miðvikudagur, maí 21, 2008

Fjarlægðin gerir fjallabeibin fögur

Vorboðinn ljúfi, sandalafarið* kveikti hjá mér enn eina frábæra viðskiptahugmynd. Sandalar með persónulegu mynstri, t.d. nafni kærastans, broskalli, blómi, hamar og sigð, písmerki eða kisu. Tattú er allt of varanlegt skraut fyrir minn hverflynda smekk.

Var annars að koma úr gönguferð á Keili, það var aldeilis ljómandi fínt. Hjálmar sagði að Keilir væri eins og kona sem liti vel út á ballinu, svo færi maður með hana heim, rifi úr lífstykkinu og þá flæddi hún bara útum allt og væri ekkert svo vel vaxin. Keilir er sumsé fjarskafallegt fjall. (Og ég vona að hann hafi ekki verið að tala um mig, nei, fjandakornið, nota aldrei lífstykki...)


*sviðsettar tær, eigandi ókunnur.

Engin ummæli: