laugardagur, ágúst 11, 2007

Skítavika

Ég ætla ekki að tala um vikuna sem er að líða því hún er nokkurn veginn sú ömurlegasta sem ég hef lifað. Hún var vond og versnaði, náði botni í gær (vona ég). Alltaf reyni ég að bera mig vel. Alltaf reyni ég að harka af mér. En í gær gat ég það ekki. Hrundi bara. Til allrar hamingju á ég bestu vini sem hægt er að hugsa sér. Og yndislega fjölskyldu. Án þeirra væri lífið ekki túskildingsvirði.

Svo er það nú meiri andskotinn hvað orð geta hoppað asnalega á mann. Þegar ég skrifaði: alltaf reyni ég að bera mig vel, þá hugsaði ég, þetta gæti vandvirk fatafella sagt.

Engin ummæli: