mánudagur, febrúar 26, 2007

Flýgur fiskispaðinn*

Ég er hætt við að verða iðnaðarmaður, nema í neyð og hjáverkum. Er að drepast í skrokknum eftir smíðar og stúss helgarinnar, lagfærði nokkra stóla með vinklum og skrúfum, festi upp snaga og vínrekka, setti saman IKEA lampa (í staðinn fyrir þennan sem vildi heldur deyja en límast nema við puttana á mér). Æi, þetta var erfið helgi. Og það er hundur í mér.

Eitt ráð vil ég gefa ykkur. EKKI FARA Í HÚSASMIÐJUNA UM HELGAR, þ.e. ef þið þurfið að fá ráðleggingar af viti. Lenti í afgreiðslumanni sem vissi minna en ég um borvélar og þá erum við að tala um HÁLFVITA! Drengstauli þessi sýndi mér borvél og þegar ég spurði hvort hægt væri að festa svona skrúfbita á hana (og nota sem skrúfvél), þá sagði hann: "Nei, það er ekki hægt" (held hann hafi aldrei á sinni aulaævi borað í annað en eigið nef). Svo benti hann mér á skrúfvél sem ég keypti líka og bitasett að auki. Þegar ég sýndi þetta allt saman fróðum manni, þá sagði hann mér að auðvitað væri borvélin líka brúkleg sem skrúfvél, í bitasettinu sem ég keypti var m.a.s. þartilgerð græja. Þannig að ég eyddi fullt af peningum til einskis, eða svo gott sem.

Hvað sem því líður þá er ég græjuð upp í topp. Geri aðrar konur betur.

*þessi fyrirsögn kemur efni pistilsins ekki rassgat við

Engin ummæli: