laugardagur, júní 11, 2005

Fimbulfambi...

komst að kjarna baunarinnar er honum varð að orði:

Með gæðablóðið gengur hér
og gefur ekki neinum.
Í dulargervi dömu er,
dirty harry í leynum.

Þetta er hárrétt hjá Fimbulfamba. Því:

Í mér býr heitasta hörkutól
með háðslegt skítaglott
þetta´ er hið argasta andstyggðarfól
sem ætti að hunskast á brott.

Bæ-ðe-vei þá ætla ég að taka alteregóið með mér í partí í kvöld - við harrí skemmtum okkur ábyggilega vel (eða illa).

Síðan ein tilvitnun í goðið fyrir harðgera lesendur:

Opinions are like assholes. Everybody´s got them.

Engin ummæli: