sunnudagur, maí 11, 2008

Víst er hafmeyjan lítil, en..

Á ferðum mínum um stórborgina í dag rakst ég á ítalskan þjón sem bókstaflega trylltist úr fögnuði við að sjá þennan franska boxerhvolp; hann stökk frá hálfkláraðri pöntun og hoppaði um Grábræðratorg, hló hátt, kjassaði hundinn, baðaði út öllum öngum og vildi síðan ólmur leyfa mér að halda á spottinu. Ég gerði það og jújú, víst var hann voða voða dætur og mikið rassgat (sko hvolpurinn).

Mér finnst makalaust fínt þegar fólk hefur sjálfstraust, og heldur aðeins of mikið en of lítið. Fólk sem hefur góða sjálfsmynd viðurkennir þegar það gerir mistök, tekur ábyrgð á eigin hegðun, kennir ekki öðrum um það sem það segir og gerir. Það mundi t.d. aldrei segja setningu á borð við, "þú gerðir mig reiðan og lést mig berja þig". Fólk með gott sjálfstraust biðst afsökunar þegar það gerir á hlut annarrar manneskju. Fólk með heilbrigða sjálfsmynd veit að það les ekki hugsanir annarra. Meintur hugsanalestur er eitt af því sem fer hvað mest í taugarnar á mér, t.d. þegar sagt er eitthvað á þessa leið, "ég veit að þú settist þarna af því þú hatar mig".

Held að margt mannanna bölið stafi af brogaðri sjálfsmynd, óöryggi og minnimáttarkennd.


Lítillæti á sinn sjarma, en ég verð að viðurkenna að það kætir mig að sjá svona nöfn á húsum.

Setjum ekki ljós okkar undir mæliker.

Engin ummæli: