föstudagur, febrúar 09, 2007

Staurblind

Þakka ykkur fyrir að standa svo augljóslega með mér í umferðaróhappinu baun vs. staur. Er næstum farin að vorkenna staurnum. Bíllinn er ekkert beyglaður að gagni, þetta var nauðaómerkilegt allt saman. Eftir að ég bömpaði í diskósveiflu á staurinn, ákvað ég að skoða ekki hvort eitthvað hefði skemmst, heldur keyrði beint heim og breiddi sængina upp fyrir haus.

Strútar eru skrítnar skepnur. Mun heimskari en þeir líta út fyrir að vera.

Engin ummæli: