þriðjudagur, ágúst 07, 2007

Síðasta...

morgunmáltíðin í fríinu *aaaaandvaaaarp*

Langar að varpa fram fyrirspurn: veit einhver hvaða leyniefni eru í lífrænu bíóbú jógúrti?
Mig grunar heróín. Er orðin algerlega háð mangó jógúrtinu. Þetta er ekki eðlilegt.
Áfram potast ég í Potter. Alltaf gaman að fara með Harry í rúmið, ekki síst eftir að ég sá Daniel Radcliffe hlaupa afar sprækan (og allsnakinn) um á sviði í London í leikritinu Equus. Er fegin að hinn aðalleikarinn í Equus, gaurinn sem leikur Vernon Dursley í myndunum, hljóp ekki líka allsber um í þessu leikriti, og þó.....það hefði verið......athyglisvert. Maðurinn er örugglega 280 kíló og algjört kraftaverk að hann skuli geta blikkað, hvað þá hreyft fæturna.
Matti minn er í Singapore að tefla með Ólympíuliðinu. Um gengi liðsins má lesa hér. Ég sakna stráksins og hlakka mikið til að fá hann aftur heim.
Legg ekki meira á ykkur í bili.

Engin ummæli: