þriðjudagur, ágúst 28, 2007

Um rafurmagn, eldri borgara og gildi góðra pípulagna

Ertu heimilistæki? Langar þig að lifa? Ef svarið er já, haltu þig fjarri baun.

Myndavélin, sem ég fékk í jólagjöf, er ónýt. Þvottavélin hætti að dæla á föstudaginn og ég eyddi 86 klukkutímum helgarinnar bograndi við pínulítið svart gúmmítyppi til að leiða vatn í tvær litlar skálar svo vélin losnaði við vökva. Hreinsaði sigtið og prófaði aftur. Jós úr Þingvallavatni með teskeið. Vill til að baun er bjartsýn og þrautseig.

Hringdi í þvottavélarmann. Hann kom, sá og sagði að vélin væri í stakasta lagi. Það kostaði 7,115 krónur. Hringdi þá í pípara. Hann kom, sá og losaði stíflu. Það gerði 9,960 krónur.

Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem ég fæ stíflukall hingað og borga morðfjár.

Ég keypti íbúðina af indælum hjónum hátt á níræðisaldri. Kemur málinu trúlega ekkert við.

Engin ummæli: