miðvikudagur, ágúst 29, 2007

Þrjár spurningar og ein fullyrðing

Af hverju fæ ég aldrei ruslpóst í kommentakerfið mitt? Finn fyrir höfnun. Sé að meðbloggarar mínir hafa í frammi alls kyns hundakúnstir til að stemma stigu við þessu vandamáli, flókin reikningsdæmi, sjónpróf, sérviskulegan áróður o.fl.

Af hverju er útvarpsstjóri alltaf með svona breitt bindi, a.k.a. feitt hálstau?

Af hverju ætti mér ekki að vera sama?

Mér þykir vænt um fjöllin. Og himininn.

Engin ummæli: