Dreymdi þennan draum fyrir u.þ.b. viku síðan, hann var mjög sterkur og skýr.
Ég sá allt í móðu, eins og búið væri að smyrja lagi af vaselíni á sjónhimnu mína. Fyrir framan mig lágu tveir lyklar, svona venjulegir ASSA lyklar. Ég tók annan upp og stakk honum í augnkrókinn, fann hvernig hann rann inn í eitthvert holrými þar með soghljóði. Sjónin lagaðist örlítið við þetta en ekki alveg. Þá tók ég hinn lykilinn og stakk honum inn í hinn augnkrókinn. Við það lagaðist sjónin aðeins betur.
Fletti upp í draumráðningabók og þar stendur að dreymi mann sig sjóndapran, sé það fyrir því að manni verði á "mikil yfirsjón." Ekki var það nú gott.
Sjálf tel ég þennan draum afleiðingu þess að ég hef ekki fengið snefil af þorramat í ár.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli