miðvikudagur, júní 08, 2005

Já, það eru ekki margir...

sem koma inn í banka og ætla sér að leggja inn en eru reknir út. Þessari bitru reynslu varð ég þó fyrir, eins og ég hef áður deilt með ykkur. Viðbrögð vina minna og vandamanna hafa verið sem smyrsl á sárin - hafið þökk fyrir samhygðina (sérstaklega Ærir og félagar, sem oft gauka góðu að manni á erfiðum stundum).

Ætlaði mér að leggja´inn eitthvað gott
í einstaklega þarfan bankasjóð
harkalega var þá hent á brott
- húsið vildi ekki gæðablóð.

Engin ummæli: