úr bankanum. Alveg satt. Þetta gerðist, nánar tiltekið, í blóðbankanum - mér var sagt að ég þyrfti EKKI að koma aftur og var síðan strikuð út af gjafalistanum. Ég er víst ekki nógu góður blóðgjafi af því að í mér leynist leggur af aðalsmær. Ég fell í yfirlið af minnsta tilefni og hef verið svona frá blautu barnsbeini. Er voða sorrí og meyr yfir þessu, játa það. Mig langar nebbla svo óskaplega að vera hörkutól sem situr í ruggustól með úfið hár, haglabyssu í kjöltunni, viskí í annarri og vindil í hinni. Maður getur bara látið sig dreyma...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli