miðvikudagur, maí 07, 2008

Svo kom sólin og þá gretti ég mig ógurlega, enda föl og intressant kona í stórborginni

Kaupmannahöfn er heitu löndin. Þvílík dýrðarinnar dásemd *dæs*

Ég fékk nýtt hjól sem er þannig úr garði gjört að maður getur hjólað í pilsi og verið uppréttur. Á því líður mér eins og drottningu, svíf um og veifa lýðnum. Vissi ekki að það að hjóla gæti nálgast fersk jarðarber, nirvana, súkkulaði og fullnægingu sinnum sjöhundruð.

Smurbrauðsdrengurinn og ég pældum töluvert í orðinu "grillilmur", um leið og við sprönguðum í sandinum á Amager strand. Pælið í því.

Orð geta verið svo asnaleg. Þess vegna læt ég staðar numið núna.

Rétt bráðum.

Já, núna sagði ég.

Engin ummæli: