föstudagur, maí 08, 2009

Minni þjónusta - betri þjónusta

Án þess ég hyggist taka upp moggbloggingahátt, þá langar mig að segja að þessi frétt gladdi mitt hjarta. Sennilega er einhver að spara pening með þessari breytingu hjá Símanum, en mér er sama. Þarna fækkar möguleikum smámenna á að villa á sér heimildir og svigrúm ofbeldisseggja til að ofsækja fólk, í skjóli nafnleysis, minnkar.

Að verða ítrekað fyrir net- og símaofbeldi er ekki skemmtileg lífsreynsla. Djöfull sem fólk getur verið bilað.

Engin ummæli: