- Bændur fá síður krabbamein en við hin. Gott, þeir eru víst á agalega lélegu kaupi. PING
- Tunglið var svo stórt og fallegt á sunnudaginn - ég horfði lengi á það og langaði að klappa því. PONG
- Ótrúlega er mikill munur á því hvernig manni líður með fólki. Sumir dilla manni og umvefja góðri orku, aðrir eru gaddaskötur og stinga mann með eiturbroddum. Sumir eru fiskar úr fimmtu vídd og þeir synda bara gegnum mann. DONG
- Skoðaði þessa umdeildu bók um 10 litla negrastráka í gær og verð að segja að mér finnst hún ljót. Á ekki annað orð betra til að lýsa henni. DING
- Frétt á forsíðu 24 stunda í gær. Maður dæmdur fyrir kynmök við reiðhjól. Á hótelherbergi. Í Danmörku. Og lásinn er.... BONG
- Nafnleysi ýtir undir aumingjaskap og bleyðuhátt hjá fólki. Leiðist þegar menn geta ekki gengist við verkum sínum (og þá meina ég skítverkum). KRASS
- Alltaf er ég jafn fegin þegar ég uppgötva að húð er ekki vatnsuppleysanleg. BÆNG
miðvikudagur, október 31, 2007
Ertu kúla í klikkuðum haus?
Í dag er ég í slitróttu skapi, einhver í kúluspili í hausnum á mér. Hugsanir þjóta um á harðaspani, PING, KRASS, BONG. Verið nú kúlur um stund:
mánudagur, október 29, 2007
Af guðum og geimverum
Einhver sagði mér einhvern tímann (þið megið hafa mín orð fyrir því) að mesta hvalveiðiþjóð í heimi væru Bandaríkjamenn. Já, Kanarnir, þessir góðu gaurar sem elska hvali meira en fólk. Af því hvalir eru svo gáfaðir og kunna að tala saman oní sjónum, en hvað vitum við nema hvalirnir séu bara að spjalla um yfirborðslega hluti eins og smart hrúðurkalla eða gular tennur?
Fáar aðrar þjóðir ryðjast inn í lönd með hervaldi til bjargar eymingjum sem búa við vonda stjórn (af hverju hafa þeir aldrei komið hingað?). Bandaríkjamenn virðast lifa í þeirri trú að hvergi búi fólk við betra stjórnarfar en í blessuðu Kanans landi. Frjáls þjóð. Frelsi til að hafa hverja þá trú og hverja þá skoðun sem þeim dettur í hug, og segja frá því. M.a.s. fólk sem trúir á geimverur (Vísindakirkjan) er tekið alvarlega. Ef ég upplýsti það hér og nú að ég tryði á geimverur - en ekki guð - tækjuð þig mig alvarlega? Ætla rétt að vona ekki, frekar en ef ég segðist trúa á guð en ekki geimverur.
Talandi um vonda stjórn. Ég hef ekki mörg prinsipp í lífinu en eitt af þeim er þetta: Maður drepur ekki fólk. Ég vil ekki taka þátt í því að deyða aðra manneskju. Þess vegna er ég alfarið og kategórískt á móti dauðarefsingu. Getur verið að Bandaríkjamenn séu að átta sig á 5. boðorðinu*, og það lögfræðingar í þokkabót?
Guð (og geimverurnar) láti gott á vita.
*þú skalt ekki hval deyða
Fáar aðrar þjóðir ryðjast inn í lönd með hervaldi til bjargar eymingjum sem búa við vonda stjórn (af hverju hafa þeir aldrei komið hingað?). Bandaríkjamenn virðast lifa í þeirri trú að hvergi búi fólk við betra stjórnarfar en í blessuðu Kanans landi. Frjáls þjóð. Frelsi til að hafa hverja þá trú og hverja þá skoðun sem þeim dettur í hug, og segja frá því. M.a.s. fólk sem trúir á geimverur (Vísindakirkjan) er tekið alvarlega. Ef ég upplýsti það hér og nú að ég tryði á geimverur - en ekki guð - tækjuð þig mig alvarlega? Ætla rétt að vona ekki, frekar en ef ég segðist trúa á guð en ekki geimverur.
Talandi um vonda stjórn. Ég hef ekki mörg prinsipp í lífinu en eitt af þeim er þetta: Maður drepur ekki fólk. Ég vil ekki taka þátt í því að deyða aðra manneskju. Þess vegna er ég alfarið og kategórískt á móti dauðarefsingu. Getur verið að Bandaríkjamenn séu að átta sig á 5. boðorðinu*, og það lögfræðingar í þokkabót?
Guð (og geimverurnar) láti gott á vita.
*þú skalt ekki hval deyða
laugardagur, október 27, 2007
Meðvitundarþrengsli
munnangur lúsar
lítið vandamál
framburðargallar steypireyðar
stórt vandamál
oft hef ég séð óljót fjöll
afstandast veður
lítið vandamál
framburðargallar steypireyðar
stórt vandamál
oft hef ég séð óljót fjöll
afstandast veður
föstudagur, október 26, 2007
Viðskiptavinurinn, strákbjáninn, kjötdruslan og biskupinn
Heyrði tvær góðar sögur í vinnunni í dag. Athugið að þessar frásagnir eru dagsannar og fjalla um fólk af holdi og blóði. Kjöt kemur líka við sögu og kökur.
Kjöt er kjöt er kjöt
Eldri kona stóð við kjötborð í búð og bað um saltkjöt. Eitthvað var úrvalið lítið í borðinu, þannig að afgreiðslumaðurinn brá sér á bakvið til að ná í meira. Hann kom fram með poka og ætlaði að fara að vigta hann, þegar konan spurði hvort hún mætti ekki sjá bitana, sér þætti það nú skemmtilegra. Strákurinn tosaði óhrjálega sina-beina-fitulufsu upp úr pokanum. "Hvaðan er þetta nú af skepnunni?", spurði konan. "Það veit ég ekki, ekki ætla ég að éta þetta."
Biskupinn kemur...
Prestfrú úti á landi var að býsnast yfir því að þurfa að standa í eilífum kaffiveitingum, sérstaklega þegar hún fengi ekki nægan fyrirvara þannig að hún gæti verið tilbúin með bakkelsi. Henni varð á orði: "Já, það er ekkert grín að fá biskupinn á korters fresti!"
Á ég mér framtíð (eða fortíð) sem skrásetjari íslenskrar fyndni?
Kjöt er kjöt er kjöt
Eldri kona stóð við kjötborð í búð og bað um saltkjöt. Eitthvað var úrvalið lítið í borðinu, þannig að afgreiðslumaðurinn brá sér á bakvið til að ná í meira. Hann kom fram með poka og ætlaði að fara að vigta hann, þegar konan spurði hvort hún mætti ekki sjá bitana, sér þætti það nú skemmtilegra. Strákurinn tosaði óhrjálega sina-beina-fitulufsu upp úr pokanum. "Hvaðan er þetta nú af skepnunni?", spurði konan. "Það veit ég ekki, ekki ætla ég að éta þetta."
Biskupinn kemur...
Prestfrú úti á landi var að býsnast yfir því að þurfa að standa í eilífum kaffiveitingum, sérstaklega þegar hún fengi ekki nægan fyrirvara þannig að hún gæti verið tilbúin með bakkelsi. Henni varð á orði: "Já, það er ekkert grín að fá biskupinn á korters fresti!"
Á ég mér framtíð (eða fortíð) sem skrásetjari íslenskrar fyndni?
fimmtudagur, október 25, 2007
Já. Bílgreining.
Stundum finnst mér fólk snobbað. Stundum finnst mér fólk torskilið. Stundum finnst mér fólk galið.
Um daginn hlustaði ég á samræður sem snerust um bíla, ekki nóg með það, heldur hvernig bílar "færu fólki misjafnlega". Heyrði setningar eins og: "Vitiði, ég er svo fegin að hann Raggi fékk sér Rover, Mitshubishiinn fór honum svo hræðilega illa." Var að spögúlera hvernig bílar "færu" fólki illa, er það liturinn, púströrið, áklæðið, hanskahólfið? "Þessi gírstöng er bara ekki....þú."
Ég veit ekki rassgat um bíla, er jafn bílkynhneigð og meðalfroskur. Og veit sannarlega ekki hvort einhver bíll "fari mér vel". Vona í öllu falli að Hömmer komist þar hvergi á blað.
Það er gott að geta leitað til fagaðila og fengið greiningu. Til þess höfum við Bílgreinasambandið.
Um daginn hlustaði ég á samræður sem snerust um bíla, ekki nóg með það, heldur hvernig bílar "færu fólki misjafnlega". Heyrði setningar eins og: "Vitiði, ég er svo fegin að hann Raggi fékk sér Rover, Mitshubishiinn fór honum svo hræðilega illa." Var að spögúlera hvernig bílar "færu" fólki illa, er það liturinn, púströrið, áklæðið, hanskahólfið? "Þessi gírstöng er bara ekki....þú."
Ég veit ekki rassgat um bíla, er jafn bílkynhneigð og meðalfroskur. Og veit sannarlega ekki hvort einhver bíll "fari mér vel". Vona í öllu falli að Hömmer komist þar hvergi á blað.
Það er gott að geta leitað til fagaðila og fengið greiningu. Til þess höfum við Bílgreinasambandið.
þriðjudagur, október 23, 2007
Klukkan er 6
Sit ein við eldhúsborðið, maulandi minn sorglega kvöldmat (ristað brauð með osti), þegar glymur í útvarpinu frétt sem mér finnst bullandi erótísk. Bullandi, segi ég.
Dyngjugos í Upptyppingum.
Dyngjugos í Upptyppingum.
mánudagur, október 22, 2007
Úlfurinn í bókabúðinni étur gamlar konur
Mamma mín er enn að vinna fulla vinnu, orðin 68 ára gömul. Hún sér m.a. um að kaupa inn skrifstofuvörur fyrir stóra ríkisstofnun. Fyrir helgina trítlaði hún út í bókabúð í hjarta Reykjavíkur, með innkaupakort stofnunarinnar, eins og svo oft áður. Á kassanum í bókabúðinni var ungur maður sem kunni ekki almennilega á kerfið og sló fyrst inn vörurnar eins og í reikning, en mamma útskýrði fyrir honum að hún yrði að nota kortið. Tek fram að mamma er dagfarsprúð kona og aldrei hef ég vitað hana koma dónalega fram við fólk.
Unga manninum tókst á endanum að finna út úr þessum innslætti, rétti mömmu vörurnar og sagði við hana, ískalt: Komdu þér svo héðan út og láttu helst ekki sjá þig framar.
Oft er talað um að afgreiðslufólk verði fyrir barðinu á mislyndi viðskiptavina, en þarna var málum þveröfugt farið. Ósköp er leiðinlegt þegar fólk getur ekki sýnt af sér kurteisi, það er bara óþægilegt og vont að verða svona fyrir geðillsku manna. Á sama hátt getur það hreinlega bjargað deginum að finna gott og hlýtt viðmót hjá fólki sem maður á samneyti við. Af einu eða öðru tagi.
Unga manninum tókst á endanum að finna út úr þessum innslætti, rétti mömmu vörurnar og sagði við hana, ískalt: Komdu þér svo héðan út og láttu helst ekki sjá þig framar.
Oft er talað um að afgreiðslufólk verði fyrir barðinu á mislyndi viðskiptavina, en þarna var málum þveröfugt farið. Ósköp er leiðinlegt þegar fólk getur ekki sýnt af sér kurteisi, það er bara óþægilegt og vont að verða svona fyrir geðillsku manna. Á sama hátt getur það hreinlega bjargað deginum að finna gott og hlýtt viðmót hjá fólki sem maður á samneyti við. Af einu eða öðru tagi.
föstudagur, október 19, 2007
Gull á tungu
Alls staðar í kringum mig heyri ég nú rætt fjálglega um nýjar dótabúðir, Toys´r´us og Just for kids, held ég þær heiti. Fólk á öllum aldri kastar fram þessum útlensku nöfnum jafn auðveldlega og það væri að ræða um flatbrauð og hangikjöt. Sakna þeirra gömlu góðu daga þegar leikfangabúðir hétu alíslenskum nöfnum eins og Liverpool.
fimmtudagur, október 18, 2007
Viskí af...nei, ég meina fyrir kút
Á ferðum mínum um Skotland rakst ég á ýmislegt forvitnilegt, þ.á.m. þennan smokkasjálfsala* á salerni (auðvitað kvennaklósetti, þó það nú væri). Þar var hægt að kaupa "Whisky flavoured condoms" og á sjálfsalanum stóð: Warning. Do not drive whilst using this product.
Lestur þessarar greinar minnti mig á sjálfsalann góða...
*Takk Auður vinkona fyrir að taka mynd af þessu menningarfyrirbæri
miðvikudagur, október 17, 2007
Gíraffabros
Áðan tróð ég heyrnartólum í eyrun, æpoddi í brjóstahaldarann og stóð við eldavélina í sportsokkum og pilsi. Og nýju Camper skónum mínum. Eldaði kjúkling. Hlustaði á Ninu Simone.
Hamingja.
Brosi eins og gíraffi og m.a.s. tilhugsunin um að eiga eftir að prófarkarlesa heilt tímarit í kvöld nær ekki að hagga mér.
Gleði.
Hamingja.
Brosi eins og gíraffi og m.a.s. tilhugsunin um að eiga eftir að prófarkarlesa heilt tímarit í kvöld nær ekki að hagga mér.
Gleði.
þriðjudagur, október 16, 2007
Ég drekk úr dal táranna og dansa á þyrnum gula hellustígsins
Vinnan mín. Líf mitt.
Sjúklingur1: Ertu hreif Elísabet?
Elísabet: Meinarðu full?
Sjúklingur1: Já.
Sjúklingur2: Nei, henni finnst bara svona gaman í vinnunni.
Elísabet: Í dag er ég edrú, aldrei þessu vant.
Vinnufélagi1: Er hann alki?
Vinnufélagi2: Nei, bíddu, er hann ekki óvirkur alki?
Baun: Nei, nei, hann er virkur óalki.
Svo vil ég deila því með ykkur að ég á glænýjan bleikan samlokusíma. Hann er mjög fallegur en ég kann ekki að slökkva á vekjaranum í honum og byrja því hvern dag á tæknilegum erfiðleikum. Svo sturta. Svo morgunmatur. Svo vinnan. Mörg svo í lífi mínu. Vonandi verður svo lengi enn.
Sjúklingur1: Ertu hreif Elísabet?
Elísabet: Meinarðu full?
Sjúklingur1: Já.
Sjúklingur2: Nei, henni finnst bara svona gaman í vinnunni.
Elísabet: Í dag er ég edrú, aldrei þessu vant.
Vinnufélagi1: Er hann alki?
Vinnufélagi2: Nei, bíddu, er hann ekki óvirkur alki?
Baun: Nei, nei, hann er virkur óalki.
Svo vil ég deila því með ykkur að ég á glænýjan bleikan samlokusíma. Hann er mjög fallegur en ég kann ekki að slökkva á vekjaranum í honum og byrja því hvern dag á tæknilegum erfiðleikum. Svo sturta. Svo morgunmatur. Svo vinnan. Mörg svo í lífi mínu. Vonandi verður svo lengi enn.
mánudagur, október 15, 2007
Stungan
"Æi, greyið", hugsaði ég og dæsti þegar ég sá mynd á forsíðu Fréttablaðsins af Villa taka síðustu fyrstu skóflustunguna. Eins og honum lætur vel að moka, blessuðum manninum, þetta er eitthvað svo raunveruleg vinna.
Mér létti þegar ég sá að hann kemur alveg til með að eiga fyrir salti í grautinn, alla vega næstu mánuðina.
Mér létti þegar ég sá að hann kemur alveg til með að eiga fyrir salti í grautinn, alla vega næstu mánuðina.
sunnudagur, október 14, 2007
Dansi dansi lóin mín
Hef ekkert að gera, drengirnir í afmæli og núna, akkúrat núna, ætti ég að vera að taka til og skúra. Sit í latastrák, með tölvuna í kjöltunni og kem mér ekki að verki. Rykskúlptúrar stíga stríðsdans við fætur mér og glotta. Af hverju er hugur minn svona reikull og líkaminn svo fylgispakur hugans ráfi?
Tvö ár og enn er baun týnd. Stefnulaus. Eirðarlaus. Enn er baun belja að vori og það er svell í vorinu.
Eru til spark-í-rassinn pillur? Mætti vera í duftformi.
Auk þess legg ég til að Graf(t)arvogi verði pakkað inn í bóluplast.
Tvö ár og enn er baun týnd. Stefnulaus. Eirðarlaus. Enn er baun belja að vori og það er svell í vorinu.
Eru til spark-í-rassinn pillur? Mætti vera í duftformi.
Auk þess legg ég til að Graf(t)arvogi verði pakkað inn í bóluplast.
föstudagur, október 12, 2007
Bjargvætturinn í netinu
fimmtudagur, október 11, 2007
Beðmál í Tjörninni
Sprengja dagsins var íslensk, ekki íröksk. Og Dagur verður borgarstjóri. Líst vel á það, huggulegur maður.
Hér má lesa hvað býr að baki plottum lýðveldisins.
Hér má lesa hvað býr að baki plottum lýðveldisins.
miðvikudagur, október 10, 2007
Ég er ekki frá því að þetta sé mikilvægt
Einu sinni var svínsleg dama sem brá sér til Edinborgar í heiðvirðum tilgangi.
Þar hitti hún og kyssti hinn andheita Dónald (áður en þau höfðu verið formlega kynnt) en hann blés á áhyggjur dömunnar vegna loftslagsbreytinga og yfirtöku Framsóknarmanna á auðlindum litla landsins hennar.
Dónald, sem reyndist hinn besti kyssari, og svínslega daman lifðu hamingjusömu lífi allt til enda, enda lítið annað að gera úr því sem komið var.
Auk þess benda rannsóknir mínar á erlendri grundu til þess að Lord Nelson hafi verið rislítill karakter. Hafa jafn mörg himinhá turnspírutyppaleg minnismerki verið reist um nokkurn annan mann? Hann á sér hins vegar þær málsbætur kallgreyið að ekki var hægt að fá sér hömmer á þeim tíma sem hann var uppi...
Þar hitti hún og kyssti hinn andheita Dónald (áður en þau höfðu verið formlega kynnt) en hann blés á áhyggjur dömunnar vegna loftslagsbreytinga og yfirtöku Framsóknarmanna á auðlindum litla landsins hennar.
Dónald, sem reyndist hinn besti kyssari, og svínslega daman lifðu hamingjusömu lífi allt til enda, enda lítið annað að gera úr því sem komið var.
Auk þess benda rannsóknir mínar á erlendri grundu til þess að Lord Nelson hafi verið rislítill karakter. Hafa jafn mörg himinhá turnspírutyppaleg minnismerki verið reist um nokkurn annan mann? Hann á sér hins vegar þær málsbætur kallgreyið að ekki var hægt að fá sér hömmer á þeim tíma sem hann var uppi...
mánudagur, október 08, 2007
Edinborg slær við Eden (í Hveragerði)
Edinborg, Edinborg, Edinborg. Elsk´ana. Ferð okkar húsmæðra af kópvískum ættum lukkaðist fádæma vel, mannlíf blómstraði og menning efldist hvar sem við drápum niður fæti. Dúfur flissuðu, löggur slógu sér á lær og götuvitar glottu í kampinn.
Fátt er skemmtilegra en að sitja uppi í rúmi á nærbuxunum, með rauðvín í vatnsglasi og horfa á vinkonurnar máta nýkeypt föt (næstum orðrétt tilvitnun í Regínu). Ó, já.
Fátt er skemmtilegra en að sitja uppi í rúmi á nærbuxunum, með rauðvín í vatnsglasi og horfa á vinkonurnar máta nýkeypt föt (næstum orðrétt tilvitnun í Regínu). Ó, já.
miðvikudagur, október 03, 2007
Wha daur meddle wi me?
Einu sinni bjó ég í Nýja Skotlandi (Nova Scotia), sem eins og allir vita er í Kanada. Þar vann ég á spítala og hitti fyrir margt málhalt fólk. Skrælingja, bleiknefja, inúíta og græningja. Fín reynsla.
Nú er ég hins vegar á leið til gamla Skotlands. Að heimsækja magnaða konu, hana Regínu. Ætlum nokkrar tjeddlingar að tjútta við Skotana. Vona að þeir verði ekki viðskotaillir og við eins og andskotans aðskotahlutir (þessir fimmaurabrandarar eru í boði baunar, bætið við - ef þið þorið).
Nú er ég hins vegar á leið til gamla Skotlands. Að heimsækja magnaða konu, hana Regínu. Ætlum nokkrar tjeddlingar að tjútta við Skotana. Vona að þeir verði ekki viðskotaillir og við eins og andskotans aðskotahlutir (þessir fimmaurabrandarar eru í boði baunar, bætið við - ef þið þorið).
mánudagur, október 01, 2007
Greiði lík
Var að ræða við vin minn sem missti aldraðan föður sinn fyrir nokkrum vikum. Gamli maðurinn varð bráðkvaddur heima hjá sér. Skömmu eftir andlátið barst reikningur þangað frá heilsugæslunni.
Þar var rukkað fyrir dánarvottorði. Reikningurinn stílaður á pabba hans. Sem var dáinn. Samkvæmt dánarvottorðinu.
Þar var rukkað fyrir dánarvottorði. Reikningurinn stílaður á pabba hans. Sem var dáinn. Samkvæmt dánarvottorðinu.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)