föstudagur, ágúst 24, 2007

Harry du bist Klein

Þegar ég var gift og settleg horfði ég töluvert á sjónvarpið. Lifði mig inn í alls kyns þætti um alls konar fólk. Núorðið nenni ég varla að kveikja á imbanum. Held að skýringin gæti verið sú að tilvera mín sveiflast á milli þess að vera raunveruleikaþáttur og Wagner ópera. Og stundum er mér kastað skamma stund inn í farsakenndan framhaldsþátt með dósahlátri.

Eitt er ég innilega þakklát fyrir. Hef ekki enn villst inn í Aus der Reihe Derrick. Ach ja.

Engin ummæli: