miðvikudagur, nóvember 29, 2006
Klappa saman iljunum, reka féð úr giljunum..
Mér finnst vont að ganga á glerbrotum, vera á nálum og vita ekki í hvorn fótinn ég á að stíga.
þriðjudagur, nóvember 28, 2006
Kæru tölvunerðir, nær og fjær
Hversu alvarlegt mál er það fyrir heilsu lyklaborðs ef væn, bleiklökkuð tánögl fellur á milli stafa (og villist þar)?
mánudagur, nóvember 27, 2006
Sanskrit, skák, ættfræði og frímerkjasöfnun
"Einhver aumlegasta vesalmennska mannlegrar tilveru er að láta sér leiðast: Þegar fullfrískir menn eiga frjálsa stund og eru svo í vandræðum með sjálfa sig og stundarkornið sitt. Sá, sem er áhugalaus og lætur sér leiðast, á á hættu að verða sjálfur leiðinlegur. Það er synd, sem heimurinn fær ekki fyrirgefið, og það er ekki heiglum hent að tapa hylli heimsins." (bls. 187)
Þessi tilvitnun er úr bókinni Góðar stundir sem gefin var út hjá Bókfellsútgáfunni árið 1951. Í henni eru uppástungur um eitt og annað sem hægt er að gera til að verja tímanum í annað en leiðindi. Til að gefa örlitla hugmynd um fjölbreytileikann í þessari gömlu skruddu koma hér nokkur kaflaheiti:
Málað sér til skemmtunar
Frá barnaleikjum til laxveiða
Fjöllin kalla
Frímerkjasöfnun
Að yrkja sér til hugarhægðar
Hróðugur er heppinn veiðimaður
Reynt við kvikmyndun
Tónlist í tómstundum
Leikmannsþankar um ættfræði
Myndavélin og ég
Sanskritin er mín dægradvöl
Smíðað í myrkri
Aftur í stuttum buxum
Ég er lítt gefin fyrir að láta mér leiðast. Hef átt þessa bók í mörg ár, aldrei lesið hana. Finn mér nefnilega alltaf eitthvað að dunda við.
Góðar stundir:)
Þessi tilvitnun er úr bókinni Góðar stundir sem gefin var út hjá Bókfellsútgáfunni árið 1951. Í henni eru uppástungur um eitt og annað sem hægt er að gera til að verja tímanum í annað en leiðindi. Til að gefa örlitla hugmynd um fjölbreytileikann í þessari gömlu skruddu koma hér nokkur kaflaheiti:
Málað sér til skemmtunar
Frá barnaleikjum til laxveiða
Fjöllin kalla
Frímerkjasöfnun
Að yrkja sér til hugarhægðar
Hróðugur er heppinn veiðimaður
Reynt við kvikmyndun
Tónlist í tómstundum
Leikmannsþankar um ættfræði
Myndavélin og ég
Sanskritin er mín dægradvöl
Smíðað í myrkri
Aftur í stuttum buxum
Ég er lítt gefin fyrir að láta mér leiðast. Hef átt þessa bók í mörg ár, aldrei lesið hana. Finn mér nefnilega alltaf eitthvað að dunda við.
Góðar stundir:)
sunnudagur, nóvember 26, 2006
Eitt ljóð enn...
Eldhúsrómans
nei
en ég skal
drekkja mér í ediki
fylla vitin af hunangi
kreista sítrónu upp í augun
lemja tennurnar úr mér með buffhamri
það er hægt
en ég get ekki hætt að hugsa um þig
Ljóð dagsins á ljóð.is
(ég veit, ég veit, þetta fer að verða doldið þreytandi..)
nei
en ég skal
drekkja mér í ediki
fylla vitin af hunangi
kreista sítrónu upp í augun
lemja tennurnar úr mér með buffhamri
það er hægt
en ég get ekki hætt að hugsa um þig
Ljóð dagsins á ljóð.is
(ég veit, ég veit, þetta fer að verða doldið þreytandi..)
föstudagur, nóvember 24, 2006
Alli, Palli og Erlingur, nú ætla´að fara´að sigla...
Aftur kominn föstudagur. Og aftur á ég ljóð dagsins á ljóð.is. O, sei sei.
Fer út að borða í kvöld, Bambínós ball annað kvöld og á sunnudaginn fer ég í matarboð. Leikur aldeilis við mig lífið.
Ást og friður sé með yður.
(Þess ber að geta að titill færslunnar tengist efni hennar ekki á nokkurn hátt).
Fer út að borða í kvöld, Bambínós ball annað kvöld og á sunnudaginn fer ég í matarboð. Leikur aldeilis við mig lífið.
Ást og friður sé með yður.
(Þess ber að geta að titill færslunnar tengist efni hennar ekki á nokkurn hátt).
fimmtudagur, nóvember 23, 2006
Fne
Kannast lesendur við orðið fne? Dóttir mín segir þetta æði oft og hef ég reynt að átta mig á merkingu þessa stutta en þó ágæta orðs.
Baun: Ásta mín, hvernig var myndin?
Ásta: Fneee...
Baun: Ásta mín, nennirðu út með ruslið?
Ásta: Æ, fne!
Baun: Ásta mín, hvar eru lyklarnir, hleðslutækið, buxurnar mínar, sjampóið, bíllinn, tannstönglarnir og gulu sokkarnir? (hún týnir hlutum)
Ásta: Fne?
Hallast helst að því að fne sé jæja unga fólksins.
Baun: Ásta mín, hvernig var myndin?
Ásta: Fneee...
Baun: Ásta mín, nennirðu út með ruslið?
Ásta: Æ, fne!
Baun: Ásta mín, hvar eru lyklarnir, hleðslutækið, buxurnar mínar, sjampóið, bíllinn, tannstönglarnir og gulu sokkarnir? (hún týnir hlutum)
Ásta: Fne?
Hallast helst að því að fne sé jæja unga fólksins.
miðvikudagur, nóvember 22, 2006
Baunin er bananas á Bahamas
Ligg heima lasin. Ætla að þrauka því ég á svo margt eftir. T.d. að læra að drekka bjór. Kalli ætlar að kenna mér og Hildigunni það.
Gott að hafa eitthvað að lifa fyrir.
En mig langar í langt frí, langar að dorma á sólarströndu, láta þjóna (sem líta út eins og Daniel Craig) stjana við mig, færa mér drykki og dásamlegan mat, veifa pálmagreinum, nudda mig upp úr ilmhöfgum olíum. Gera allt sem ég bið þá um. Og meira til.
*dæs*
þriðjudagur, nóvember 21, 2006
Hér sé Bond
mánudagur, nóvember 20, 2006
Fjártár
Hafið þið einhvern tímann lent í því að klökkna á óheppilegu augnabliki? Áðan var ég að tala við útibússtjórann í bankanum og við ræddum fjármál, greiðsludreifingu, himinháar lánagreiðslur, skuldir, verðbólgu, útvexti, skuldir, afborganir, skuldir og fleira hrífandi stöff. Sem ég ræddi við útibússtjórann, vingjarnlega konu, þá fylltust augu mín af tárum og ég kom ekki upp orði. Ég HATA grátgirnina sem hefur þó skánað heilmikið á þessu (erfiða) ári. Sl. vetur grét ég a.m.k. tveimur lítrum á dag. Nú er þetta orðið vart mælanlegt magn, kannski tvær fingurbjargir á viku. En það er svo aumingjalegt að grenja, þoli það ekki!
Nú fer ég í þjálfunarbúðir, svona bút-kamp fyrir meyrar konur. Það þarf að koma mér til manns. Ekkert múður með Lalla lúður.
Eða ég fer í aðgerð og læt binda fyrir tárakirtlana. Geri mig ógrátandi. Þá verð ég ógrenja.
Nú fer ég í þjálfunarbúðir, svona bút-kamp fyrir meyrar konur. Það þarf að koma mér til manns. Ekkert múður með Lalla lúður.
Eða ég fer í aðgerð og læt binda fyrir tárakirtlana. Geri mig ógrátandi. Þá verð ég ógrenja.
sunnudagur, nóvember 19, 2006
Snjór snjór snjór
Ærsluðumst í snjónum, ég og strákarnir mínir. Spáðum í hvítan, brúnan, gulan og rauðan snjó, hvort rauður væri jólalegri en hvítur (og gulur þá páskalegri).
Komum svo inn í hlýjuna og fengum okkur kakó og rússneskar valmúakökur, sem við keyptum í Sunnubúðinni við Gullteig, en þar má finna ótrúlegt úrval rússneskrar matvöru.
Sáum oggu pínu litla fugla sem litu út eins og finkur. Hafa finkur vetursetu á Íslandi?
Festi bílinn, spólaði, mokaði og naut hverrar mínútu. Það er svo gaman að sitja fastur þegar maður er ekkert að flýta sér. Það er svo gaman að vera til. Sérstaklega þegar maður er ekkert að flýta sér.
Komum svo inn í hlýjuna og fengum okkur kakó og rússneskar valmúakökur, sem við keyptum í Sunnubúðinni við Gullteig, en þar má finna ótrúlegt úrval rússneskrar matvöru.
Sáum oggu pínu litla fugla sem litu út eins og finkur. Hafa finkur vetursetu á Íslandi?
Festi bílinn, spólaði, mokaði og naut hverrar mínútu. Það er svo gaman að sitja fastur þegar maður er ekkert að flýta sér. Það er svo gaman að vera til. Sérstaklega þegar maður er ekkert að flýta sér.
laugardagur, nóvember 18, 2006
Hver er baun?
föstudagur, nóvember 17, 2006
Fugl dagsins er fétittlingur
Hvað er það sem ég hata en get ekki verið án?
Svar: peningar. Hata þá.
Fór í mökk vont skap við upphringingu frá bankanum mínum. Nú er ég að rembast við að hugsa eitthvað fallegt og láta mig dreyma um feita happdrættisvinninga.
Svar: peningar. Hata þá.
Fór í mökk vont skap við upphringingu frá bankanum mínum. Nú er ég að rembast við að hugsa eitthvað fallegt og láta mig dreyma um feita happdrættisvinninga.
Hvíl í friði Tony
Ekki fannst mér mikið til hvílubragða Tony Sopranos koma. En þættirnir eru óþægilega grípandi.
Á annars ljóð dagsins á ljóð.is.
Legg ekki meira á ykkur.
Á annars ljóð dagsins á ljóð.is.
Legg ekki meira á ykkur.
miðvikudagur, nóvember 15, 2006
Harðsperrur, graskersfræ og kaffislúður
Það er svo sárt að hreyfa sig. Ái. Vöðvarnir mínir segja hver í kapp við annan "við skulum ALDREI fara í leikfimi aftur". Harðsperrur eru systur timburmanna.
Tvö ráð gef ég ykkur, af því að þið hafið verið svo örlát við mig.
1. Borðið graskersfræ ef þið viljið auka magn testesteróns í líkamanum. Alveg satt.
2. Ef þið viljið koma í veg fyrir órólegan svefn vegna rauðvínsdrykkju, takið þá lórítín (ofnæmislyf) áður en þið farið að sofa. Rauðvín veldur víst losun histamíns úr frumunum og þess vegna eiga sumir svona erfitt með að þola það, fá hjartslátt, höfuðverk og sofa illa. M.a. ég. Er hætt að geta drukkið rauðvín, en hvítvín get ég drukkið í tunnutali. There is a god:)
Þessi ráð eru í boði óábyrgs spjalls á kaffistofu lækna í vinnunni minni.
Tvö ráð gef ég ykkur, af því að þið hafið verið svo örlát við mig.
1. Borðið graskersfræ ef þið viljið auka magn testesteróns í líkamanum. Alveg satt.
2. Ef þið viljið koma í veg fyrir órólegan svefn vegna rauðvínsdrykkju, takið þá lórítín (ofnæmislyf) áður en þið farið að sofa. Rauðvín veldur víst losun histamíns úr frumunum og þess vegna eiga sumir svona erfitt með að þola það, fá hjartslátt, höfuðverk og sofa illa. M.a. ég. Er hætt að geta drukkið rauðvín, en hvítvín get ég drukkið í tunnutali. There is a god:)
Þessi ráð eru í boði óábyrgs spjalls á kaffistofu lækna í vinnunni minni.
þriðjudagur, nóvember 14, 2006
Bringuhár óskast
Ég hef stundað svokallaða starfsmannaleikfimi um nokkurra ára skeið og hefur þetta sprikl haldið bauninni réttum megin við Klepp og kroppnum í allgóðu standi. Til skamms tíma sáu kvenkyns sjúkraþjálfarar um þessa leikfimi sem var svona temmilega létt og þægileg. Við konurnar hreyfðum okkur saman í takt við skemmtilega tónlist. Allt í ljómandi sátt og samlyndi.
Í haust varð breyting á. Tveir massaðir karlar tóku að sér starfsmannaleikfimina, sem nóta bene, eingöngu konur hafa sótt í áranna rás. Ekki veit ég af hverju karlar hafa fúlsað við henni, held þeir séu spéhræddari en konur.
Hvað um það. Leikfimin byrjaði á fullu í haust og ég mætti samviskusamlega að vanda. Í fyrstu leist mér vel á karlkyns þjálfarana, það var meiri hraði, meira púl (50 armbeygjur) en líka meiri keppni í tímum. Ég fann vöðvana hrannast upp, þolið og þrekið batnaði hratt. Svo gerðist hið ófyrirsjáanlega (í myrkrinu), ég mölvaði bein í hjólaslysi og hef ekkert getað hreyft mig að gagni í sjö vikur. Þar til í dag. Baunin ákvað að byrja aftur að sprikla.
Konurnar í leikfiminni eru upp til hópa ljúfar, dagfarsprúðar og indælar. Í dag sá ég aðra hlið á þeim. Vegna ofuráherslu karlkyns þjálfaranna á samkeppni hefur óhugnanleg þróun átt sér stað. Smávaxin og lítillát kona, læknaritari, beraði augntennurnar og urraði á mig, þegar ég reyndi að ná af henni boltanum. Hægláti hjúkrunarfræðingurinn skaut svo fast í hausinn á mér að mig sundlaði. "Miðið á brjóst og neðar" æpti þjálfarinn.
Allt er nú breytt. Gömlu góðu leikfimitímarnir eru horfnir. Nú ríkir keppnisharkan ein. Enginn vill hafa mig með í liði og er það sárt flassbakk frá því ég var í skóla, eyminginn sem þurfti að fara í bakæfingar og missti oft af leikfimitímum fyrir vikið.
Hvar fæ ég testesterón svo ég geti varið mig í næsta tíma? Á ég kannski að mæta með hjálm? Kaupa mér bringuhár? Fá mér ógnandi tattú?
Í haust varð breyting á. Tveir massaðir karlar tóku að sér starfsmannaleikfimina, sem nóta bene, eingöngu konur hafa sótt í áranna rás. Ekki veit ég af hverju karlar hafa fúlsað við henni, held þeir séu spéhræddari en konur.
Hvað um það. Leikfimin byrjaði á fullu í haust og ég mætti samviskusamlega að vanda. Í fyrstu leist mér vel á karlkyns þjálfarana, það var meiri hraði, meira púl (50 armbeygjur) en líka meiri keppni í tímum. Ég fann vöðvana hrannast upp, þolið og þrekið batnaði hratt. Svo gerðist hið ófyrirsjáanlega (í myrkrinu), ég mölvaði bein í hjólaslysi og hef ekkert getað hreyft mig að gagni í sjö vikur. Þar til í dag. Baunin ákvað að byrja aftur að sprikla.
Konurnar í leikfiminni eru upp til hópa ljúfar, dagfarsprúðar og indælar. Í dag sá ég aðra hlið á þeim. Vegna ofuráherslu karlkyns þjálfaranna á samkeppni hefur óhugnanleg þróun átt sér stað. Smávaxin og lítillát kona, læknaritari, beraði augntennurnar og urraði á mig, þegar ég reyndi að ná af henni boltanum. Hægláti hjúkrunarfræðingurinn skaut svo fast í hausinn á mér að mig sundlaði. "Miðið á brjóst og neðar" æpti þjálfarinn.
Allt er nú breytt. Gömlu góðu leikfimitímarnir eru horfnir. Nú ríkir keppnisharkan ein. Enginn vill hafa mig með í liði og er það sárt flassbakk frá því ég var í skóla, eyminginn sem þurfti að fara í bakæfingar og missti oft af leikfimitímum fyrir vikið.
Hvar fæ ég testesterón svo ég geti varið mig í næsta tíma? Á ég kannski að mæta með hjálm? Kaupa mér bringuhár? Fá mér ógnandi tattú?
mánudagur, nóvember 13, 2006
Tæknibjánabaunin
Var í afmæli í gær og álpaðist til að spyrja húsbóndann á heimilinu ráða um hvernig stafræna myndavél ég ætti að kaupa, en það er á túdú-listanum mínum langa. Þessi vinur minn er gangandi wikipedia, veit allt um tæki og tól, enda verkfræðingur góður. Ekki hafði ég fyrr varpað meinleysislegri spurningunni út í loftið en karlkyns helmingur veislugesta tókst á loft og hóf að útlista kosti og galla hinna ýmsu tegunda myndavéla. Óteljandi tækniorð fylltu stofuna og ollu mér vægum andþrengslum. Svo fékk ég vandlætingarfullan fyrirlestur um að i-pod (sem ég aulaði útúr mér að mig langaði líka í), væri mesta markaðsbrella aldarinnar, já, ef ekki svindl, samsæri og grímulaust rán um hábjartan dag. I-púðar væru akkúrat ekkert betri en venjulegir mp3 spilarar en hefðu útlitið með sér. Það er auðvitað ekki nóg að vera sætur, en virðist þó duga i-púðunum prýðilega.
Stundum finn ég átakanlega fyrir tæknihömlun minni og þá líður mér eins og bjána.
Stundum finn ég átakanlega fyrir tæknihömlun minni og þá líður mér eins og bjána.
sunnudagur, nóvember 12, 2006
Landafræði spandafræði
Heyrði margar sögur um helgina, m.a. þessa af unglingsstúlku einni ágætri, en móðir hennar hefur þungar áhyggjur af hnignandi landafræðikunnáttu ungdómsins.
Ungfrúin var í langferðabifreið á leið í Þórsmörk, ásamt tveimur vinkonum sínum. Þegar þær nálguðust Mörkina kallaði bílstjórinn til þeirra: "Ætliði að vera í Básum eða...?" Önnur vinkonan var fljót til svars, "ha, nei, við ætlum að vera í tjöldum."
Ungfrúin var í langferðabifreið á leið í Þórsmörk, ásamt tveimur vinkonum sínum. Þegar þær nálguðust Mörkina kallaði bílstjórinn til þeirra: "Ætliði að vera í Básum eða...?" Önnur vinkonan var fljót til svars, "ha, nei, við ætlum að vera í tjöldum."
Samkvæmt áreiðanlegum heimildum..
Miss Jones frænku minnar, þá var þessi hér útnefndur besti stutti brandari ársins 2006 í Amríku:
A three year old boy was examining his testicles while he was taking a bath.
"Mom," he asked, "Are these my brains?"
Mother replied: "Not yet."
Legg ekki meira á ykkur.
A three year old boy was examining his testicles while he was taking a bath.
"Mom," he asked, "Are these my brains?"
Mother replied: "Not yet."
Legg ekki meira á ykkur.
laugardagur, nóvember 11, 2006
Dæmið og þér munið dæmdir verða
Mér leiðist ekkert meira í fari fólks en dómharka og hraðsoðin vandlæting.
föstudagur, nóvember 10, 2006
Leikur hugans
Hugleikur. Mæli sterklega með að þið kynnið ykkur dagskrá þessa djarfa hóps. Fór með dóttur minni í gærkvöld á sýningu í Þjóðleikhúskjallaranum, þar sem einföld og sterk hugmynd var færð í hárréttan búning. Sýningin ríghélt. Bravó, Hugleikur!
Svo hitti ég Hildigunni og manninn hennar (og sá Hildigunni lenda í harkalegum árekstri með rauðvínsglas í hendi, obbobbobb). Fleiri bloggarar voru víst á staðnum en þá þekkti ég ekki í sjón. Hef bara kynnst innankúpu þeirra gegnum orð í rafheimi. Vona að ég hitti þá seinna. Í holdinu.
Svo hitti ég Hildigunni og manninn hennar (og sá Hildigunni lenda í harkalegum árekstri með rauðvínsglas í hendi, obbobbobb). Fleiri bloggarar voru víst á staðnum en þá þekkti ég ekki í sjón. Hef bara kynnst innankúpu þeirra gegnum orð í rafheimi. Vona að ég hitti þá seinna. Í holdinu.
miðvikudagur, nóvember 08, 2006
Hér er mjög langt ljóð sem heitir Hjartað slær
Tantra Nótt og Dagur Dúndri höfðu verið saman síðan í vélskóla. Sem var ekkert langur tími, en drjúgur. Eitt sinn vildi Dagur sýna Töntru ást sína í verki og gaf henni vandaða hjartsláttuvél. Tantra Nótt elskaði hjartsláttuvélina og gaf Degi Dúndra hjarta sitt í staðinn. Hún elskaði mjúkan taktinn í hjartsláttuvélinni sem sefaði og vaggaði og strauk tárin sem hrundu niður kinnarnar. Tantra Nótt elskaði að elska. Hún elskaði svo ákaft að Degi sortnaði fyrir augum og myrkur lagðist yfir hann frá morgni til kvölds. Í myrkrinu var Dagur týndur. Með dimmum róm heimtaði hann hjartsláttuvélina af Töntru sem fylltist brjálsemi og ást hennar þeyttist í allar áttir. Stefnulaus ást er vondur gripur. Degi rann til rifja taktlaus óreiðan og reyndi að gefa Töntru hjartsláttuvélina aftur, til að stilla konuna, en það var of seint. Tantra sveipaði um sig grárri ullarkápu og keypti sér sjálf eldrauða hjartsláttuvél. Hjartað er heimskur vöðvi, þuldi hún í sífellu. Svo glennti hún sundur á sér rifjahylkið með grilltöngum og tróð vélinni inn í brjóstholið í stað hjartans sem dagað hafði uppi hjá fyrrum elskhuga hennar. Í brjóstinu sló blóðrauð vélin hana í vélrænum takti. Nýi takturinn strauk aldrei tár af kinn.
Allur réttur áskilinn höfundi
Allur réttur áskilinn höfundi
Áfram Noregur
Til hamingju baun með þetta hógværa og yfirlætislausa útlit.
Kærar þakkir riddari rafgötunnar, Gunnar Hrafn, fyrir að koma tækniskertri ókunnugri konu til bjargar.
Kærar þakkir riddari rafgötunnar, Gunnar Hrafn, fyrir að koma tækniskertri ókunnugri konu til bjargar.
þriðjudagur, nóvember 07, 2006
Ferhyrndar fréttir
Mikið fannst mér skemmtileg fréttin í kvöld um ferhyrndu hrútana Svamp og Mola austur í sveitum, og syngjandi hundinn á bænum. Magnús Hlynur hinn kengmælti er þjóðlegri en flatbrauð með hangiketi. Magnús Hlynur er þjóðargersemi.
Svo kemur hér tilboð sem þið getið ekki hafnað. Mig vantar smá aðstoð við að poppa upp útlitið á síðunni minni. Er orðin mökk leið á þessu græna dósaumhverfi. Hver býður sig fram? Laun samkvæmt strípuðum töxtum og bónus fyrir vel unnin störf.
sunnudagur, nóvember 05, 2006
My cup of tea
Um daginn borðaði ég á austurlenskum veitingastað. Pantaði mér "indverskt kryddte", fannst það hljóma framandi. Nokkur bið var eftir te-inu og beið ég spennt eftir að bragða á því. Eftir langa bið kom lágvaxni þjónninn með lítinn teketil og upp úr katlinum lafði rauður Melroses miði. Melroses er í mínum huga álíka exótískt og grjónagrautur. Þegar ég hellti í bollann minn gutlaðist út ljósbrúnn vökvi, augljóslega mjólkurblandaður. Ég analýseraði te-ið með mínum súper-glúrnu bragðlaukum (og eigin augum).
Eftir þetta hef ég reynt ýmis tilbrigði við "indverska kryddteið". Mer heila kardimommu og engifer í mortéli, blanda því saman við svart hlutlaust te, set svo smá hunang og mjólkurlögg útí.
Tilbreyting er krydd lífsins.
Eftir þetta hef ég reynt ýmis tilbrigði við "indverska kryddteið". Mer heila kardimommu og engifer í mortéli, blanda því saman við svart hlutlaust te, set svo smá hunang og mjólkurlögg útí.
Tilbreyting er krydd lífsins.
laugardagur, nóvember 04, 2006
Flissararnir
Ég hef alla tíð verið gefin fyrir ævintýri, í bókum, myndum, lífinu sjálfu. Hef lesið tugi vísindaskáldsagna og er að sjálfsögðu forfallinn Trekkari og aðdáandi Star Wars í ofanálag. Nú er ég lögst í ævintýrabækur fyrir yngri og yngri börn. Búin með allar Artemis Fowl bækurnar og fleiri eftir Eoin Colfer. Löngu búin með Chronicles of Narnia, Eragon, Potter og Hringadróttinssögu hef ég lesið allnokkrum sinnum. Færist nú æ neðar í aldri, sem segir mér að ég þroskist öfugt. Baklæg andþróun? Skemmti mér konunglega um daginn við að lesa Flissarana og Ævintýri á meðan eftir Roddy Doyle. Samtölin í þessum bókum eru óborganleg. Hér er smá sýnishorn.
Þau voru að slátra kú í bakgarðinum. Það var baul og blóð úti um allan garð.
Í alvöru?
Nei. Þau voru í eldhúsinu. Billie Jean var að afhýða belgbaunir.
"Ekki svona!" hrópaði ein belgbaunin. "Það er rennilás á bakinu!"
(Doyle, R., Ævintýri á meðan, bls.54)
Svo heitir ein af mínum eftirlætisbókum "Moldvarpan sem vildi vita hver skeit á hausinn á henni".
Mér er ekki viðbjargandi.
Þau voru að slátra kú í bakgarðinum. Það var baul og blóð úti um allan garð.
Í alvöru?
Nei. Þau voru í eldhúsinu. Billie Jean var að afhýða belgbaunir.
"Ekki svona!" hrópaði ein belgbaunin. "Það er rennilás á bakinu!"
(Doyle, R., Ævintýri á meðan, bls.54)
Svo heitir ein af mínum eftirlætisbókum "Moldvarpan sem vildi vita hver skeit á hausinn á henni".
Mér er ekki viðbjargandi.
miðvikudagur, nóvember 01, 2006
Víst má ég bora í nefið!
Sumir vilja frekar lenda í árekstri en að gefa eftir "réttinn" í umferðinni.
Dekurbarnið Ísland er þannig ökumaður. Við höfum rétt á að veiða hvali, enginn skal segja okkur annað. Skítt með það þótt aðrar þjóðir krumpist í viðbjóði og skelfingu yfir þessu athæfi og stórum hagsmunum verði fórnað á altari þjóðrembunnar. Við eigum "réttinn". Hef heyrt fólk afgreiða þá sem vilja ígrunda málið - ekki æða út í veiðar í atvinnuskyni án markaðar fyrir kjötið, án þarfar, án tilgangs - sem bjána sem beita fyrir sig "tilfinningarökum". Þetta er sagt með megnri fyrirlitningu. Tilfinningarök. Hef oft heyrt þetta líka þegar fólk lýsir andstöðu sinni við álverum og virkjunum - það eru "tilfinningarök". Tala nú ekki um ef útlendingar tjá sig um náttúruvernd á Íslandi. Þeir hafa ekkert vit á þessu, við vitum betur. Nú vil ég taka skýrt fram að ég hef ekkert á móti hvalveiðum í prinsippinu og get vel horft á hval drepinn án þess að fara að gráta. Hins vegar hef ég mikið á móti því að valta yfir fólk, án tillits til skoðana þess og tilfinninga.
Og hvaðan kemur þessi fyrirlitning á tilfinningum? Er þetta það sem við viljum kenna börnunum okkar, ekki hafa áhyggjur af tilfinningum annarra, þær eru ómerkar? Tilfinningar skipta ekki máli?
Er nema von að aðrar þjóðir skammi okkur og hunsi, Finnar séu súrir og Danir beinlínis í herferð gegn okkur?
Dekurbarnið Ísland er þannig ökumaður. Við höfum rétt á að veiða hvali, enginn skal segja okkur annað. Skítt með það þótt aðrar þjóðir krumpist í viðbjóði og skelfingu yfir þessu athæfi og stórum hagsmunum verði fórnað á altari þjóðrembunnar. Við eigum "réttinn". Hef heyrt fólk afgreiða þá sem vilja ígrunda málið - ekki æða út í veiðar í atvinnuskyni án markaðar fyrir kjötið, án þarfar, án tilgangs - sem bjána sem beita fyrir sig "tilfinningarökum". Þetta er sagt með megnri fyrirlitningu. Tilfinningarök. Hef oft heyrt þetta líka þegar fólk lýsir andstöðu sinni við álverum og virkjunum - það eru "tilfinningarök". Tala nú ekki um ef útlendingar tjá sig um náttúruvernd á Íslandi. Þeir hafa ekkert vit á þessu, við vitum betur. Nú vil ég taka skýrt fram að ég hef ekkert á móti hvalveiðum í prinsippinu og get vel horft á hval drepinn án þess að fara að gráta. Hins vegar hef ég mikið á móti því að valta yfir fólk, án tillits til skoðana þess og tilfinninga.
Og hvaðan kemur þessi fyrirlitning á tilfinningum? Er þetta það sem við viljum kenna börnunum okkar, ekki hafa áhyggjur af tilfinningum annarra, þær eru ómerkar? Tilfinningar skipta ekki máli?
Er nema von að aðrar þjóðir skammi okkur og hunsi, Finnar séu súrir og Danir beinlínis í herferð gegn okkur?
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)