sunnudagur, júní 19, 2005

Ég þoli ekki...

jólahandklæði. Að þurrka sér um hendurnar á jólatré í júní er ömurlegt. Jólahandklæði eru með verstu uppfinningum mannsins. Þau stinga í stúf (haha, ekki jólasveininn) nær allt árið, innan um heiðvirð handklæði, en ættu bara að dirfast að láta sjá sig í desember. Fatta jólahandklæðin það? Nei. Jólahandklæði eru eins og sumt fólk. Aldrei með á nótunum, aldrei í takt við umhverfið.

Ég ætla að henda þessum tveimur jólahandklæðum sem til eru á heimilinu. Skítt með það þótt tengdamamma verði fúl.

Engin ummæli: