fimmtudagur, febrúar 15, 2007

Lúin, snúin, búin

Mig logverkjar um allan skrokkinn. Get varla hreyft mig. Það er heilsusportaranum sem stjórnar leikfimihópnum mínum að kenna. Hann hrósar okkur, hinum leikfimu konum, af þvílíku alefli að við espumst allar upp, tökum þyngri lóð, fleiri armbeygjur og hlaupum miklu miklu hraðar og lengur. "Flottar armbeygjur, svona á að geraða!", "stórglæsilegar hnébeygjur", æpir hann á okkur, hress og upppeppandi. Ég dregst úr leikfiminni svo búin á því að ég get ekki loftað hnífapörum, reimað skó, hvað þá skipt um gír. Getsvosvariða.

Verð að fá mér sjálfskiptan bíl og mat sem hægt er að drekka með röri.

Engin ummæli: