timburmenn. Og það á sjálfan 17.júní. Fjandakornið, nú ætla ég að taka heilbrigða rispu í líferni. Vorum í brúðkaupi í gær og það var mikið fjör. Giftingin fór fram í gærkvöldi í Dómkirkjunni og svo var dansað fram á rauða nótt. Æði margar súlur eru í kirkjunni, en þær fengu að standa óáreittar fyrir mér. Voru bara fyrir mér. Síðan má þakka forsjóninni fyrir að Iðnó er súlulaust svæði. Í dag er ég ekki beint með móral. Bara hausverk. Og afskaplega sárfætt eftir háhæluðu bandaskóna.
Björn Jörundur, Stefán Hilmarsson og Eyjólfur Kristjánsson voru allir meðal boðsgesta og hápunktur kvöldsins fyrir mér var þegar Eyvi og Stebbi tóku Nínu uppi á sviði (úff hvað þetta hljómar eins og þýsk klámmynd, en þið vitið alveg að ég er að tala um lagið). Svo söng Björn líka nokkur lög og hann er einfaldlega ofurtöffari. Það getur verið misgaman þegar gestir rífa hljóðnemann og koma með framlag í veislu en í öllum þessum tilfellum var það megaflott. Og brúðhjónin voru glæsileg og gegn-hamingjusöm að sjá. Þetta var skemmtilegt brúðkaup.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli