mánudagur, maí 04, 2009

Teinótti*

Skyldu fjármálaósnillingarnir okkar, sem híma í útlegð í Rússlandi, Noregi, London eða hvar sem þeir liggja í peningahrúgunni, vera bitrir út í þjóðina? Hvað ætli þeir segi börnum sínum um landið sem ól þá? Brugðumst við þessum mönnum? Björgólfur eldri ætlar þó væntanlega að vera áfram á skerinu, enda orðinn milljarðamínusmæringur í takt við þjóðina.

Amma mín drap aldrei kóngulær. Maður þarf að láta sér þykja vænt um allt kvikt, líka hryggleysingja.


*ótti við teinótt jakkaföt, illvígur faraldur sem breiddist hratt út á Íslandi árin 2008-2009

Engin ummæli: