upp, ganga út. Stelpur (þrjár talsins) öðrum megin og strákar (8 stykki) hinum megin. Svo lét presturinn börnin æfa sig að krjúpa við gráturnar. Strákagreyin áttu afskaplega erfitt með að krjúpa og enn erfiðara með að standa upp aftur - flestir stóðu þeir upp jafnfætis, ríghéldu í handriðið og rykktu sér upp þannig að brakaði hátt í viðnum. Sérann sýndi börnunum réttan limaburð, hvernig átti að krjúpa og standa upp virðulega og hátíðlega. Hann kenndi þeim líka rétt viðbrögð ef þau skyldu óvart hafa með sér sálmabókina upp að altarinu. Ákaflega vönduð vinna hjá prestinum.

Ég er svooo lúin - búin að hamast við gluggaþvott, bakstur og þrif í allan dag. Var siðan að henda kjúlla og grænmeti í pottinum eina inn í ofn. Hugmynd að matreiðslu kjúllans fékk ég við að horfa á Queer eye for the straight guy - alveg einstaklega skemmtilegir þættir verð ég að segja. Ætli hommar séu skemmtilegri en streitarar? Hef ekki hugmynd. Þekki bara einn og hann er reyndar alveg ágætur.

Engin ummæli: