laugardagur, maí 31, 2008

Hnattræna veröld

Þvermenningin reið ekki við einteyming í hjólatúr um borgina í kvöld.
  • Á Klambratúni var hópur Indverja að spila krikket
  • Við Sæbrautina voru ungir og glaðværir þeldökkir menn að drekka bjór, hafa hátt og rífa bláan bol í ræmur
  • Á bensínstöð sá ég íslenskan hjassa, með bleikklæddu hjassakvendi, reyna að koma í gang jeppagarmi og þrír Hallormsstaðaskógar hefðu ekki dugað til að kolefnisjafna þann gjörning
  • Tvær rauðklæddar stúlkur hlógu hátt með breskum hreim á Skólavörðustígnum (voðalegt annars að sjá Skólavörðustíginn þessa dagana)
Og já, auðkennislyklar þola ekki þvott.

Engin ummæli: