miðvikudagur, febrúar 21, 2007

Konan með lampann

Í gær...

- fann ég að það er ekki sem verst að teygja undir Elvis

- borðaði ég saltkjöt og baunir í góðum félagsskap

- lenti ég í vondum málum. Í helstu hlutverkum voru standlampi (IKEA drasl), tonnatak og 8 puttar. Við "operation glue" leystist lampinn upp að nokkru leyti en límdist hvergi nema við puttana á mér. Ég var því ein heima með samanlímda, silfraða fingur og standlampa í eftirdragi. Hvað gerir maður þá? Hringir í fyrrverandi. Hann hefur ráð undir rifi hverju.

Legg ekki meira á ykkur.

Engin ummæli: