Fátt veit ég leiðinlegra en að bjóða manneskju eitthvað ætilegt og sjá hana sitja með fýlusvip við borðið og snerta ekki á matnum, sem maður hefur þó haft fyrir að útbúa. Sumir virðast líta á það sem sérstaka greiðasemi við aðra að láta ofan í sig næringu. Hrikalega er það bjagað viðhorf gagnvart mat. Ég er ekki að tala um matvönd börn, þau eru sérkafli. Ég er að tala um fullorðið fólk.
Ef manni er boðið eitthvað, er hægt að afþakka kurteislega, "nei, takk, ég er ekki svöng" og málið er dautt. En að sitja til borðs og horfa með luntalegri vanþóknun á aðra næra sig...ég á ekki orð yfir hvað fólk getur verið óuppdregið.
fimmtudagur, júlí 31, 2008
miðvikudagur, júlí 30, 2008
Litbrigði
Þingvellir í rjómablíðu, veiðistöng, góður félagsskapur og harðfiskur í nesti. Ómótstæðilegt.
Glaugað heldur áfram að skarta nýjum litbrigðum. Finn að það er horft undarlega á mig og maður hálf skammast sín. Makalaust hvað svona meiðsli eru félagslega merkingarþrungin, óháð uppruna. Mér finnst svo óbærilega kjánalegt að hafa barið sjálfa mig í hausinn með badmintonspaða að það liggur við að ég segist hafa gengið á skáphurð.
Hef tekið eftir því að ég lendi í afar bjánalegum slysum. Fyrir nokkru festi ég höndina á mér í stormjárni og hefði þurft að naga af mér handlegginn ef ég hefði verið ein heima. Til allrar hamingju náði ég að kalla á Matta sem kom og skrúfaði stormjárnið af glugganum. Núna um daginn stóð ég á jafnsléttu þegar ég datt skyndilega um hjólið mitt í kirkjugarði og fékk skurði og skrámur. Þá var ég sannfærð um að draugur hefði hrint mér, sem er merkilegt fyrir þær sakir að ég trúi ekki á drauga. Og nú þetta glóðarauga, það var ekki smart múv. O, jæja. Maður velur sér hvorki ættingja né slys.
Vel á minnst. Hafið þið heyrt í himbrima? Þvílík hljóð, fyrst hélt ég að úlfur væri að spangóla, svo laglaus óperusöngkona að veina og svo einhver klikkhaus að hlæja. Þetta hljóðhanastél kom úr hálsi himbrimahjóna úti á Þingvallavatni í gær. Magnað.
Glaugað heldur áfram að skarta nýjum litbrigðum. Finn að það er horft undarlega á mig og maður hálf skammast sín. Makalaust hvað svona meiðsli eru félagslega merkingarþrungin, óháð uppruna. Mér finnst svo óbærilega kjánalegt að hafa barið sjálfa mig í hausinn með badmintonspaða að það liggur við að ég segist hafa gengið á skáphurð.
Hef tekið eftir því að ég lendi í afar bjánalegum slysum. Fyrir nokkru festi ég höndina á mér í stormjárni og hefði þurft að naga af mér handlegginn ef ég hefði verið ein heima. Til allrar hamingju náði ég að kalla á Matta sem kom og skrúfaði stormjárnið af glugganum. Núna um daginn stóð ég á jafnsléttu þegar ég datt skyndilega um hjólið mitt í kirkjugarði og fékk skurði og skrámur. Þá var ég sannfærð um að draugur hefði hrint mér, sem er merkilegt fyrir þær sakir að ég trúi ekki á drauga. Og nú þetta glóðarauga, það var ekki smart múv. O, jæja. Maður velur sér hvorki ættingja né slys.
Vel á minnst. Hafið þið heyrt í himbrima? Þvílík hljóð, fyrst hélt ég að úlfur væri að spangóla, svo laglaus óperusöngkona að veina og svo einhver klikkhaus að hlæja. Þetta hljóðhanastél kom úr hálsi himbrimahjóna úti á Þingvallavatni í gær. Magnað.
sunnudagur, júlí 27, 2008
Glauga*
Að liggja í leti er góð skemmtun. Hefði betur haldið mig við það í fríinu.En nei, íþróttabölið náði á mér föstum tökum og ég fór í badminton. Ó, að ég væri meiri Bree en Susan. Stökk fimlega upp til að ná sendingu, rann til og lamdi sjálfa mig í augað með spaðanum. Fast. Skal leyfa ykkur að fylgjast með litasinfóníu glóðaraugans, ef ég skynja einhverja stemningu fyrir því.
Annars er það helst í fréttum að það er margt feitt fólk á Selfossi, unglingar eru skemmtilegir, íslensk jarðarber góð, börn dásamleg, heitir pottar notalegir og Mangó (gári) fínn ferðafélagi.
*tillaga að þjálla nafni á glóðarauga
Annars er það helst í fréttum að það er margt feitt fólk á Selfossi, unglingar eru skemmtilegir, íslensk jarðarber góð, börn dásamleg, heitir pottar notalegir og Mangó (gári) fínn ferðafélagi.
*tillaga að þjálla nafni á glóðarauga
laugardagur, júlí 26, 2008
fimmtudagur, júlí 24, 2008
Hér er röflað út af ómerkilegum atburði sem tengist engifer, enda rigning
Hef borðað nokkrum sinnum á "Icelandic fish and chips", en þar hefur maturinn farið mun betur í munni en nafn staðarins. Bauð dóttur minni hádegisverð þarna í dag, hún er mikil fiskiæta og ég hlakkaði til að leyfa henni að kjamsa á góðum steinbít og laukhringjum (sem eru svívirðilega gómsætir þarna). Við pöntuðum það sem staðurinn "mælti með", þ.e. steinbít á mangóbeði með frönskum og skyrónesi. Skyrónesið sem átti að fylgja með réttinum var með engifer, en Ásta þolir ekki engifer og við spurðum konuna sem tók við pöntun okkar hvort við gætum ekki fengið aðra sósu, því hún þyldi ekki bragðið af engifer. Jú, jú, það var hægt.
Svo kemur maturinn á borðið og Ásta krækir sér eftirvæntingarfull í feitan mangóbita úr salatinu og svipurinn á dóttlu, maður lifandi. "Mangóbeðurinn" var sumsé salat löðrandi í engifer, það stóð ekki á töflunni þar sem listaðir voru réttir dagsins að engifer væri í matnum og við höfðum sérstaklega beðið um aðra skyrónessósu af því að henni þætti engifer mjög vont. Við kölluðum á þjónustustúlkuna og spurðum hvort engifer væri í salatinu. Já, sagði hún. Við bentum henni á að við hefðum sérstaklega tekið fram að Ásta vildi ekki engifer og að það hefði ekki staðið neitt um engifer í þessum rétti. Þá benti hún grautfúl á smátt letur einhvers staðar á töflunni, langt frá staðnum þar sem við höfðum lesið um "rétti dagsins". Spurðum við kurteislega hvort Ásta gæti fengið smá salat (sósulaust) og annan disk svo við gætum tínt fiskinn og kartöflurnar uppúr engifersalatinu. Stúlkan kom snúðug með disk en lét okkur ekki hafa svo mikið sem eitt lítið spínatblað. Við vorum, á þessum tíma, einu gestirnir á staðnum.
Vil taka fram að ég skil ekkert í dóttur minni að vilja ekki engifer, en hún hefur aldrei nokkurn tímann þolað bragðið af þessari ágætu rót, þrátt fyrir fjölmargar tilraunir okkar foreldranna til að lauma engifer í alls kyns rétti.
En...ein svona últra fúl og óliðleg afgreiðsludama getur rústað löngun manns til að fara aftur á veitingastað. Ekki langar mig rassgat aftur á æslandikfisendtjipps, alla vega ekki í bráð. Og það þrátt fyrir laukhringina gómsætu.
Svo kemur maturinn á borðið og Ásta krækir sér eftirvæntingarfull í feitan mangóbita úr salatinu og svipurinn á dóttlu, maður lifandi. "Mangóbeðurinn" var sumsé salat löðrandi í engifer, það stóð ekki á töflunni þar sem listaðir voru réttir dagsins að engifer væri í matnum og við höfðum sérstaklega beðið um aðra skyrónessósu af því að henni þætti engifer mjög vont. Við kölluðum á þjónustustúlkuna og spurðum hvort engifer væri í salatinu. Já, sagði hún. Við bentum henni á að við hefðum sérstaklega tekið fram að Ásta vildi ekki engifer og að það hefði ekki staðið neitt um engifer í þessum rétti. Þá benti hún grautfúl á smátt letur einhvers staðar á töflunni, langt frá staðnum þar sem við höfðum lesið um "rétti dagsins". Spurðum við kurteislega hvort Ásta gæti fengið smá salat (sósulaust) og annan disk svo við gætum tínt fiskinn og kartöflurnar uppúr engifersalatinu. Stúlkan kom snúðug með disk en lét okkur ekki hafa svo mikið sem eitt lítið spínatblað. Við vorum, á þessum tíma, einu gestirnir á staðnum.
Vil taka fram að ég skil ekkert í dóttur minni að vilja ekki engifer, en hún hefur aldrei nokkurn tímann þolað bragðið af þessari ágætu rót, þrátt fyrir fjölmargar tilraunir okkar foreldranna til að lauma engifer í alls kyns rétti.
En...ein svona últra fúl og óliðleg afgreiðsludama getur rústað löngun manns til að fara aftur á veitingastað. Ekki langar mig rassgat aftur á æslandikfisendtjipps, alla vega ekki í bráð. Og það þrátt fyrir laukhringina gómsætu.
þriðjudagur, júlí 22, 2008
Matvera
Plokkfiskur er vondur, tala nú ekki um þegar maður fær bein upp í sig. Ég elda aldrei plokkfisk. Er að spá í að tala um mat, af því að ég er örg. Hef smakkað ýlduþrátt selspik og fannst það arfavont. Elda aldrei selspik. Harðfiskur er stundum of þurr, og ýsa er ekki mannamatur. Kaupi aldrei ýsu. Elda aldrei ýsu. Ef mér væru gefnar ýsur, mundi ég hakka þær og búa til bollur. Mátulegt á þær, bévaðar ýsurnar. Ég er reið. Stundum veit ég ekki hvað mig langar að borða. Máta í munni og maga súrar gúrkur, rojalbúðing, ferskjur, piparbrjóstsykur, kjúkling, sítrónuhlaup, smokkfisk, hundasúrur. Ekkert ljós á tungunni, alla vega ekki grænt. Um daginn fékk maður á vinnustað hér í borg tyggjó í salatinu sínu. Þetta tyggjó hafði verið tuggið og því erfitt að segja til um hvers konar bragði það skartaði áður en það lenti í slagtogi við gúrkur og tómata. Er tyggjó matvara? Evrópusambandið veit það örugglega, ætli við verðum ekki að ganga í það til að fá svör við nauðsynlegum spurningum. Borðaði hamborgara í kvöld, hann var ljúffengur. Samt ólmast múrmeldýrið inni í mér og vekur maríuhænuna sem er borðleggjandi snefsin.
mánudagur, júlí 21, 2008
Hér er röflað út af ómerkilegum atburði, enda rigning
Grænn bleðill kom með póstinum í dag, merktur okkur Hjalta. Þetta reyndist auglýsing um "skólaleik", þar sem við mæðginin gætum hugsanlega unnið "ritfangagjafabréf" upp á heilar þrjú þúsund krónur. Það eina sem við þyrftum að gera væri að stofna bankareikning í SPRON og síðan spila einhvern leik á netinu og þá, og aðeins þá, ættum við möguleika á að lenda í potti þar sem dregnir verða út nokkrir heppnir þrjúþúsundkrónaritfangagjafabréfsþegar. Rausnin.
Hjalta fannst þetta ekki freistandi tilboð. Það fannst mér ekki heldur, og er ég þó sú sem greiði fyrir blýanta, yddara og stílabækur þessa heimilis.
Mér er illa við bankana.
Hjalta fannst þetta ekki freistandi tilboð. Það fannst mér ekki heldur, og er ég þó sú sem greiði fyrir blýanta, yddara og stílabækur þessa heimilis.
Mér er illa við bankana.
laugardagur, júlí 19, 2008
Þanmörk
Enn er ég í endurminningagírnum. Þessi mynd birtist í Vikunni árið 1978 og textinn var svohljóðandi:
"Ljósmyndari Vikunnar átti leið niður Laugaveginn eitt laugardagskvöld fyrir skömmu og kom þá auga á nokkur ungmenni, sem sátu fyrir utan verslunarglugga og horfðu á sjónvarp. Þau höfðu komið sér vel fyrir við borð og höfðu með sér vistir. Þegar hann fór að forvtinast um, hverju þetta háttalag sætti, komst hann að því, að þetta voru nemendur úr menntaskólanum í Kópavogi, og voru þeir í eins konar vísindandaleiðangri þarna. Voru þeir að gera könnun á viðbrögðum fólks.... Voru viðbrögð vegfarenda á ýmsa lund, að sögn þeirra. Sumir spurðu, hvort þeir væru herstöðvarandstæðingar, en aðrir voru vissir um, að hér væri BSRB í setuverkfalli. Einhverjum datt í hug að þetta væri Spilverk þjóðanna. Lögreglan kom sjö sinnum og spurði, hvort þau vildu ekki færa sig, en flutti þau samt ekki burtu með valdi, þótt bannað sé með lögum að tefja umferð á gangstéttum borgarinnar."
Þetta var ósköp sakleysislegur atburður, ungt fólk að láta reyna á lagabókstafinn, finna mörkin. Man að við vorum skúffuð í aðra röndina yfir að vera ekki handtekin, við brutum jú lög, en samt meira fegin. Alla vega ég.
Nú er ég ekki að líkja þessu dútli okkar kjánaprikanna í MK við alvöru mótmæli, en ég fagna því að ungt fólk skuli leggja það á sig að láta í sér heyra og vekja okkur til umhugsunar um aðgerðir stjórnvalda og fyrirtækja á borð við Century Aluminium. Já, ég er ekki sátt við það verktakalýðræði sem hér ræður ríkjum, ég er ekki sátt við arðrán og mannréttindabrot, ég er ekki sátt við hjartalausa gróðahyggju. Og ég er ekki sátt við dáðleysi Samfylkingarinnar í umhverfismálum. Fagra Ísland, minn rass!
Dagurinn þegar ungt fólk hættir að spyrja grundvallarspurninga, hættir að ögra viðteknum gildum - það er dagurinn sem við getum skrifað upp á dánarvottorð samfélagsins.
"Ljósmyndari Vikunnar átti leið niður Laugaveginn eitt laugardagskvöld fyrir skömmu og kom þá auga á nokkur ungmenni, sem sátu fyrir utan verslunarglugga og horfðu á sjónvarp. Þau höfðu komið sér vel fyrir við borð og höfðu með sér vistir. Þegar hann fór að forvtinast um, hverju þetta háttalag sætti, komst hann að því, að þetta voru nemendur úr menntaskólanum í Kópavogi, og voru þeir í eins konar vísindandaleiðangri þarna. Voru þeir að gera könnun á viðbrögðum fólks.... Voru viðbrögð vegfarenda á ýmsa lund, að sögn þeirra. Sumir spurðu, hvort þeir væru herstöðvarandstæðingar, en aðrir voru vissir um, að hér væri BSRB í setuverkfalli. Einhverjum datt í hug að þetta væri Spilverk þjóðanna. Lögreglan kom sjö sinnum og spurði, hvort þau vildu ekki færa sig, en flutti þau samt ekki burtu með valdi, þótt bannað sé með lögum að tefja umferð á gangstéttum borgarinnar."
Þetta var ósköp sakleysislegur atburður, ungt fólk að láta reyna á lagabókstafinn, finna mörkin. Man að við vorum skúffuð í aðra röndina yfir að vera ekki handtekin, við brutum jú lög, en samt meira fegin. Alla vega ég.
Nú er ég ekki að líkja þessu dútli okkar kjánaprikanna í MK við alvöru mótmæli, en ég fagna því að ungt fólk skuli leggja það á sig að láta í sér heyra og vekja okkur til umhugsunar um aðgerðir stjórnvalda og fyrirtækja á borð við Century Aluminium. Já, ég er ekki sátt við það verktakalýðræði sem hér ræður ríkjum, ég er ekki sátt við arðrán og mannréttindabrot, ég er ekki sátt við hjartalausa gróðahyggju. Og ég er ekki sátt við dáðleysi Samfylkingarinnar í umhverfismálum. Fagra Ísland, minn rass!
Dagurinn þegar ungt fólk hættir að spyrja grundvallarspurninga, hættir að ögra viðteknum gildum - það er dagurinn sem við getum skrifað upp á dánarvottorð samfélagsins.
föstudagur, júlí 18, 2008
Langsærindi
Ég er ekkert sérlega langrækin, en ábyggilega langsár. Er enn með böggum hildar yfir að hafa kíkt á bloggið hans Ármanns of seint fyrir margt löngu. Hann var með með getraun og ég vissi svarið án þess að hugsa mig um andartak. Meina, ég skírði yngri son minn í höfuð aðalpersónu þessara bóka og var sem barn á kafi í sveitarómantík og gömlum gildum, enda alltaf send í sveit á sumrin. Það þótti svo gott fyrir börn að komast af mölinni. Tileinkaði mér þúfnagöngulag, tíndi ullarlagða af gaddavír og skírði heimalninga eftir strákum sem ég var skotin í. Skrifaði mömmu og pabba hrífandi skemmtileg bréf þar sem ég taldi upp nöfn 45 kúa og fimm hunda. Bréfin byrjuðu yfirleitt á orðunum "mér líður vel og ég vona að ykkur líði vel" (þetta þótti kurteislegt).
Finn að ég er að mjakast í gegnum afneitun, reiði og depurð. Það kemur getraun eftir þessa getraun. Gott ég er að vinna í sjálfri mér og stórt skref að hafa komið þessu frá sér. Klapp, klapp á bakið baun.
Finn að ég er að mjakast í gegnum afneitun, reiði og depurð. Það kemur getraun eftir þessa getraun. Gott ég er að vinna í sjálfri mér og stórt skref að hafa komið þessu frá sér. Klapp, klapp á bakið baun.
fimmtudagur, júlí 17, 2008
Lifðu vel og lengi, en ekki í fatahengi
Mundu mig, ég man þig. Lifðu í lukku, ekki í krukku. Þú ert svín, ég er fín. Lifðu á landi en ekki á bandi.
Svei mér hvað við vorum fyndin börn. Fékk í gær í hendurnar kassa með alls konar gömlu dóti, þ.m.t. þessa litlu minningabók mína frá árinu 1970.
Bekkjarfélagar og vinir fengu bókina heim með sér og skiluðu henni aftur til eiganda, eftir að hafa skreytt eina blaðsíðu, gjarnan með niðursoðinni fyndni og teikningum. Stundum tók maður "í gegn", teikningar úr blöðum og oft voru skrifuð upp ljóð. Sumir skrifuðu fyrst með blýanti og fóru svo oní með tússlit eða trélit, það voru vandvirku börnin.
Mér finnst fyndið að sjá fimm stafa símanúmerin og skriftina. Aldrei var skrift mín sterka hlið, stafirnir hölluðu til hægri og vinstri á víxl, voru óreglulegir og mikil tilraunastarfsemi í stafagerð. Svo sér maður hjá öðrum (9 ára gömlum), nær fullkomna rithönd, eins og í forskriftarbókunum.
Held að það hafi verið hluti af sjálfmynd minni að skrifa illa, mér fannst ekki eftirsóknarvert að stafir væru fallegir. Veit ekki af hverju. Hugsanlega af því að ég var lítt gefin fyrir fínvinnu og nostur. Man líka að mér fannst svalt að skrifa hratt. Svo las ég bara strákabækur og ætlaði að verða dýralæknir. Sikk transit og allt það..
Í dag skrifa ég hratt, fontavel og læsilega. Á tölvu.
Svei mér hvað við vorum fyndin börn. Fékk í gær í hendurnar kassa með alls konar gömlu dóti, þ.m.t. þessa litlu minningabók mína frá árinu 1970.
Bekkjarfélagar og vinir fengu bókina heim með sér og skiluðu henni aftur til eiganda, eftir að hafa skreytt eina blaðsíðu, gjarnan með niðursoðinni fyndni og teikningum. Stundum tók maður "í gegn", teikningar úr blöðum og oft voru skrifuð upp ljóð. Sumir skrifuðu fyrst með blýanti og fóru svo oní með tússlit eða trélit, það voru vandvirku börnin.
Mér finnst fyndið að sjá fimm stafa símanúmerin og skriftina. Aldrei var skrift mín sterka hlið, stafirnir hölluðu til hægri og vinstri á víxl, voru óreglulegir og mikil tilraunastarfsemi í stafagerð. Svo sér maður hjá öðrum (9 ára gömlum), nær fullkomna rithönd, eins og í forskriftarbókunum.
Held að það hafi verið hluti af sjálfmynd minni að skrifa illa, mér fannst ekki eftirsóknarvert að stafir væru fallegir. Veit ekki af hverju. Hugsanlega af því að ég var lítt gefin fyrir fínvinnu og nostur. Man líka að mér fannst svalt að skrifa hratt. Svo las ég bara strákabækur og ætlaði að verða dýralæknir. Sikk transit og allt það..
Í dag skrifa ég hratt, fontavel og læsilega. Á tölvu.
miðvikudagur, júlí 16, 2008
Ilmvatnsfýla, hallóskuvandræði og hákarlalýsi
Komin í sumarfrí, loksins. Fór í fjólubláan kjól af því tilefni. Hann er glænýr en mér til mikillar skelfingar er megn ilmvatnsfýla af honum, eða eiginlega vondur híbýlailmur (kemískur og klósettlegur). Fuss og fne.
Mér finnst hallóskan búin að vera hundleiðinleg í langan tíma. Er að spá í hvort maður eigi að nenna að skipta um kerfi. Hvað verður þá um athugasemdirnar?
Systir mín var að reyna að hafa ofan af fyrir hópi Kínverja um daginn og fór með þá í sætar og áhugaverðar búðir niðri í bæ, en þeir höfðu lýst yfir hug á að versla eitthvað. Þeir létu sér fátt um finnast þar til henni datt í hug að fara með þá í matvöruverslun. Þar kættust þeir ógurlega og keyptu upp allar birgðir af hákarlalýsi, fyrir tugi þúsunda króna. Giska á að Kínverjar trúi því að í hákarlalýsi sé typpamáttur.
Legg ekki meira á ykkur, átta manns í mat hjá mér í kvöld og mál að spá í matseðilinn.
Mér finnst hallóskan búin að vera hundleiðinleg í langan tíma. Er að spá í hvort maður eigi að nenna að skipta um kerfi. Hvað verður þá um athugasemdirnar?
Systir mín var að reyna að hafa ofan af fyrir hópi Kínverja um daginn og fór með þá í sætar og áhugaverðar búðir niðri í bæ, en þeir höfðu lýst yfir hug á að versla eitthvað. Þeir létu sér fátt um finnast þar til henni datt í hug að fara með þá í matvöruverslun. Þar kættust þeir ógurlega og keyptu upp allar birgðir af hákarlalýsi, fyrir tugi þúsunda króna. Giska á að Kínverjar trúi því að í hákarlalýsi sé typpamáttur.
Legg ekki meira á ykkur, átta manns í mat hjá mér í kvöld og mál að spá í matseðilinn.
mánudagur, júlí 14, 2008
Skötufóturinn
Kom mér á óvart hvað Kung fu panda er skemmtileg mynd, hló mig skakka. Lítið er ungs manns gaman og barnið þegir meðan það nagar skötufótinn.
Í bíó urðum við vitni að skelfilegum sóðaskap, varla kjaftur sem henti popppokum, pappamálum og öðru rusli í þar til gerðar fötur (sem heita ruslafötur). Ésúsminnogallirheilagir hvað landinn er óuppalinn. Er einhver með netfangið hjá Mary Poppins, svo ég geti sent henni skjátu? Ætla að biðja hana að ala upp kúkalabbana á þessu guðsvolaða skeri.
Á eftir að vinna einn dag og svo fer ég í sumarfrí. Mikið hlakka ég til að þurfa ekki að vakna kl. 6:45 og fálma eftir snústakkanum.
Auk þess leiðast mér geðvonskubeljur, níðingar, heimskra manna ráð, sóðar og fólk sem einblínir á flísina og tekur ekki nótis af bjálkanum. Og hér er eitt ókeypis ráð, mér er lífsleikni ykkar hugleikin: Treystu þeim sem treysta þér.
Í bíó urðum við vitni að skelfilegum sóðaskap, varla kjaftur sem henti popppokum, pappamálum og öðru rusli í þar til gerðar fötur (sem heita ruslafötur). Ésúsminnogallirheilagir hvað landinn er óuppalinn. Er einhver með netfangið hjá Mary Poppins, svo ég geti sent henni skjátu? Ætla að biðja hana að ala upp kúkalabbana á þessu guðsvolaða skeri.
Á eftir að vinna einn dag og svo fer ég í sumarfrí. Mikið hlakka ég til að þurfa ekki að vakna kl. 6:45 og fálma eftir snústakkanum.
Auk þess leiðast mér geðvonskubeljur, níðingar, heimskra manna ráð, sóðar og fólk sem einblínir á flísina og tekur ekki nótis af bjálkanum. Og hér er eitt ókeypis ráð, mér er lífsleikni ykkar hugleikin: Treystu þeim sem treysta þér.
sunnudagur, júlí 13, 2008
Sex sekúndur
Blessuð sé rigningin. Íbúðin orðin skínandi hrein, gólf skúruð, búið að bera olíu á tekkið, þvo postulínsmuni, strjúka af ljósakrónum, blása rykinu af undarlegu appelsínugulu silkiblómunum, þvo gluggana, ryksuga leynistaði og pússa gler. Súkkulaðikaka í ofninum, þvottavélin að vinda og von á gestum í mat.
Indælt líf.
Kannist þið við 6 sekúndna regluna? Synir mínir segja að ef maður missir eitthvað ætilegt í gólfið þá megi borða það ef það næst upp innan 6 sekúndna. Á þetta við um karamellur, brauðsneiðar, lakkrís og svo framvegis. Í dag tel ég óhætt að borða gotterí af gólfum heimilisins, jafnvel þótt það liggi í 8 sekúndur.
Legg ekki meira á ykkur, þarf að gá að kökunni.
Indælt líf.
Kannist þið við 6 sekúndna regluna? Synir mínir segja að ef maður missir eitthvað ætilegt í gólfið þá megi borða það ef það næst upp innan 6 sekúndna. Á þetta við um karamellur, brauðsneiðar, lakkrís og svo framvegis. Í dag tel ég óhætt að borða gotterí af gólfum heimilisins, jafnvel þótt það liggi í 8 sekúndur.
Legg ekki meira á ykkur, þarf að gá að kökunni.
föstudagur, júlí 11, 2008
Asparbrundur og flugumein
Í miðjum skafli asparbrunds liggur sótsvartur köttur.
Talandi um dýr. Ég á rafmagns flugnaspaða sem lítur út eins og dvergvaxinn tennisspaði. Flugurnar látast samstundis og það kemur neisti. Hef ekki gert flugu mein ennþá (er með fólk í því) en er viðbúin fyrsta geitungnum.
Mig langar að taka mynd. Vildi að ég hefði tekið mynd af Mýrdalssandi um daginn, lúpínubreiðunum og haglélinu sem var á stærð við tyggjókúlur. Snjóhvítar tyggjókúlur. Svart, hvítt, blátt, grænt í glampandi sólskini, jökull á aðra höndina og hafið á hina.
Kúnstpása.
Er ekki eitthvað bogið við fyrirsögnina "Dýr bæjarstjóri í Grindavík"?
Talandi um dýr. Ég á rafmagns flugnaspaða sem lítur út eins og dvergvaxinn tennisspaði. Flugurnar látast samstundis og það kemur neisti. Hef ekki gert flugu mein ennþá (er með fólk í því) en er viðbúin fyrsta geitungnum.
miðvikudagur, júlí 09, 2008
Bollaleggings
mánudagur, júlí 07, 2008
Unglingurinn með hrífuna og maðurinn með ljáinn
Í Kirkjugörðum Reykjavíkur starfa stálpaðir unglingar, á aldrinum 16-18 ára, skilst mér. Kunningjakona mín á dóttur í vinnuhópi þarna sem vinnur aðallega garðvinnu og er það víst ágætt starf. Man að vinkona mín vann þarna í fornöld, þegar við vorum unglingar og öfundaði ég hana mikið af því. Sjálf vann ég á kassa í KRON og þurfti að glíma daglega við þrasgjarnt fólk, síríuslengjur og lakkrísrúllur, gamlar krónur, skuldara, ávísanir og rónana í Kópavogi. En það er nú önnur saga.
Um daginn var vinnuhópnum í Kirkjugörðunum boðin kynning á starfseminni. Þau þáðu það, spennt að gera eitthvað annað en reyta arfa smástund. Þeim var smalað inn í húsakynni Kirkjugarða Reykjavíkur og leidd inn í líkgeymslu, þar sem glitti í fót undan laki og fór hrollur um þau viðkvæmustu við þá sjón. Síðan voru þau teymd inn í sal þar sem líksnyrting fer fram og sem betur fer var ekkert lík á "snyrtiborðinu", en þarna var opin kista og lá klútur yfir andliti. "Er...er...er...þetta lík?", stamaði ein stúlkan skelfdum rómi. Starfsmaðurinn svaraði með því að kippa klútnum af andliti hins látna, og brá krökkunum við, enda varla nokkurt þeirra séð dána manneskju fyrr. Þessu næst lá leiðin inn í líkbrennslu og þar var útskýrt vandlega hvernig brennslan fer fram og til hvers "hakkavélin" er notuð.
Nú veit ég fyrir víst að einni stúlku í hópnum var mjög brugðið við þessa "kynningu", enda er hún aðeins 16 ára gömul og krökkunum var ekkert sagt fyrirfram að þau myndu sjá lík, þau voru ekki undir það búin og þeim ekki gefinn möguleiki á að afþakka slíkt boð. Það að sjá lík í fyrsta skipti er lífsreynsla sem enginn gleymir.
Ég veit að dauðinn er hluti lífsins, öll deyjum við og lík ættu ekki að vekja okkur ugg. En þau gera það. Vafalaust er þetta firring, rétt eins og fólk hugsar ekki um sætu lömbin þegar það kaupir sér frosið læri í Bónus. En, ef ég ætti ungling í garðvinnu hjá Kirkjugörðunum, hefði ég kvartað yfir því hvernig að þessari "kynningu" var staðið, ég hefði viljað gefa honum val, ekki bara skella barni í svona aðstæður formálalaust.
Held að þeir sem vinna með lík verði ónæmir fyrir því að einhverju leyti, þeim finnst þetta ábyggilega eins og hvert annað starf og líkin vekja varla hjá þeim verulegt tilfinningarót (alla vega vona ég það þeirra vegna). Mér dettur ekki í hug annað en hér hafi hugsunarleysi ráðið för.
En það er annar vinkill á þessu máli. Það að sýna lík eins og hvern annan kjötskrokk opinberar virðingarleysi gagnvart hinum látna. Og það finnst mér ekki í lagi.
Um daginn var vinnuhópnum í Kirkjugörðunum boðin kynning á starfseminni. Þau þáðu það, spennt að gera eitthvað annað en reyta arfa smástund. Þeim var smalað inn í húsakynni Kirkjugarða Reykjavíkur og leidd inn í líkgeymslu, þar sem glitti í fót undan laki og fór hrollur um þau viðkvæmustu við þá sjón. Síðan voru þau teymd inn í sal þar sem líksnyrting fer fram og sem betur fer var ekkert lík á "snyrtiborðinu", en þarna var opin kista og lá klútur yfir andliti. "Er...er...er...þetta lík?", stamaði ein stúlkan skelfdum rómi. Starfsmaðurinn svaraði með því að kippa klútnum af andliti hins látna, og brá krökkunum við, enda varla nokkurt þeirra séð dána manneskju fyrr. Þessu næst lá leiðin inn í líkbrennslu og þar var útskýrt vandlega hvernig brennslan fer fram og til hvers "hakkavélin" er notuð.
Nú veit ég fyrir víst að einni stúlku í hópnum var mjög brugðið við þessa "kynningu", enda er hún aðeins 16 ára gömul og krökkunum var ekkert sagt fyrirfram að þau myndu sjá lík, þau voru ekki undir það búin og þeim ekki gefinn möguleiki á að afþakka slíkt boð. Það að sjá lík í fyrsta skipti er lífsreynsla sem enginn gleymir.
Ég veit að dauðinn er hluti lífsins, öll deyjum við og lík ættu ekki að vekja okkur ugg. En þau gera það. Vafalaust er þetta firring, rétt eins og fólk hugsar ekki um sætu lömbin þegar það kaupir sér frosið læri í Bónus. En, ef ég ætti ungling í garðvinnu hjá Kirkjugörðunum, hefði ég kvartað yfir því hvernig að þessari "kynningu" var staðið, ég hefði viljað gefa honum val, ekki bara skella barni í svona aðstæður formálalaust.
Held að þeir sem vinna með lík verði ónæmir fyrir því að einhverju leyti, þeim finnst þetta ábyggilega eins og hvert annað starf og líkin vekja varla hjá þeim verulegt tilfinningarót (alla vega vona ég það þeirra vegna). Mér dettur ekki í hug annað en hér hafi hugsunarleysi ráðið för.
En það er annar vinkill á þessu máli. Það að sýna lík eins og hvern annan kjötskrokk opinberar virðingarleysi gagnvart hinum látna. Og það finnst mér ekki í lagi.
sunnudagur, júlí 06, 2008
Meme
Með brosi spilaði baunin lífsins vist.
Þegar ég var lítil var ég sérlega brosmild stelpunóra. Segir mamma. Þó að ég sé vaxin upp úr því að vera barn (að nokkru leyti), verð ég víst seint talin til fýlupoka og beiskja mín hefur síst aukist eftir að gallblaðran var fjarlægð. Mikið er gott að vera laus við gallblöðruræfilinn og mikið er blogg sjálfhverft. En það verður gaman að lesa þetta raus í ellinni, svona þegar ég ranka við mér úr eiturlyfjavímunni (ég og tvær vinkonur mínar ætlum nefnilega að prófa alls konar dóp á elliheimilinu, stefnum að því að verða vandræðagamlingjar).
Hún er annars dálítið merkileg þessi meme æfing, ég er búin að finna upp á margvíslegum "eftirmælum". Í leiðinni varð mér ljóst að mér finnst lífið vera rétt að byrja. Núna er ég lifandi. Núna er ég hamingjusöm. Núna er ég til.
Þegar ég var lítil var ég sérlega brosmild stelpunóra. Segir mamma. Þó að ég sé vaxin upp úr því að vera barn (að nokkru leyti), verð ég víst seint talin til fýlupoka og beiskja mín hefur síst aukist eftir að gallblaðran var fjarlægð. Mikið er gott að vera laus við gallblöðruræfilinn og mikið er blogg sjálfhverft. En það verður gaman að lesa þetta raus í ellinni, svona þegar ég ranka við mér úr eiturlyfjavímunni (ég og tvær vinkonur mínar ætlum nefnilega að prófa alls konar dóp á elliheimilinu, stefnum að því að verða vandræðagamlingjar).
Hún er annars dálítið merkileg þessi meme æfing, ég er búin að finna upp á margvíslegum "eftirmælum". Í leiðinni varð mér ljóst að mér finnst lífið vera rétt að byrja. Núna er ég lifandi. Núna er ég hamingjusöm. Núna er ég til.
laugardagur, júlí 05, 2008
Skyldi það vera draugahjól
Í kvöld var mér hrint í Hólavallakirkjugarði. Datt um hjólið mitt, lenti illa, fékk hnykk á hálsinn og er hrufluð og aum í skrokknum. Hjálmurinn rispaður, gott ég var með hann.
Það var ill afturganga sem ýtti mér um koll. Allt gengur á afturfótunum hjá henni og hún verður að níðast á einhverjum. Beiskar vofur hata bros.
Í ísbúðinni var Norman Bates að afgreiða, hann mælti með pekanhnetum í bragðarefinn. Algjört hnossgæti.
Sit núna alveg bakk í latastrák, búin að taka verkjatöflur og nenni ekki að gera neitt í því að bráðum gýs eldfjall í sjónvarpinu.
Það var ill afturganga sem ýtti mér um koll. Allt gengur á afturfótunum hjá henni og hún verður að níðast á einhverjum. Beiskar vofur hata bros.
Í ísbúðinni var Norman Bates að afgreiða, hann mælti með pekanhnetum í bragðarefinn. Algjört hnossgæti.
Sit núna alveg bakk í latastrák, búin að taka verkjatöflur og nenni ekki að gera neitt í því að bráðum gýs eldfjall í sjónvarpinu.
Hjólbaunaraunir
Fyrir stuttu var hjólið hans Hjalta míns skemmt illa. Allur gírabúnaður var rifinn og beyglaður og fleira eyðilagt. Skil ekki af hvaða hvötum fólk gerir svona. Djöfuls óeðli bara.
Eftir þetta lánaði ég honum Mongoose fjallahjólið mitt, svo hann kæmist ferða sinna. Nokkrum dögum síðar var því hjóli stolið og hefur ekkert til þess spurst.
Fer reyndar að hallast að því að fjallahjólið mitt sé hálfgerður óheillagripur. Keypti það árið 2005 og því hefur tvisvar sinnum verið stolið, það skemmt og síðan lenti ég í slæmu slysi á því árið 2006, en þá braut ég tvö bein og marðist og hruflaðist um allan kroppinn.
Spurning hvað ég eigi að leggja mikið á mig til að reyna að fá hjólræfilinn til baka. Á maður að nenna að fylla út skýrslu fyrir tryggingarnar? Sé ekki að ég græði neitt á því. Kannski best að leyfa ræningjaóberminu að njóta hjólsins.
Eftir þetta lánaði ég honum Mongoose fjallahjólið mitt, svo hann kæmist ferða sinna. Nokkrum dögum síðar var því hjóli stolið og hefur ekkert til þess spurst.
Fer reyndar að hallast að því að fjallahjólið mitt sé hálfgerður óheillagripur. Keypti það árið 2005 og því hefur tvisvar sinnum verið stolið, það skemmt og síðan lenti ég í slæmu slysi á því árið 2006, en þá braut ég tvö bein og marðist og hruflaðist um allan kroppinn.
Spurning hvað ég eigi að leggja mikið á mig til að reyna að fá hjólræfilinn til baka. Á maður að nenna að fylla út skýrslu fyrir tryggingarnar? Sé ekki að ég græði neitt á því. Kannski best að leyfa ræningjaóberminu að njóta hjólsins.
föstudagur, júlí 04, 2008
Skuggamál
Hér má lesa athyglisverðan vinkil á máli Paul Ramses.
Og mér finnst þessi yfirlýsing aumlegt yfirklór.
"Paul sótti um hæli á Íslandi 31.01.2008 og þann sama dag var tekin af honum hælisskýrsla hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins. Þar var honum gefinn 3 daga frestur til að andmæla framsendingu beiðnar sinnar um hæli.
Hinn 11.02.2008 voru send tilmæli til Ítalíu, um að taka við beiðni Pauls um hæli. "
Af hverju mótmælti Paul ekki framsendingu beiðnarinnar innan þriggja daga? Hafði hann lögfræðing? Var honum kunnugt um þennan frest og framgangsmáta á þessum tíma? Afleiðingarnar? Það er ég ekki viss um.
"Hinn 26.03.2008 barst ÚTL greinargerð Katrínar Theódórsdóttur hdl., um að umsókn Pauls um hæli yrði tekin til meðferðar á Íslandi. Frestur til þess að skila inn greinargerð var liðinn en afstaða var tekin til hennar í ákvörðun.
Ákvörðun ÚTL um framsendingu hælisbeiðni og Pauls lá fyrir 01.04.2008."
Það er eitthvað saman við þetta. Maðurinn sækir um pólitískt hæli hér á landi, hann hefur tengsl við Ísland, vill vera hér, af hverju dratthalast yfirvöld ekki til að taka beiðni hans fyrir með eðlilegum hætti? Hann hefur ekki framið afbrot hér á landi (alla vega ekkert komið fram um það), en samt er komið verr fram við hann en glæpamann, því mál hans sem hælisleitandi hlýtur ekki meðferð, heldur er því vísað til annars lands.
Ég ætla að mæta aftur á morgun við skuggaráðuneytið.
Og mér finnst þessi yfirlýsing aumlegt yfirklór.
"Paul sótti um hæli á Íslandi 31.01.2008 og þann sama dag var tekin af honum hælisskýrsla hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins. Þar var honum gefinn 3 daga frestur til að andmæla framsendingu beiðnar sinnar um hæli.
Hinn 11.02.2008 voru send tilmæli til Ítalíu, um að taka við beiðni Pauls um hæli. "
Af hverju mótmælti Paul ekki framsendingu beiðnarinnar innan þriggja daga? Hafði hann lögfræðing? Var honum kunnugt um þennan frest og framgangsmáta á þessum tíma? Afleiðingarnar? Það er ég ekki viss um.
"Hinn 26.03.2008 barst ÚTL greinargerð Katrínar Theódórsdóttur hdl., um að umsókn Pauls um hæli yrði tekin til meðferðar á Íslandi. Frestur til þess að skila inn greinargerð var liðinn en afstaða var tekin til hennar í ákvörðun.
Ákvörðun ÚTL um framsendingu hælisbeiðni og Pauls lá fyrir 01.04.2008."
Það er eitthvað saman við þetta. Maðurinn sækir um pólitískt hæli hér á landi, hann hefur tengsl við Ísland, vill vera hér, af hverju dratthalast yfirvöld ekki til að taka beiðni hans fyrir með eðlilegum hætti? Hann hefur ekki framið afbrot hér á landi (alla vega ekkert komið fram um það), en samt er komið verr fram við hann en glæpamann, því mál hans sem hælisleitandi hlýtur ekki meðferð, heldur er því vísað til annars lands.
Ég ætla að mæta aftur á morgun við skuggaráðuneytið.
Ísland er land þitt
Mér er ekki sama hvernig komið er fram við fólk á heimili mínu. Mér er ekki sama hvernig komið er fram við fólk í landinu mínu. Mér er ekki sama hvernig komið er fram við fólk í heiminum.
Þar sem mannréttindi skipta mig máli, verð ég að vera manneskja og sýna að mér sé ekki sama þegar þau eru virt að vettugi.
Ein lítil leið til að sýna hug sinn í verki er að mótmæla óréttlæti.
Mér er ekki sama.
Þar sem mannréttindi skipta mig máli, verð ég að vera manneskja og sýna að mér sé ekki sama þegar þau eru virt að vettugi.
Ein lítil leið til að sýna hug sinn í verki er að mótmæla óréttlæti.
Mér er ekki sama.
miðvikudagur, júlí 02, 2008
Plástur á tapsárið
Gaman er að spila marías. Ekki man ég eftir mörgum spilum sem aðeins tveir geta spilað, en það segir nú reyndar ekki margt um fjölda slíkra hvað festist í mínu götótta minni. Nafn spilsins marías er komið úr frönsku, "mariage", og í því lýsir maður með hjónum þegar svo ber undir. Öndvegis gott spil fyrir ástfangna. Nema fyrir tapsára.
Svo spilum við líka stundum backgammon sem kallast kotra á íslensku. Það er svo miklu skemmtilegra að spila en glápa á sjónvarpið. Nema maður sé mjög tapsár.
Á morgun ætla ég að druslast í vinnu, enda þokkalega gróin sára minna.
Svo spilum við líka stundum backgammon sem kallast kotra á íslensku. Það er svo miklu skemmtilegra að spila en glápa á sjónvarpið. Nema maður sé mjög tapsár.
Á morgun ætla ég að druslast í vinnu, enda þokkalega gróin sára minna.
þriðjudagur, júlí 01, 2008
Sinnisorkan virkjuð
Alltaf hækkar bensínið. Hjálpumst að, finnum leiðir til að spara:
- Þjálfum hunda og ketti til að draga farþegavagna
- Bímum okkur milli staða
- Verum oft full (má ekki keyra bíl svoleiðis)
- Vinnum heima, pöntum mat á netinu
- Söfnum bifhárum (útvortis)
- Ferðumst í huganum
Me
Var skotin af Hildigunni tónskáldi með sexhleypu. Hér koma kúlnaorð með kjöttægjum sem lýsa lífi mínu um þessar mundir:
gleði, kærleikur, börnin, ást, ógn, uppgjör
Það er ekki ljótara en það. Sagði afi. En hann var svolítið sérstakur og smíðaði byssur.
Nú ætla ég að skjóta Syngibjörgu, Hörpu J. og Kristínu Parísardömu. Af því bara.
gleði, kærleikur, börnin, ást, ógn, uppgjör
Það er ekki ljótara en það. Sagði afi. En hann var svolítið sérstakur og smíðaði byssur.
Nú ætla ég að skjóta Syngibjörgu, Hörpu J. og Kristínu Parísardömu. Af því bara.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)